Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1982, Page 35
DV. FIMMTUDAGUR18. NOVEMBER1982.
35
Ásdis Loftsdóttir sýningarstúlka ávarpaði Unni Arngrimsdóttur á 20 ára starfsafmæli hennar og færði henni blómvönd.
Sviðsljósið
Sviðsljósið,
DV-myndir EinarÓlason.
Módelsamtökin sýndu hinn fjölbreytilegasta fatnað á starfsafmæli Unnar, ...tH virðulegs klæðnaðar brúðhjóna.
allt frá jogging-fötum....
Unnur Amgrímsdóttir held-
ur upp á 20 ára starfsafmæli
— Módelsamtökin kynntu starfsemi sína og sýndu fatnað frá 14 fyrirtækjum
Módelsamtökin kynntu starfsemi
sína á skemmtistaönum Broadway á
dögunum. Aö sögn Unnar Arngríms-
dóttur eru 20 ár liðin frá því aö hún
byrjaöi í bransanum, eins og hún
oröaöi þaö, en Módelsamtökin koma
ekkifyrren síöar.
„Viö vorum aö kynna starfsemi
okkar þama á Broadway en hún er
fólgin í tískusýnmgum, auglýsinga-
myndatöku og svo námskeiöahaldi
fyrir konur og karla,” sagði Unnur
Amgrímsdóttir í samtali viö DV. „Við
erum meö 40 manna hóp núna. Auðvit-
að eru konur þar í miklum meirihluta
en viö eram á öllum aldri. A Broadway
var sú elsta sem sýndi tæplega fertug
en yngsta manneskjan sem sýndi meö
okkur í þetta sinn var fjögurra ára
gamaltbam.”
Unnur sagöi aö á 20 ára starfsafmæli
hennar, sem haldiö var upp á á Broad-
way meö kynningarkvöldi, heföi verið
sýndur fatnaöur frá 14 fyrirtækjum í
Reykjavík.
ás.
STYKKIS- 1 Leikfélagið Grímnir
H01MUR! 1 setur upp Skugga-Svein
— rúm öld síðan leikritið var fyrst sett upp í Hólminum
Leikfélagiö Grímnir í Stykkishólmi
tók nýlega til sýningar leikritið
Skugga-Svein eftir Matthías Jochums-
son. Leikstjóri sýningarinnar er Jón
Júlíusson, ljósameistari er Kristinn
Daníelsson og gerð leikmyndar sá Jón
Svanur Pétursson um. Þeir þrír eru
allir reyndir menn úr atvinnuleikhús-
unum á höfuðborgarsvæðinu en sá
síöastnefndi er fæddur í Stykkishólmi
og tók þátt í uppfærslum Grímnis á
árunum 1967—1972 en hefur verið fast-
ráðinn leiktjaldamálari viö
Þjóöleikhúsiö síðastliöin sjö ár.
Alls taka sextán leikarar þátt í
sýningunni en aðalhlutverkið, Skugga-
Svein, leikur Eyþór Lárentsínusson.
Leikritiö samdi Matthías Jochums-
son upphaflega áriö 1861 og hét það þá
Utilegumennirnir en hann endursamdi
það þrisvar og hlaut þaö um síöir
nafnið Skugga-Sveinn.
Matthías sagði um leikrit sitt i bréfi
til Steingríms Thorsteinssonar: „Þó
þetta rit mitt sé í raun og veru ómerki-
legt, gjöröi það þó hvínandi lukku, ég
var æptur fram á senuna, og klappaö
yfir mér, svo ég varö áttaviltur.”
Og enn gerir Skugga-Sveinn
hvínandi lukku því aö sýningunni hefur
verið tekiö mjög vel. Auk Stykkis-
hólmsbúa hafa áhorfendur komið frá
nærliggjandi sveitum á Snæfellsnesi í
Félagsheimiliö í Stykkishólmi þar sem
leikritiö er sýnt.
En þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Skugga-Sveinn og félagar gera það
gott í Stykkishólmi. Fyrir rúmum
hundraö árum eöa veturinn 1880—1881
voru Utilegumennirnir fyrst sýndir
þar og fór Sveinn Jónsson snikkari,
bróöir Björns ráðherra, með hlutverk
Skugga-Sveins. Frú Clausen, kona
dönsk að ætt og menntun, mun hafa
leiðbeint leikemjum. Skugga-Sveinn
var alltaf leikinn meö fárra ára milli-
bili í Stykkishólmi og voru sýningar í
þá daga kallaðar, ,kómedíuspil”.
Sem sagt: Skugga-Sveinn lætur enn
á sér bæra í Stykkishólmi rúmri öld
eftir aö Stykkishólmsbúar settu upp
leikinnífyrsta sinn.
ás.
A triði úr Skugga-Sveini. D V-mynd: Bæring Cecilsson.