Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1982, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1982, Side 4
4 DV. FIMMTUDAGUR18. NOVEMBER1982. Bláfjollímars 1983: LAVA LOPPET — alþjóðlegt stórmót í skíðagöngu Alþjóðlegt mót í skíðagöngu verður haldið hér á landi snemma næsta órs. Almennar skiöagöngur eru mjög vinsælar um allan heim, nefna má Vasa-gönguna í Svíþjóö og Holmen- kollen-gönguna í Noregi. Þúsundir fólks binda skíðin á sig og bruna af stað yfir hæðir og hóla. Tilgangur flestra er að vera með, sumum þykir ekki verrífaðhljóta verölaun. Nú er röðin komin að tslandi að halda stóra, alþjóðlega göngukeppni. Skíðasamband Islands gengst fyrir henni í samráöi við Flugleiðir og Ferðaskrifstofuna Orval. Gangan hefur hlotiö nafnið Lava Loppet og verður 26. mars í Bláfjölium. Framkvæmdanefndin Nefnd sem Skíöasambandiö skip- aði var falið að annast undirbúning og framkvæmd keppninnar. I henni sitja Sigurður Magnússon fram- kvæmdastjóri, sem er formaður, Ástbjörg Gunnarsdóttir íþróttakenn- ari, Hannes Ríkarðsson tannlæknir, Sigríður Lúthersdóttir íþróttaleiö- beinandi og öm Jónsson rafvirki. Einnig hafa Símon Pálsson frá Markaðsdeild Flugleiða og Knútur Oskarsson frá Orvali unnið mikið að Merki hins aiþjóðiega skiðagöngumóts i Bláfjöllum. málinu. Rolf Nyhus frá Osló hefur verið nefndinni til halds og trausts. Hann er þaulvanur svona undirbún- ingi, var m.a. framkvæmdastjóri heimsmeistaramótsins í norrænum greinum skiöaíþrótta í Osló á sl. vetri. Rolf er fastur starfsmaður við Holmenkolien-skíðas væðið þar. Fötiuðu skíðafó/ki boðin þátttaka Mikil áhersla hefur verið lögð á að kynna skiðagönguna erlendis gegn- um söluskrifstofur Flugleiða víða um heim. Orval mun hins vegar sjá um gistingu og dvöl erlendu gest- anna hér. Boðið verður upp á 1. flokks hótel, svefnpokapláss og allt þar á milli. Einnig hefur Skíðasam- band Islands skrifað öllum öðrum félögum Alþjóðsambands skiða- manna, 50 að tölu, og sent kynningar- bæklinga. Til að auka enn á fjölbreytni og þátttöku hefur fötluðu skíðafólki víðs vegar að veriö boðin þátttaka og er von á mörgum úr röðum þess. Enn er ekki ljóst hversu margir koma frá útlöndum en vitaö að fjöl- margir hafa gefið sig fram við sölu- skrifstofur Flugleiða. Tilkynningar- frestur vegna þátttöku er til 15. febrúar 1983. Þrenns konar ganga Göngulengdir verða þrjár: skíða- maraþon sem er 42,3 kílómetrar, 21 kílómetri og um það bil 10 kílómetrar fyrir þá sem eru óvanir lengri göngu. Brautin hefur þegar veriö lögö á pappímum eins og sést á meðfylgj- andi teikningu. Allir byrja á sama stað og enda á sama stað. Hver fær sitt númer og engin timatakmörk eru. Geta hvers og eins ræður. Þátttakendum verður skipt í flokka: konur og karla, 16 ára og eldri, í 42ja kílómetra göngu, konur og karla, yngri en 16 ára, í 21 kíló- metra göngu og síðan er almenn ganga fyriralla. Á þessari teikningu sem Skiðasamband íslands lótgera sóst hvernig sióðin verður lögð fyrir göngumenn i Lava Loppet. Hringurinn er alls 42,3 kilómetrar en ekkiganga þó allir svo langt. Á leiöinni eru 5 matstaöir. Þar geta þátttakendur fengið hressingu, heita súpu, ávexti, svaladrykki og fleira. Allir þátttakendur fá sérstök við- urkenningarskjöL Einnig verða 3 fyrstu í hverjum flokki veitt verð- laun og aukaverölaun eru af mis- munandi tilefnum. Lokahófí Broadway I Iok skíðagöngudagsins verður skemmtun í Broadway fyrir'þátttak- endur sem þess óska. Þar verður matur, dans, skemmtiatriöi og verð- launaafhending. Ef svo óheppilega vill til að veður eða annað komi í veg fyrir gönguna þann 26. færist allt og verður sólar- hringsíðar. Nafnið Lava Loppet Einhverjum kann að þykja nafnið Lava Loppet undariegt. Þaö varö fyrir valinu vegna þess að það þótti heppilegt til að nota í kynningu er- lendis. Lava er nánast alþjóðlegt orð yfir hraun, loppet er hins vegar sænskt en þekkt í skíðaheiminum vegna Vasa-loppet í Sviþjóð. I ensku- mælandi löndum er orðið stundum notað í sömu merkingu og „cross- country skiing”. Ekki hefur verið ákveðið hvort göngunni verður líka gefið íslenskt nafn, nefndarmenn munu þó ekki mótfallnir því aö orð- hagir menn komi með uppástungur. Þátttökugjald til að standa undir kostnaði Kynning mótsins hér á landi er í þann veginn að byrja. Þó mikið sé lagt upp úr þátttöku skíðamanna frá öðrum þjóðum er vonast til að Islend- ingar láti ekki sitt eftir liggja. Varla er heldur við því að búast enda hefur áhugi almennings á skíða- göngu aukist stórlega á síðustu árum. Mikið verður gert til að auð- velda fólki um land allt að koma til Reyk ja vikur og taka þátt. Kostnaður við mótið er mikill og greiðist hann með gjöldum sem allir þátttakendur verða að greiða, mis- jafnlega mikið eftir vegalengdinni sem gengin er. Einnig verða seldir minjagripir. Geta má þess að pen- ingaverðlaun verða ekki veitt heldur gull, silfur, brons og viðurkenningar- skjöl Lava loppet er stórviðburður í ís- lensku íþróttalífi á næsta ári. Ef vel tekst til er ætlunin að gera gönguna að árlegum viðburði. JBH Svo mælir Svarthöfði Svo rnælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði HORFTFRAM TIL BETRIBÍLVEGA Steingrimur Hermannsson samgönguráðherra sagði í yfirlits- ræðu sinni á 18. flokksþingi fram- sóknarmanna, að gert væri ráö fyrir því samkvæmt langtimaáætlun, að lagðir yrðu þrjú þúsund kílómetrar á tíu árum af varanlegum vegum. Er þetta mikið og gott átak og ólíkt þeim seinagangi sem verið hefur á þessum málum hér á landi, þegar undan eru skilin síöustu þrjú ár. Um sömu helgi og 18. flokksþingið sat, var einnig haldið landsþing Félags ísl. bifreiðaeigenda. Hefur FlB haft bætta vegi á stefnuskrá sinni frá upphafi, en félaginu þykir að nú sé farið að réttast úr þeim málum, enda voru samþykktir landsþings í vega- málum mjög í samræmi við fyrir- ætlanir samgönguráðherra um þau efni. Landsþingfulltrúar fengu fljótlega fréttir af yfirlitsræðu sam- gönguráðherra, þar sem hann boðaði „stóra stökkið áfram”, og felldi áætlunartölur hans inn í samþykkt sina um vegamálin. Það hefur löngum verið vitað, að gerð varanlegra vega er með arð- bærustu fyrirtækjum, sem við getum tekist á hendur. Arðsemi af einstöku köflum er svo há, að vlð liggur að hún borgi framkvæmdina á einu ári. En það hefur tekið tímann sinn fyrir FÍB að koma stjórnmálamönnum í skilning um þetta. Almenningur, sem þarf að nota vegina, hefur í vax- andi mæli gert það að almennri kröfu, að allir helstu vegir landsins verði lagðir slitlagi. Nú hefur sam- gönguráðherra tekið af skarið og lýst því markmiði að leggja meira af varanlegum vegum næstu tíu árin en menn þorðu að gera kröfur um fyrir fimm árum eða svo. Við eygjum því að komast úr nábýli við þau tvö Afríkuríki, sem talin eru verst stödd með vegi í heiminum. FÍB hefur haft reynslu af þvi að langtímaáætlanir hafa haft tilhneigingu til að breytast til hins verra, þegar til framkvæmdarinnar kemur. Má í því sambandi benda á, að hin kurteislega áætlun um hundrað og fimmtíu kílómetra á ári hefur ekki staðist til f ullnustu hingað til. Þess vegna skorar landsþingið á kjósendur að spyrjast fyrir um það bjá frambjóðendum í næstu kosningum, hvaða hug þeir beri til varanlegra vega, og hvort það muni taka langan tíma enn að koma þeim málum í lag. 1 ályktun óskár þingið þess að kjósendur knýi fram- bjóðendur til að gefa stuðningsyfir- lýslngu við áætlunina um þrjú hundruð kílómetra af varanlegum vegum á ári. Svo ánægðir voru lands- þlngsfulltrúar með langtímaáætlun Steingríms Hermannssonar, að landsþingið samþykkti sérstaka kveðju til samgönguráðherra um lelð og það benti á, að i ráðherratíð hans hefði varanlegt slitlag verið lengt um 141% á þremur árum. Hefði veriö farið að tillögum FÍB hefði lengingin orðið 200%. Miðað við þær stórfelldu fram- kvæmdir í vegamálum, sem fyrirhugaöar eru, gæti orðið hætta á því að Vegagerð rikisins tefðist svo við undirbúninginn, að af þeim sökum gengi erfiðlega að koma málinu í framkvæmd. Hefur í raun borið á því, að ekki hefur reynst unnt að byrja framkvæmdir fyrr en jafnvel i júlí, og hefur þá einn mánuður til framkvæmdanna glat- ast með öllu. Tafir þessar hafa stafað af því, að ákvörðun um fjár- magn hefur ekki verið fyrir hendi, og heldur ekki ákvörðun um, hvar leggja beri hverju sinni, en slíkt fer til umræðu meðal þingmanna. Ef á að byggja stórt og fljótt i vegagerð, mega engar tafir verða á undir- búningi, svo hægt sé að nota allt sumarið til framkvæmdanna. FtB eru fjöldasamtök, sem láta sig allt varða er snertir hag bilaeig- enda. Landsþingíð gerði samþykktir í fjölmörgum öðrum málum, þótt hér-hafl aðeins veríð minnst á vega- gerðina. En þar hefur náðst merkilegur áfangasigur, sem allir munu njóta góðs af. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.