Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1982, Qupperneq 9
DV. FIMMTUDAGUR18. NOVEMBER1982.
Útlönd Útlönd
Courvoiser og Martell: 270 krónum ódýrara i eigin innflutningi.
Noregur:
Menn flytja sjálf-
ir inn sitt áfengi
Áfengisverslanir í Noregi eru lokaö-
ar vegna verkfalls starfsmanna og er
meira aö segja dregið í efa aö lausn á
þessum málum náist fyrir jól. En
neyöin kennir naktri konu aö spinna,
eins og þar stendur, og hefur Oli Norö-
maöur nú fundiö ráð til aö jólin verði
ekki alveg skraufþurr. Hann flytur ein-
faldlega inn sitt brennivín sjálfur.
Samkvæmt lögum má hver einstakl-
ingur sem kominn er á lögiegan aldur
flytja inn fjóra lítra af áfengi án þess
aö biöja um sérstakt leyfi. Hafa menn
óspart notfært sér þetta og flutt inn
áfengi frá V-Þýskalandi en þar er
áfengi mun ódýrara en á Norðurlönd-
unum. En viökomandi veröur þó aö
borga þaö háa tolla af innflutningi sín-
um aö samkvæmt upplýsingum frá
fulltrúa Afengiseinkasölu ríkisins
kemur út á eitt hvort áfengið er keypt í
Ríkinu eðaekki.
Hins vegar hefur komiö í ljós aö
þetta gildir aðeins um ódýrari tegund-
ir. Ef menn flytja inn þær tegundir
sjálfir frá V-Þýskalandi sem hvað rán-
dýrastar eru í Ríkinu sparast þó nokk-
ur upphæö. Sem dæmi má nefna að
flaska af franska koníakinu
Courvosier kostar í Ríkinu 830 krónur
en í eigin innflutningi 560 krónur. Með
því að flytja sjálfur inn flösku af viskí-
inu Chivas Regal sparast rúmlega 184
krónur.
Kötturinn hefur9líf
Kötturinn Sedgewick, sem á
heima í enska háskólabænum Cam-
bridge, hefur svo um munaö sann-
aö þá gömlu trú manna aö köttur-
inn á sér níu líf.
Sedgewick álpaöist nefnilega inn
á raforkustöð borgarinnar þar sem
hann fékk í gegnum sig 33000
volta straum. Rafmagnið fór af
hálf um bænum, tvær gamlar konur
festust í lyftu — en kötturinn hélt
lífi.
— Enhannleitúteinsogbrunnið
bQdekk þegar hann kom heim, seg-
ir eigandi hans, Ray Hammond.
Ný kjólasending
Hef opnað útibú í GRINDA VÍK, að Arnarhrauni 8.
Laugavegi 87 — Sími 10—5—10
Tískusýning
í glugganum laugardag kl, 11.30
Reykjavík:
Hjólbarðahúsið,
Skeifunni 11, sími 31550
Hjólbarðaþjónustan
Hreyfilshúsinu, Fellsmúla 24, sími 81093
Nýbarði sf.,
Borgartúni 24, sími 16240
Mosfellssveit:
Holtadekk sf.,
Bjarkarholti, sími 66401
Garðabær:
Nýbarði,
Lyngási 2, sími 50606
Kópavogur:
Hjólbarðaviðgerð Kópavogs
Skemmuvegi 6, sími 75135
sóluð smódekk
Þessi snjódekk eru sóluð eftir ströngum bandarískum staðli.
Þau hafa dúndurgóða spyrnu, endast von úr viti og eru öll með
hvítum hring. Þú ættir að hafa samband við næsta útsölustað og
tryggja þér gang því verðið er ótrúlega lágt.