Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1982, Blaðsíða 15
DV. LAUGARDAGUR 27. NOVEMBER1982.
15
Þorsteinn Jénsson gefuur
ættfrædiáhugamöimiim
hagnýtar leiöbeiningar
í nýstórlegri bök
skrá allar sínar formæöur og for-
feður í 9 ættliði eða aftur að manntal-
inu 1703 sem er fyrsta allsherjar
manntal ó Islandi. Það byggir á al-
þjóðlegu, ákaflega myndrænu, töflu-
kerfi.
— Einnig er í bókinni annað form
þar sem hægt er að skró forfeður og
formæður í beinan ættlegg allt aftur
fyrir daga landnámsmanna, ásamt
fjölskylduskrárkerfi, sem er alveg
nýtt kerfi. Þetta er eins koncu- niðja-
talskerfi sem hefur smám saman
verið að þróast. Þar getur bókar-
eigandi t.d. tekið langafa og lang-
ömmu og skráð alla þeirra af-
komendur. Svo má taka frændur og
frænkur þar til komið er nokkuð
myndrænt yfirlit yfir ættboga og
frændlegg.
— Ætlast er til að viökomandi
skrái þær heimildir sem hann notar í
bókina og einnig fylgir henni skrá
um þau heimildarrit sem fyrir eru í
ættfræði. Þetta eru tæplega 400 bóka-
titlar og ættu að ná nokkurn veginn
yfir það sem skráð hefur verið um
íslenska ættfræði.
Af rangt feðruðum
börnum
— Hvaða gildi hefur ættfræðin helst
semfræðigrein?
— Hún er auðvitaö afar mikilvægt
hjálpargagn til aö skilja íslenska
þjóðarsögu. Með því að skyggnast
inn í liðna tíð og skoða líf forfeðranna
eykst skilningur manna á eigin sögu,
baráttu f ólksins fyrir líf inu og tengsl-
um ætta á milli, sem vissulega segir
manni ýmislegt. Einnig er ættfræðin
nauðsynleg við félagsfræði- og
læknisfræðilegar rannsóknir. Nú, og
svo má taka hana sem skemmtilega
dægradvöl. Að því leyti er ættfræðin
hættuleg, sá sem fer að kafa djúpt í
hana verður hreinlega eins og
dópisti, hann getur ekki hætt!
— En nú er vitað mál að börn hafa
löngum verið rangt feðruð. Rýrir það
ekki gildi ættfræðinnar sem fræði-
greinar?
— Aðeins hvað rannsóknir á sviði
læknisfræði og kynfræði snertir. Það
má e.t.v. segja að maður geti aldrei
fullkomlega reitt sig á að börn séu
rétt feðruð. Aö því leyti er ættfræðin
kannski meira í ætt við spennandi
púsluspil en hávisindalega fræði-
grein. En það breytir engu um staö-
reyndir í sambandi við líf fólks, kjör
þess og aðbúnað eða yfirleitt þá
heildarmynd sem við erum oft að
leitast við aö finna á sjálfum okkur
með því að kanna lífsferil forfeðra
okkar og formæðra.
J.Þ.
FÖÐURÆTT MÓÐURÆTT
Blaðsíða i
Ættarbókinni.
Lesandinn
getur spreytt
sig á að
færa inn þrjá
ættliði. Hann
byrjar á að
skrá sjálfan
sig i neðsta
reit, siðan
foreldra,
ömmur og
afa, og loks
langömmur
og langafa i
efstu dálk-
ana átta.
skipulegan hátt.
DV-mynd: Einar Ólason.
veitirylinn
OFNASMIÐJA
NORÐURLANDS
KALDBAKSGÖTU 5,
SÍMI (96)-21860
AKUREYRI
• RUNTAL-ofnar eru fram-
leiddir úr þykkasta stáli og
með lokum, sem
jafna hitagjöf og langa
endingu.
• Vinna og efniskaup við
lagningu RUNTAL-ofna er
hagkvæmari.
• RUNTAL-ofna er hægt að
staðsetja hvar sem er.
• Viðurkennd gæðafram-
leiðsla
• Fljót og góð afgreiðsla.
O.N.A. ofn,
rennslismynd
Loka