Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1982, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1982, Qupperneq 19
DV. FIMMTUDAGUR18. NOVEMBER1982. 19 Nýjar bækur Nýjar bækur Skúli Guðjónsson á Ljótunnarstöðum Hver liðin stund er lögð ísjóð Ut er komin hjá Skuggsjá minninga- bók Skúla Guöjónssonar á Ljótunnar- stööum sem hann hefur gefiö nafniö Hver liðin stund er lögð í sjóö. Skúli á Ljótunnarstööum er fyrir löngu þjóð- kunnur fyrir erindi sín í útvarpi, grein- ar sínar í blöðum og timaritum og þá ekki síst fyrir bækur sínar. Viröist því ástæöulaust að fjölyrða um nýja bók frá hans hendi, en þetta er sjötta bókin hans og enn kemur hann manni skemmtUega á óvart. Skúli segir hér m.a. frá barnaskóla- námi sínu, en kennari hans þar var Amdis Jónsdóttir sem þekktari er sem „Elskan hans Þórbergs”. Rekur Skúli á eftirminnilegan hátt kynni sín af henni, frá fyrsta fundi þeirra til hins síöasta. 1 þeirri frásögn kemur fram hvemig kynnum hennar og Þórbergs var háttaö. öll frásögn Skúla er meö þeim hætti aö maður sleppir ógjaman bókinni fyrr en aUt er lesið, — töfrar máls og stUs halda manni föngnum. Þetta er ein þeirra bóka sem menn lesa aftur og aftur — og aUtaf af jafnmikiUi ánægju. Hver liðin stimd er iögð í s jóð er sett í Acta hf., prentuð í Prenttækni og bund- in í BókfeUi hf. Káputeikningu gerði Lárus Blöndal. Bókin er 212 bls. og gef- in út hjá Skuggsjá. Lausnarorð eftir Marie Cardinal Ut er komin hjá Iðunni bókin Lausn- arorð eftir franska höfundinn Marie Cardinal. Snjólaug Sveinsdóttir þýddi. — Höfundur bókarinnar fæddist í Aisír áriö 1929 og ólst þar upp. Hún stundaði nám heima og í París og geröist síöan háskólakennari í heimspeki. Á fertugs- aldri tók hún að þjást af sálsýki sem smám saman magnaðist uns þar kom aö hún gekkst undir sálgreiningu. Frá henni segir í þessari bók. Vegna sál- greiningarinnar þarf hún aö gera upp fortíð sína, uppruna sinn, uppeldi og móður. Þeirri sjáifskrufningu lýsir sagan. Marie Cardinal býr nú í París og hef- ur samið fleiri bækur sem hlotiö hafa viöurkenningu og verið þýddar á mörg tungumál. Hún hefur veriö formaöur franska rithöfundasambandsins. Bók- in er 218 blaðsíður. Prentrún prentaði. Sýnir og sálfarir eftir Guðmund Jörundsson Ut er komin hjá Skuggsjá bókin Sýn- ir og sálfarir eftir Guðmund Jörunds- son útgerðarmann og skipstjóra. Guö- mundur er landskunnur athafna- og aflamaöur, einstakt prúömenni og drengskaparmaður sem allir sem til þekkja vita aö ekki hallar réttu máli. Guömundur er alinn upp í Hrísey þar sem Jörundur hákarlaformaður, afi hans, stundaði sjóinn og síöar Jörund- ur faðir hans sem einnig var kunnur sjómaöur og útgerðarmaöur. Guð- mundi kippir í kyniö, s jórinn varð einn- ig hans starfsvettvangur. Hann var at- hafnamaöur og farsæll skipstjóri og í forustusveit íslenskra útvegsmanna um nýja tækni og framfarir í sjávarút- vegi. En Guðmundur Jörundsson er einnig mörgum kunnur fyrir dulargáfur. Og þaö er sá þáttur úr lífi hans sem hann hér segir frá. Þessar dulargáfur telur hann sig hafa erft frá Kristínu Antons- dóttur, móöurömmu sinni, og þær hafa markað líf hans og mótað á margan hátt. Sýnir og sálfarir er 152 bls., sett og umbrotin í Acta hf., prentuð í Prent- tækni og bundin i Bókfelli hf. Lárus Blöndal geröi hlíf öarkápu og útgefandi erSkuggsjá. MSRÍNÖ L. STEfÁNSSOtf Manni litli í Sólhlíð eftir Marinó L. Stefánsson Bókaútgáfan Skjaldborg á Akureyri hefur nýlega sent frá sér Söguna um Manna litla í Sólhlíö. Höfundur hennar er Marinó L. Stefánsson, kennari í Reykjavík. Káputeikning og myndir eru eftir Arna Indriöason. Söguna um Manna litla í Sólhh'ö þekkja margir því aö hún hefur tvisvar verið lesin í morgunbamatíma Ríkis- útvarpsins og hlotið miklar vinsældir. Margir útvarpshlustendur komu að máli viö höfundinn og grennsluöust fyrir um hvort sagan yröi ekki gefin út. Hún er mjög læsileg og sett meö skýru og greinilegu letri. Fyrsti kafli hennar segir frá fjög- urra ára afmæli Manna litla, en þegar henni lýkur er Manni aö verða f jórtán ára. SKUGGSJÁ Elizabeth Taylor ástir, líf og leikur Ut er komin á vegum Iöunnar bókin Elizabeth Taylor, ástir, lif og leikur. Þetta er ævisaga hinnar heimsfrægu kvikmyndastjömu sem Kitty Kelley hefur skráö. Ingibjörg Jónsdóttir þýddi. I bókinni er rakinn litríkur ferill Elizabethar, jafnt í einkalífi sem á kvikmyndatjaldi um áratugaskeiö. Sem kunnugt er hefur þar gengið á ýmsu og um þau mál segir svo á kápu- baki m.a.: „Sjö sinnum hefur hún gengið í hjónaband, hvert öðru storma- samara. Hemjulaus ólifnaöur hennar og fimmta eiginmannsins, Richards Burton, olli þviliku hneyksli aö heims- sögulegir atburðir á stjómmálasviöinu féllu í skugga hans. Jafnvel Vatíkanið gat ekki látið hann óátalinn. Með kenj- um sinum og heimtufrekju gerði hún einn stærsta kvikmyndaframleiðanda heims nær gjaldþrota.” Eiizabeth Taylor, ástir, líf og leikur er stór bók, skiptist í 28 kafla, rúmar 300 blaðsíöur auk þrjátiu og tveggja myndasíöna úr lífi leikkonunnar og af henni í ýmsum frægum hlutverkum. Prentrún prentaði. ITTITPT.T.TJI. Boðsdagar hjá þremur stórþjóðum Ferðaþættir eftir Braga Sigurjóns- son, fv. ráöherra, eru komnir út hjá Skjaldborgu, Akureyri. Höf undur þeirra segir s vo í f ormála: „Þættirnir em að meginefni ritaöir þegar eftir hverja ferð og sumir birtir í vikublaöinu Alþýðumanninum á sínum tíma, en nú frískaðir upp með saman- burði viö skráöar dagbækur í hverri ferð. ..” Sagt er frá Bandaríkjaferð 1952, Kinaför 1956 og Rússlandsreisu 1973. I Bandarikjunum vora ferðafélagar Braga 11 blaðamenn frá þátttökuríkj- um Atlantshafsbandalagsins. Sam- ferða honum til Kína voru Jakob Benediktsson, Jörandur Brjmjólfsson, Magnús Jónsson, Brynjólfur Bjarna- son, Olafur Jóhannesson, Bjöm Þorsteinsson, Kristján Bender og Jón Helgason. En í Rússlandsreisu fylgdu Braga þeir Eysteinn Jónsson, Steinþór Gests- son, Garðar Sigurösson og Benóný Arnórsson. Bókin er prýdd fjölda ijósmynda af ferðalöngunum á f jarlægum stöðum. TEPPAHÖLUN Ármúla 22 — Sími 32501 Vönduð og ódýr teppi. Ágúst Einarsson útgeröarmaöur Baráttumaður ábyrgðar og skynsemi í atvinnumálum Ágúst á erindi á Alþingi Styðjum Ágúst í prófkjörinu SIMI18977 Studningsmenn OPIÐ PRÓFKJÖR Alþýðuflokksins 27. og 28. þ. m. Breytingunum lokið Full búð af nýjum vörum Barnakjólar: stœrdir 110—140. Verð kr. 792,- * Sendum ípóstkröfu Vellc°mið gwrocard um allt land. grciða m Fataverslun fjölskyldunnar hf. lcredltK Hamraborg 14 - 200 Képavogi - Simi 46080

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.