Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1982, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1982, Qupperneq 40
tHOKlAD -umboöið. Sími 20350. Fást hjá' flestum úrsmiðum. FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1982. Keldnalandið: „Bjartsýnn á samkomulag” „Ég er mjög bjartsýnn á aö sam- komulag náist milli menntamálaráöu- neytisins og Reykjavíkurborgar um Keldnalandið,” sagöi Davíð Oddsson borgarstjóri í samtali við DV. Davíð sagði að þegar hefði verið haldinn einn viöræðufundur og hefðu aöilar nálgast sjónarmiö hvor annars. ■ ,,Ég á ekki von á að það taki langan tíma að semja um þetta framtíðarland Reykvíkinga,” sagði borgarstjóri. Nefnd menntamálaráðuneytisins hefur sett fram áætlun um landrýmis- þörf rannsóknastofnana Háskóians, at- vinnuveganna og tilraunastöðvar í meinafræöi. Nefndin telur að þörfin sé 170 hektarar. „Það eru settar fram ýtrustu óskir,” sagði borgarstjóri „en mér sýnist allt benda til að þau tvö meginsjónarmið aðila, sem uppi eru, verðiunntaðsameina.” -óm. „Krafaokkarerað samningarnirfráí sumarstandi” - segir formaður Félags bókagerðarmanna „Það er verið að dreifa atkvæöaseðl- um vegna allsherjaratkvæðagreiðslu um ódagsetta verkfallsheimild handa stjórn og trúnaðarráði,” sagði Magnús Einar Sigurðsson, formaður Félags bókagerðarmanna í samtali við DV. Magnús sagði að atkvæðagreiðslunni lykiá þriðjudag. „Launaliðir samninga okkar eru lausir og það má seg ja að það sé aöeins ein krafa hjá okkur: aö samningarnir frá 16. júlí standi út samningstímabil- ið. Það hefur verið krukkað í þessa samninga með bráðabirgðalögum og óheyrilegri dýrtíð undanfarið,” sagði Magnús. Hann sagði ennfremur að þeir hefðu átt nokkra fundi með at- vinnurekendum sinum en enginn árangur væri í sjónmáli af þeim viðræðum. Hann sagðist búast við að rikissáttasemjari boðaöi nýjan fund mjögbráðlega. ás. MAÐURINN SEM LÉST Vörubílstjórinn sem lést í slysi á Blönduósi síöastliöinn þriðjudag hét Páll Stefánsson, til heimilis að Aðal- götulOBlönduósi. Hann fæddist 7. september 1912 og var því sjötugur er hann lést. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú böm. LOKI Nú reynir á kvenhylli Vimma. Atökin magnast í Þelamerkurskóla: RAÐ)1ERRAt|N RAK SKOLASTJORANN hef ur ekki verið fundið að mínum störfum, segir skólastjóri Skólastjórí Þelamerkurskóla í Hörgárdal í Eyjafiröi var leystur frá störfum sL þriðjudag. Eins og DV skýrði frá 4. október síöastliöinn hafa stöðug klögumál gengið í skól- anum um langt skeið milli skóla- stjórans, Sturlu Kristjánssonar, og eins kennarans, Kjartans Heiðberg. Menntamálaráðuneyti tókst að lægja öldumar um tíma og var gert sam- komulag til að tryggja friðinn. Þaö hefur nú farið út um þúfur. DV náði í morgun tali af skóla- stjóranum: „Máliö ertiltölulega ein- falt. Eg fæ yfirhalningu og ádeilu frá einum kennara sem i raun telur sig tala í nafni fleiri aðila. Eg visa mál- inu tíl skólanefndar og það fer síðan til fræðslustjóra og ráðherra. Skóla- ne&id gerir ályktun 24. ágúst þar sem ásakanir í garð skólastjóra em sagðar byggðar á misskilningi. Tveir kennararnir ítreka síðan í september sömu ásakanir, sem ég vísa til réttra umfjöllunaraðila. Það eru þeir sem klúðra málinu. Á sínum tíma gefur ráðherra út yfirlýsingu um að ég hafi fullan rétt til að vinna mína vinnu. Sjö dögum síöar skrifar hann annað bréf, föstu- dag 29. október, ásakar mig þar ein- hliða og gefur mér kost á að segja af mér. Ég neitaði, en fékk 2ja vikna leyfL Um helgina er kjördæmisþing framsóknarmanna á Húsavík, en ég fæ bréfið ekki afhent fyrr en eftir það, semerathyglisvert.” Ennfremur sagði Sturla að ráð- herra hefði undir höndum kærur kennara hvers á annan um bruggun og meðferð áfengis í skólahúsinu og skríflega játningu eins þeirra um aö hafa keypt áfengi fyrir nemendur sína. Hafi hann haft gögnin í margar vikur en ekkert gert. „Eg fæ engar skýringar á þessari brottvikningu í bréfi ráðherrans 16. nóvember. Það hefur aldrei verið neitt fundið að störfum mínum en hins vegar veriö brotið á mér,” sagði SturlaKristjánsson. Ekki náðist í Ingvar Gíslason menntamálaráðherra í morgun. -JBH Lyfturnar í Bláfjöllum opnaðarum helgina? „Við erum svolítið bjartsýnir um að geta opnað lyfturnar í Bláfjöll- um um helgina, en þó ekki vissir,” sagði Stefán Kristjánsson, íþrótta- fulltrúi Reykjavíkurborgar. „Upp- frá er allt í viðbragðsstöðu, ef snjór skyldi tolla. Þetta er þó á mörkun- um. Snjórinn sem fallið hefur er léttur og hætt er við að hann tolli ekki vegna roks. En nú sjáum við til.” -FG Málleysinginná sinnloðfeld — en maðurinn verður að klæða af sér kuldann Málleysinginn hefur sína eigin vörn gegn kuldanum, loðfeldinn. Mennirnir, með sitt nakta skinn, hafa með kænsku sinni getað aðlagast aðstæðum. Þeir klæða af sér veturinn, gjarnan með því að nýta sér loðfeldi dýranna. Myndina tók Einar Olason í Laugar- dalnum í gær en jörð í Reykjavík er nú alhvít, í fyrsta sinn í vetur. Vilmundur úr Alþýðuflokknum: FYRSTA MÁL BANDALAGS JAFNAÐARMANNA Á ÞINGI - þingmaðurinn ber víurnar í kvennafram- boðsfólk. Ýmsar aðrar „þreifingar” í gangi Vilmundur Gylfason alþingismað- ur gekk í gær úr þingflokki Alþýðu- flokksins og lýsti yfir að hann mundi ganga úr Alþýðuflokknum í dag. Vilmundur hefur síöustu daga ver- ið í athugunum og þreifingum, að sögn eins félaga hans í morgun. „Málin skýrast ekki fyrr en að nokkrum tíma liðnum,” sagði þessi heimildarmaður DV. Meðal „þreif- inganna” hefur það veriö að Vil- mundur leitaði um stuðning til Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur, borg- arfulltrúa Kvennaframboðs, en fékk þar synjun. Vilmundur mun telja sig eiga vonir um stuðning hjá ýmsum sem kusu Kvennaframboö í borgar- stjómarkosningunum. DV tókst ekki að ná tali af V ilmundi í morgun. Vilmundur mun á Alþingi í dag leggja fram sitt fyrsta mál í nafni Bandalags ja&iaðarmanna og til- kynna þar úrsögn sína úr Alþýðu- flokknum. -HH Iffímundur Gytfason alþingismeð-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.