Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1982, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1982, Page 7
DV. FIMMTUDAGUR18. NOVEMBER1982. Neytendur Neytendur Neytendur Fólkið kunni vel að meta skyrterturnar og aðra mjólkurrótti sem boðið var upp á ihúsi Osta- og smjörsöl- unnarnú um siðustu helgi. DV-mynd GVA. Mjólkurdagar í húsi Osta- og smjörsölunnar: Ostakaka, skyrterta og mjúkur rjómaostur — meðal þeirra vörutegunda sem kynntar voru Nýlega voru haldnir mjólkurdagar í Osta- og smjörsölunni sf. aö Bitruhálsi 2. Komu þangað um 8.000 manns til aö bragöa á ýmsum mjólkurvörum og sjá fræðslumyndir um mjólk og mjólkur- iönaö. Það eru 10 ár síðan fyrsta mjólkurdagsnefndin var stofnuö hér á landi. Síöan hafa nær árlega veriö haldnir mjólkurdagar og oftast einn alþjóðlegur mjólkurdagur á vorin. Mjólkurdagsnefnd er skipuö af fulltrúum bænda og mjólkuriðn- aöarins. Tilgangur meö þessu er fyrst og fremst aö vekja athygli á mjólk og mjólkurvörum. Framsýn hf. tók myndir af mjólkurframleiðslu og vinnslu í mjólkurbúum sem síðan voru sýndar á vörukynningu mjólkuraf- urða. Sýnd voru 4 veisluborö, hlaöborö, kvöldverðarborð, síðdegiskaffiborö og ,,partý”-borð. Var mikið af mjólkur- vörum á þeim öllum. Ostapinnar, osta- bakkar, ídýfur, skyrtertur, ístertur og fleira. Uppskriftir voru gefins á öllum borðum, síöan var hægt að bragöa á ýmsu sem unniö hafði verið úr upp- skriftabæklingunum. Hafa verið fram- leiddar nýjar möppur fyrir uppskrifta- blööin. Þær hafa fallega plastáferð og á þeim eru ýmsar hagnýtar upp- lýsingar, um mál og vog, ofnhita og upplýsingar um mjólkurvörur. Meöal þeirra stendur að ost megi ekki bera fram beint úr kæli, einnig er tekin fyrir meöferð á frystum rjóma. Hann geymist i frysti í 3 mánuði, ísnálarnar þurfa enn að vera í honum þegar hann er þeyttur þá er hann ágætur í heita rétti. Rjóma er annars best að þeyta kaldan. Allir bæklingamir í þessum möppum eru skrifaðir af húsmæðra- kennurum sem starfa hjá Mjólkur- samsölunni og Osta- og smjörsölunni. Nú eru á markaöi yfir 200 mismun- andi mjólkurvörur og sifellt eykst úrvalið. Nú síðast voru kynntir tveir nýir ostar þessa mjólkurdaga. Þeir eru báðir frá mjólkursamlaginu í Búðardal og bera heitin „Yrja” sem minnir á gráöaost en hefur þó ekki sama bragð. Hann kostar 32,50. Hinn osturinn ber heitið Dala-Brie. Hann er mjúkur og bragðlítill. I honum er nýmjólk, rjómi, ostahleypir, mjólkur- sýrugerlar og fleira. Nýjar ístegundir voru kynntar, einnig skyrtertur með jarðarberjum eða bláberjamauki. Þá var á staönum neytendakönnun og gátu menn látið í ljós skoðanir sinar á hinum ýmsu ídýfum. -RR. sundfatnaður Sportvöruverslun Póstsendum Ingó/fs Óskarssonar Klapparstíg 44. — Sími 11783 VEYRARDEKK ;yttan ARASON TEKST ÍSLAND/ AÐ S/GRA V-ÞÝSKA R/SANN? ÍSLAND ÞÝSKALAND Á MORGUN föstudag 19. nóvember kl. 20:00 i Laugardalshöll STORSKYTTAN ERHARD WUNDERLICH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.