Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1982, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1982, Qupperneq 34
34 DV. FIMMTUDAGUR18. NOVEMBER1982. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Gunnar Hellström, leikstjóri Dallas og leikari, ásamt Agnethu Faltskog i kvikmyndinni Raskenstam. Kasanóva Svíþjóðar — ný sænsk mynd sem leikstjóri Dallas hefur gert Gunnar Hellström, leikstjóri Dallas- þáttanna hefur sent frá sér nýja kvikmynd sem á sænsku heitir eftir höfuöpersónunni Rackenstram en á ensku hefur hlotiö heitið Casanova of Sweden. Hellström skrifaði handritiö ásamt Birgitta Stenberg og leikur sjálfur aöalhlutverkið en meðal leikara er söngkonan fræga í Abba- flokknum, Agnetha Faltskog. Myndin fjallar um kvennaflagarann Raskenstam sem gerði garðinn frægan á árunum ’34—’45. Raskenstam er for- stjóri fyrirtækis sem framleiðir leg- steina. Flestum finnst hann vera ábyrgur og traustvekjandi maður og ekki efast neinn um heiðarleika hans. Og sér í lagi þykir konum hann vera traustvekjandi. En hann notfærir sér persónutöfrana til þess að hafa fé af konum. Hann telur ástkonum sínum trú um að hann sé vel fær um aö ávaxta fé þeirra og þær treysta hon- um. En hann er ekki einn á ferð í fjárplógsstarfsemi sinni. Það sem er að líkindum athyglis- verðast við mynd Hellström er það að hún byggir á sannsögulegum atburð- um. Árið 1934 voru sænsku blööin upp- full af fréttum um að Anders Gustaf Erikson forstjóri hefði haft stórfé af 30 konum. I mörgum tilfellum lofaði hann að giftast konunum en hafði í staðinn af þeim fé sem þær treystu honum fyrir. Erikson var dæmdur ítveggja og hálfs árs nauðungarvinnu. Löngu síðar eða árið 1943 birtust fréttir um það í Svíþjóö að 42 ára gamall forstjóri, Anders Rackenstam, hefði leikiö sama leikinn. Var hann kallaður „mesti hjónabandssvindlari Svíþjóðar” og „maðurinn með 105 kærustur”. Og vitaskuld voru Anders Gustaf Erikson og Anders Raskenstam einn og sami maðurinn. Anders Raskenstam/Erik- son var dæmdur í fangelsi enn á ný. Á meðan hann var i fangelsi kvæntist hann og fékk að skipta um nafn eina ferðina enn. En í raun og veru naut hann lítt eða ekki góðs af öllu því fé sem hann hafði af konunum. Það var nefnilega annar maður sem kúgaði fé út úr honum. Saga Raskenstam/Erikson er nú orðin að kvikmynd og er ekki að efa að húnverðurvinsæl með Hellström við stjórn og þekktar sænskar leikkonur í aðalhlutverkum. Muna ekki allir eftir J. Paul Getty m? Hann er sonarsonur J. Paul Getty heitins sem var talinn ríkasti maður heims fyrir nokkrum árum. Þrátt fyrir auðæfi ættar hans hefur ungi maðurinn aldrei fengið að njóta þeirra. Hann hefur einungis liðið fyrir ríkídæmi skyldmenna sinna. Sem kunnugt er var Paul rænt árið 1973 og vakti það heimsathygli á þeim tíma. Afi hans neitaði að greiða mannræningjunum lausnargjaid og skáru þeir þá eyrað af Paul og sendu ættingjum hans í pósti. Og þá pungaði afinn út stórfé. Vandamál Paul byrjuðu er foreldr- ar hans J. Paul Getty II og Gail Harris skildu árið 1970. Upp frá því lenti hann í óreglu. Drakk mikið og notaöi eiturlyf og lenti í ýmsum vandræðum, klessukeyröi bíla, var handtekinn fyrir að kasta bensín- sprengju að lögreglu í mótmælaað- gerðum, varð aö sitja fyrir nakinn fyrir kvennatimarit til að haia sér inn pening og svo f ramvegis. J. Paul Getty fékk slag ekki alls fyrir löngu vegna o&iotkunar áfengis og eiturlyfja. En faðir hans, einn af ríkustu mönnum heims. hefur neitað að greiöa sjúkrakostnaðinn, og sér ekki fyrir endann á málsóknum á hendur honum vegna sjúkrareikn- inga. J. Paul Getty m komst í ónáð hjá fjölskyldu sinni er hann gifti sig 17 ára gamall og honum hefur aldrei verið fyrirgefíö að vilja stjóma lífi sínu sjálfur. Hann hefur fengið að kynnast öllum ókostum þess að vera ríkur og frægur en fáum eða engum J. Paul Getty III ásamt konu sinni og börnum. J. Paul Getty III ligg- ur enn á sjúkrahúsi — faðir hans vill ekki borga sjúkrahúsreikningana kostum. Hann hefur aldrei náð sér eftir að honum var rænt. Og líf hans allt frá þeim hörmulega atburði hefur verið samfelldur harmleikur. Nú liggur hann á sjúkrahúsi í Róm, nánast mállaus, lamaður og blindur. Og faöir hans hefur neitað að greiða kostnaðinn. Móðir J. Paul Getty III hefur staðið fyrir málshöföun á hendur fóöumum og lét dómari nokkur þau orð falla að faðir hans ætti að skammast sín fyrir að láta ekki örlítinn hluta af auðæfum sínum renna til þess að sonur hans lifi áfram. / fíjótu bragði eru þær Grace og Cheryl ekki tíltakanlega Ukar. Cheryl Ladd mun leika Grace Kelly i bandariskri m ynd. Fyrst var það Bette, Mae og nú Grace — vinsæltað gera myndir um kvikmyndastjömur I Bandaríkjunum ber mikið á ýmsum myndum um frægar kvikmyndastjörnur og þykir þaö benda til að Hollywood sé endanlega búin með allar hugmyndir þegar kvik- myndimar fjalla um kvikmynda- stjömurnar s jálfar. Við höfum sagt frá myndum sem eru í bígerð um Eliza- beth Taylor, Bette Davis, og Mae West. Og enn bætist við listann. Nú standa yfir tökur á mynd sem fjallar um iíf leikkonunnar og síðar furstafrúarinn- arGraceKelly. Aðalhlutverkið, Grace sjálfa, mun Cheryl Ladd leika. Hún er nokkuö þekkt leikkona í bandarísku sjónvarpi, til dæmis leysti hún Farrah Fawcett af í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum „Charlie’s Angels”. Jaggerreiður kærustunni fyrrverandi Mick Jagger og kærasta hans, Jerry Hall, hafa slitið samvistum. Að sögn vina Jaggers er hann mjög reiður yfir því hversu opinská Jerry hefur verið við blaöamenn um sambandsslit þeirra. Jerry Hall er sögð hafa átt ástar- samband með milljónamæringi nokkr- um, Robert Sangster, en bæði hann og eiginkona hans eru mjög reið yfir fregnumumþað. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.