Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1982, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1982, Page 5
DV. FIMMTUDAGUR18. NOVEMBER1982. 5 Verðbætur skerðast un lOprósent — laun hækka um 7,72% 1. desember Verðbætur sem greiða ber á laun frá 1. desember næstkomandi skerðast um tæp 10% vegna skerðingarákvæða Olafslaga og bráðabirgöalaga ríkis- stjómarinnar frá 21. ágúst síðastliðn- um en launþegar munu þó aðeins fá 7,72% hækkun á laun í desember. Sam- kvæmt skeröingarákvæðum Olafslaga eru 0,99% dregin af hækkun fram- færsluvísitölu við útreikning verðbóta á laun sem búvörufrádráttur, 0,61% er dregið af vegna verðhækkana á áfengi og tóbaki og 0,48% vegna viðskipta- kjararýrnunar. Samkvæmt bráða- birgðalögum ríkisstjórnarinnar er það sem þá er eftir helmingað og nemur sú skerðing 7,71%. Alls nemur skerðingin 9,79%. Launþegar munu því fá 7,72% kauphækkun í desember upp í 17,51% hækkun á f ramf ærsluvísitölu. ÖEF Leikritið Hjálparsveitin segir fri því þegar unga fólkið ákveður að bjóða öidruðum ókeypis heimilishjálp. Myndin er tekin á æfingu Litla leik- klúbbsins, ísafirði. Nýtt íslenskt verk frumflutt á Hnífsdal — Hjálparsveitin eftir Jón Steinar Ragnarsson Litli leikklúbburinn á Isafirði frumsýndi í fyrradag leikritið Hjálpar- sveitina. Höfundur er Jón Steinar Ragnarsson, heimamaöur vestra. Þetta er raunar annað íslenska leikritið sem klúbburinn frumflytur á þessu ári. Hitt var Or aldaannál eftir Böðvar Guðmundsson og fóru Is- firðingar með það á listahátíð i Reykjavík og einnig til Danmerkur. Hjálparsveitin er gamanleikur um samskipti unglinga og aldurhniginna. Ungmennafélagið Auður djúpúðga ákveður að bjóða ókeypis heimilis- hjálp í tilefni af ári aldraðra. Gengur þar á ýmsu og margt spaugilegt skeður. Leikendur eru tólf og leikstjóri er Jill Brooke Arnason. Lýsingu annast Magni Guðmundsson en tónlistin í verkinu er samin af Júlíusi Kristjáns- syni, Samúel Einarssyni og fleirum. Leikmynd er hönnuð af leikstjóra og höfundi. I tilefni af ári aldraöra verður öllum leikhúsgestum, 67 ára og eldri, boðinn afsláttur af miðaverði. -ihh. Tillaga á fundi efnahagsmálanef ndar Norðurlandaráðs: Norrænt samstarf um gengisskráningu Frá Herbert Guðmundssyni blm. DV á Álandseyjum: Tillaga um að Norðurlönd sam- einuöust um að kanna áhrif gengis- lækkana og settu á stofn samráðs- stofnun um gengisskráningu hefur verið lögð fram á fundi efnahagsmála- nefndar Norðurlandaráðs sem nú stendur yfir á Álandseyjum. Tillagan er flutt af norska þingmanninum Gunnar Berge. Mikil óánægja hefur komið fram á fundinum í garð Svía fyrir að hafa fellt gengi sænsku krónunnar um 16% án þess að hafa haft samráð við hinar Norðurlandaþjóðimar en gengis- fellingin hafði mikil áhrif á gengis- skráningu gjaldmiðla þeirra. Menn greinir á um hvort þjóðirnar geti haft með sér frekara samflot um gengis- skráningu. Anker Jörgensen, forsætis- ráðherra Dana, sagði að Islendingar væru í sérflokki í þessum efnum vegna tíðra gengisfellinga en Danir hafa einnig sérstöðu í þessum hópi vegna aðildarinnar að Efnahagsbandalagi Evrópu. Páll Pétursson, sem sæti á í efna- hagsmálanefndinni, sagði aö ef tillagan yrði samþykkt gæfi hún möguleika á aö fá álit margra hag- fræðinga á gengismálum Islendinga. Hins vegar hefði hún jafnframt í för með sér að til þess að sinna þessu samstarfi þyrftu Islendingar að hafa fasta nefndá Norðurlöndum. Tillaga þessi mun verða lögð fyrir ráðherranefnd og síðan fyrir Norðurlandaráðsþing sem haldið verður í Osló á næsta ári. -ÓEF. model skálholt RTTdR Vandað og glœsilegt sófasett úr valinni massífri furu í Ijósum viðarlit eða brúnbœsað. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. RJRUHÚSÍÐ HF. Suðurlandsbraut 30 105 Reykjavik Simi 86605. þrekhjól fyrir þá sem er annt um heilsuna , , ! mmma Reiðhiólaverslunin_ Serverslunimeira AwffnniM en hálfa öld / UirlwllVlir ' / Spítalasííg 8 vió Oóinstorg símar: 14661,26888 Kjörið til líkamsræktar heimavið. Stöðugt og sterkt - mjúkt og breitt sæti, öryggishlífar á keðju og hjóli - stillanlegt stýri og sæti - stiUanlegur fótstigsþungi - hraðamælir og snúnings- teljari - tekur lítið pláss. Varahlutaþjónusta. Verð kr. 2.401 og 2.759. SHHninutur á dag... KALKHOFF þrekhjól er ódýr og góð lausn fyrir þá sem annt er um heilsuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.