Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1982, Blaðsíða 7
DV. LAUGARDAGUR 27. NOVEMBER1982.
7
Fjörutíu og
fiórar ínrrkur
vid f æöingu!
Móöirin með nokkuna vikna gamait bam sitt, som
er það þyngsta sem nokkurn tima hefur komist lif-
andi i heiminn.
•auieiaiAi Aa|jii|s ’ll
'pooMjse^ Juijq 'oi
■U8AIN p;abq e
■ jeuBe/w }jaqoy '8
-jeuuAjg |nx 'i
■SB|6noQ >)j;>| -g
-su;||03 ueop -g
•ueuiBjeg pu6u| -þ
ueAg ■£
•ejoo|/u jeBog *z
•ejje^sv pajj 'l.
:„uinujol}s
pe npjn uias
ujpg“ P!A joas
Súperbamið Sithandive Simane var
svo stórt við fæðingu að hjúkrunar-
konurnar er tóku á móti því flúðu i of-
boði út af fæðingardeildinni. Bamið vó
hvorki meira né minna en ellefu kíló
við fæðingu, eða fjörutíu og fjórar
merkur.
Sithandive Simane fæddist þann tutt-
ugasta og fjóröa maí siðastliöinn í
Suður-Afríku, og eins og að likum lætur
hefur þessi ógnarþyngd hvítvoðungs-
ins verið færð inn i heimsmetabók
Guinnes sem þyngsta og stærsta barn
er nokkum tíma hefur komist lifandi í
heiminn. Stærð þess er enda þrisvar
sinnum meiri en eðlilegs barns.
Á fyrstu vikum sinum drakk Sit-
handive á við bam á öðm ári. Að öðm
leyti þroskast Sithandive — en nafnið
ku þýða hinn blessaði — á eðlilegan
hátt og dafnar sem hvert annað unga-
bam.
Móöir drengsins heitir Christina og
er þrjátíu og þriggja ára gömul og er
ættuð frá Tabankulu, Transkei í Suður-
Afríku, ef einhver skyldi veröa fróð-
ari. Á meðgöngutímanum kenndi hún
ekki neins meins þrátt fyrir síaukna
þyngd þess fósturs er hún bar. Að vísu
var hún farin að lýjast nokkuð á ní-
unda mánuði en þar eð þetta var henn-
ar fyrsta bam og læknisfræðsla erekki
ýkja mikil meðal svartra í heimalandi
hennar taldi hún að þreytan væri eðli-
legur fylgifiskur meðgöngunnar.
Þegar hún var lögö inn á fæðingar-
heimilið kom lækninum fljótt í hug
hvers kyns væri, hvað væri á leiðinnl
Sithandive var því eölilega tekinn með
keisaraskurði.
„Þær rannsóknir sem ég gerði á
móðurinni skömmu fyrir bamsburðinn
bentu vissulega til þess að bam hennar
væri í stærra lagi,” segir læknirinn,
„en að það væri jafnstórt og raunin
varð kom mér vissulega engan veginn
til hugar. Eg var fljótur að þylja ein-
hverjar bænir upp úr mér þegar baraið
leit dagsins ljós i von um að það hjálp-
aði eitthvað við fæðinguna. Fyrsti
grátur barnsins var hár en dimmur og
það var nóg til þess að hjúkrunar-
konurnar flýðu af hólmi, enda höfðu
þær aldrei kynnst öðm eins.”
Móðir Sithandive segir frumburð
sinn hegða sér á mjög líkan hátt og
önnur ungböm geri. Hún játar þó að
hann drekki heldur meiri mjólk en
önnur börn á hans aldri geri og öllu
þyngra sé að halda honum i örmum
stoum en eðlilegt geti talist miðað við
nokkurra mánaða gamaltkrili.
Við fmðingu reyndist Sithandive
vera þrisvar sinnum stærri en al-
mennt gorist um nýfædd börn.
sem hlustandi er á...
SONY HIGH-TECK 200 samstæöan er ekki bara stórglæsileg heldur
býöur hún líka upp á margt þaö nýjasta og besta frá SOHY.
• Beindrifinn, hálfsjálfvirkur plötuspilari.
• 2 x 30 sínus vatta magnari meö tónjafnara og innstungu fyrir Digital Audio Disc.
• 2ja mótora kassettutæki meö rafeindastýröum
snertitökkum, Dolby, lagaleitara o.s.frv.
• 3ja bylgju útvarpi FM steríó, MB, LB.
• 2-60 vatta hátalarar.
• Skápur á hjólum meö glerhurö og glerloki.
Ævintýralegt jólaverö,
aöeins 18.950.00 stgr.
m
JAPIS hf.
Sendum gegn póstkröfu.
Brautarholt 2
Sími 27133
P.s. Mú slær fjölskyldan saman í veglegan jólaglaöning.
Reykjavík