Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1982, Page 15
DV. FIMMTUDAGUR18. NOVEMBER1982.
15
„Framsóknarmonn hafa fyllstu ástœðu tilþess að vera glaðir isinni". Mynd Róbert.
BREIÐHOLTI
SÍMI76225
MIKLATORGI
jSIMI 22822
Fersk blóm dagleaa.
HÚSEIGENDUR
Önnumst alhliða gluggasmíði;
franskir gluggar,
laus fög,
viðgerðir á gömlum gluggum,
glerísetningar.
Smíðum eldhúsinnréttingar, önnumst einnig
breytingar á gömlum innréttingum.
Uppl. á verkstæðinu daglega í síma 16980 milli kl.
10 og 12 f.h.
FAM
RYKSUGUR
Haukur og Ólafur
Ármúla 32 - Sími 37700.
Framsóknarmenn
eru glaðir
„Þaö var góö stemmning á þessu
flokksþingi,” sagöi Steingrímur
Hermannsson, að afíokinni sam-
kundu framsóknarbrodda og kemur
þaö alveg heim og saman viö
upplýsingar úr öörum áttum. Fyrir
siðasakir voru fáeinir bændur látnir
halda uppi lítilsháttar kurri á þing-
inu, því aö ekki þykir nógu gott af-
spurnar að flokksþing séu hallelúja-
samkundur, eins og Steingrímur
sagöi einnegin og haföi vissulega á
réttu aö standa hvað þaö snertir líka.
Þá var Olafur Jóhannesson
fenginn til þess aö ganga fram og
hengja miöflokksnafnbótina á sjálf-
an sig og Steingrim, á sama hátt og
krakkar voru aö laumast til aö
hengja öskupoka á vegfarendur i
gamla daga, þegar viö vorum allir
ungir og Framsóknarflokkurinn var
í rauninni miðflokkur og þurfti engan
öskupoka til aö sanna þaö.
En framsóknarmenn hafa fyllstu
ástæðu til þess aö vera glaöir í sinni.
Skoöanakannanir taka af öll tvímæli
um aö kjósendur flokksins eru
hreyknir af frammistööu hans í
ráðuneytum, þeir láta vel yfir
samruna flokksins við Alþýöubanda-
lagiö, horfa með karlmennsku á at-
vinnukerfið hrynja í rúst og taka
rýmun lífskjaranna meö því
aðdáunarveröa jafnaöargeði, sem
fyrrum fleytti íslenskum bændum
yfir ægilegustu þrengingar, sem fyrir
þessa þjóð hafa stigið.
Ryttukind og
bjöllusauðir
Framsóknarmenn hafa líka aöra
ástæðu til þess aö brosa gleitt og
vera glaðir, því aö þeir eiga drýgstan
þátt í aö mynda tveggja flokka kerfi
hér á landi: annarsvegar stendur
Sjálfstæðisflokkur sem einskonar
borgarabandalag, áþekkt frjálslynd-
um og íhaldssömum flokkum
Kjallarinn
Baldur Hermannsson
Noröurlanda og jafnaöannanna-
Qokki Helmut Schmidts; hinsvegar
stendur sameinuð breiöfylking Al-
þýöubandalagsmanna og Fram-
sóknarmanna, geysilega öQugt
bandalag sósíalista og samvinnu-
manna, náskylt sósíalistaQokkum og
kommúnistaQokkum Vestur-
Evrópu. Milliþeirra röltir svo krata-
flokkurinn smái, eins og ryttukind
milli tveggja bjöllusauöa, og eins
líklegt aö frosthörkur vetrarins ríöi
henniaöfullu.
Tveggja flokka kerfi af þessu tæi
er víðast hvar við lýöi á Vestur-
löndum og hefur margfalda yfirburði
gagnvart fjölQokkakerfinu, þar sem
allir vinna meö öllum og gegn öllum,
og kjósandinn veit sjaldnast fyrir-
fram hvaö hann er aö kjósa yfir sig.
Framsóknarmenn hafa unniö
sleitulaust að þessari tvískiptingu
árum saman og eiga heiður skilinn
fyrir það. Forystumenn flokksins
hafa lagt á þaö megináherslu, aö
hann sé vinstri fiokkur, formaöurinn
hefur lýst því yfir í eitt skipti fyrir
öll að hann muni aldrei mynda ríkis-
stjórn meö öðrum fiokkum en
Alþýöubandalagi, Alþýðuflokki og
brotthlaupsmönnum úr Sjálfstæðis-
flokki — sem sagt, vinstri stjórn og
annað ekki hvaö Steingrím áhærir.
Framsóknarmenn og
yfirbragð rússnesku
þjóðarinnar
Þessi þróun til sameiningar
Alþýöubandalagi og framsókn
hefur tekið langan tíma, eöa rúman
aldarfjórðung. Síðan 1956 hafa
alþýöubandalagsmenn og fram-
sóknarmenn snúiö bökum saman,
notiö sigurvímunnar saman í ríkis-
, stjóm, þolað þrengingar saman í
1 stjómarandstöðu, starfað bróöur-
lega saman í nefndum. ráöum og
félagasamtökum, boöiö fram sam-
eiginlega lista til sveitarstjórnar-
kosninga, ruglað saman reytum
sínum hvarvetna og nú er af
mörgum talið tímaspursmál hvenær
málgögn þeirra sameinist í eitt dag-
blaö.
Tímabiliö 1974-78 markaði svclitla
töf á þessari þróun, þá gerðu þeir
félag meö sér Geir og Olafur, en ekki
uppskar Framsoknarflokkurinn
annað en hörmungar og svívirðu
fyrir þaö afbrigöi.
Það gefur auga leið, aö svo náin
samvinna tveggja skyldra flokka í
jafn langan tíma hlýtur að móska
mörkin á milli þeirra og sú varö lika
raunin. Þaö fór fyrir Framsóknar-
flokknum eins og rússnesku þjóöinni
— vígdjarfir mongólar tóku land
hennar herskildi, undirokuöu hana
öldum saman og smám saman fékk
hún sjálf þaö mongólska yfirbragö,
sem hún hefur enn þann dag í dag. Á
sama hátt hefur Framsóknar-
fiokkurinn þegiö svip af sósíalistum
Alþýðubandalagsins, og allaböllum
hefur fyrir sitt leyti lærst aö opna
raufir til allra átta, þar sem áður var
girt fyrir.
I rauninni hafa þessir tveir
flokkar runniö saman í einn, þótt
fáeinir bændur kurri fyrir siðasakir
á flokksþingi og Olafur Jóhannesson
hengi öskupoka á sjálfan sig og for-
manninn.
Baldur Hermannsson
„í rauninni hafa Alþýðubandalag og
Framsóknarflokkur runnið saman í einn
flokk, þótt fáeinir bændur kurri fyrir siðasakir
á flokksþingi og Ólafur Jóhannesson hengi
öskupoka á sjálfan sig og formanninn,” segir
Baldur Hermannsson.
HÁRSNYRTiNG VILLA ÞÓRS
ÁRMÚLA 26 — REYKJAVÍK
PANTIÐ TÍMA í SÍMA 34878
PANTANIR
Sími
13010
HÁRGREIÐSLU-
STOFAN
KLAPPARSTÍG 29
GLERA UGNADEILDIN
Ausfurstræti 20 — Simi 14566