Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1982, Blaðsíða 16
DV. LAUGARDAGUR 27. NOVEMBER1982.
Viðfangsefni skálda eru jafn
margvísleg og þau eru mörg.
Ástæða er þó til að ætla að eitt yrkis-
efni hafi orðið þeim oftar að ljóði en
önnur; vegurinn, ellegar gatan í
sínum óendanleik. Og víst er að eng-
in tvö skáld líta þennan hlut sömu
augum. Það er því í fjölskrúðugan
sjóð að sækja þegar tínd eru til veg-
ljóð okkar andans meistara.
Það báðum við Dagnýju Kristjáns-
dóttur cand. mag. og íslenskukenn-
ara við Verzlunarskóla íslands að
gera. Og hvers vegna hún valdi þau
fimm hugverk sem hér getur að lesa
á síðunni fremur en önnur, segir hún
okkur í eftirfarandi máli.
Það er ekki skrýtið þó að skáldum hafi verið tíðort
um veginn; sumum er eirðarleysiö í blóð borið, þeir
kunna best við sig á þjóðveginum, á flakki, á meðan
aðrir vilja helst ekki hreyfa sig út fyrir sína heima-
sveit.
Sögunni hefur verið líkt við vegferð eins og Jónas
Hallgrímsson gerir þegar hann spyr: „Höfum við
gengið til góðs götuna fram eftir veg ? ” Og stundum
er lifi okkar likt við vegferð. Við getum valið hvort
við göngum hinn breiða, beina og syndum spiilta
veg og lendum í helvíti, að sögn kristinnar kirkju —
eða göngum mjóa, krókótta og dyggöum prýdda
veginn sem veitir okkur himnaríkisvist að lokum.
En vegirnir sem okkur bjóðast geta verið fleiri en
tveir og þeir geta legið til allra átta og vissa okkar
um það, hver sé hinn rétti vegur, getur orðið að
vafa. Um þetta yrkir Hannes Pétursson í ljóðinu
Einræður. Steinn Steinarr, sá hinn mikli meistari
myndmálsins, yrkir líka um veginn sem líf okkar í
hinu torskilda ljóði Vegurinn og tfaninn.
Götur borganna hafa lika orðið skáldum að yrkis-
efni. Við götuna standa húsin og í húsunum býr alla
vega fólk, vemdað og pattaralegt í hlýjunni — á
meðan skáldið gengur eftir götunni og horfir á húsin
og veit ekki hvort það sjálft er ókomið eða farið eins
og Sigurður Pálsson segir í Götuljóði. Stundum má
sjá stúlku eða ungan mann hlaupa eftir götimum,
hrædd og örvæntingarfull, af því að þau hafa týnt
elskunni sinni. Því miður hafa elskendur alltaf öðru
hverju verið að týna hvort öðru og um það orti
meðal annarra einhver óþekkt stúlka fyrir mörg
hundruð árum í Palestínu undurfallegan kafla úr
Ljóðaljóðunum.
Góðborgarar spássera eftir götunum og eru vel
með sig, sýna sig og sjá aöra, og sumir eru að fara á
stefnumót eða í heimsókn til vina sinna. Mannlífið á
götum borgarinnar er margbreytilegt en fæstir gefa
sér tíma til að horfa á það nema skáldin. Kannski á
þetta skáld hvergi heima nema á götunni eins og
Ásta Sigurðardóttir lýsir í smásögu sinni Gatan í
rigningunni. Og nú gef ég orðið þessum óliku skáld-
um sem hér hafa verið nefnd — við skulum sjá
hvemig þau yrkja um veginn hvert á sinn hátt.
VEGURINN OG TIMINN
GÖTULJÓÐ
Tíminn
leggur hvítar hendur sínar
gfir regngljáðan veginn.
fátt eitt verður mér að veruleika
ganga undir laufkrónum
á götum í golu og hlýju
Og vegurinn smýgur
út úr höndum tímans
eins og blásvartir fiskar
í glœru vatni.
Og einfœttir dagar
hinna fjarvíddarlausu drauma
koma hlæjandi
út úr hafsaltri rigningu
eilífðarinnar.
Og tíminn stendur kgrr
meðan vegurinn rennur
út úr höndum hans
í tvœr gagnstœðar áttir.
(Steinn Steinarr úr Ýmis ljóð)
hvergi greini ég fugl í trjánum
ókomnir eru þeir eða farnir
líkt og mér finnst á köflum
vera málum háttað
með sjálfan mig
fátt eitt verður mér að veruleika
ég sé ekki að fólkið sjái mig
en sjálfur sé ég mig greinilega
þar sem ég staldra við
og horfí. beinlínis á sjálfan mig
horfa á húsið
þar sem ég hef sofíð í rúminu
og jafnvel á gulum gólfdúknum
fátt eitt verður mér að veruleika
ég fínn sjálfan mig standa þarna
ókominn söngur fuglanna í eyrum;
horfí á sjálfan mig horfa á húsið
ég er ekki frá því að ég muni óglöggt
stúlku í rökkrinu íþessu húsi
hár hennar bak og herðar
um þetta fullyrði ég samt ekki neitt
þó veit ég að hún er farin
eða kannski ókomin ég veitþað ekki
(Sigurður Pálsson úr Ljóð vega salt)