Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1982, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1982, Blaðsíða 27
DV. LAUGARDAGUR 27. NOVEMBER1982. 27 érstæð sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð honum frá því aö eiginmaöur hennar heföi hótað henni lífláti ef hún segði nokkuö frá moröinu. En meginástæðuna fyrir því aö hún heföi ekki sagt frá fram til þessa sagöi hún vera þá, aö Masterson hefði lofað aö koma henni til hjálpar og segja sannleikann ef eitthvað henti hana. „Eg hef nú beðiö eftir honum hér í fangelsinu i þrjá mánuði án þess að nokkuö geröist,” sagði hún viö Conover. „Réttarhöldin eru eftir aðeins þrjá daga og ég er orðin sannfærö um að hann ætlar aö láta mig taka út refs- ingu fyrir glæpi sem ég framdi ekki.” Hún lýsti síöan atburöarásinni þannig að þau hefðu veriö aö drekka saman þennan umrædda dag. Síðdegis heföu þau orðiö uppi- skroppa með bland i vínið og óku þá aö verslun Hoffers, þar sem Masterson sagðist geta fengiö vörur út á krit. Þau heföu lagt bílnum á bak við verslunina og hann hafi farið inn til aö versla, en hún beiö í bílnum á meöan. Eftir tíu minútna biö sagöist hún hafa verið oröin óþolinmóö og farið út úr bílnum og inn um bakdyr verslunarinnar. Viö þröskuldinn steig hún á gosdrykkjarflösku sem hún beygði sig niöur eftir og tók upp. En þegar hún reis upp aftur sá hún hvar Masterson stóð aöeins innar í versluninni og var aö berja á einhverjum með flösku. Hann sneri í hana baki. Þegar hann varö hennar var kom hann hlaupandi, reif flöskuna úr hendi hennar og skipaði henni aö fara aftur út í bílinn. Þar beið hún í fimm mínúrur áöur en eiginmaöur hennar kom aftur út úr versluninni. Hann hafi aöeins sagt: „Gamli maðurinn sparkaöi i mig,” þegar hann kom inn í bilinn og síðan heföi þessi atburður ekki veriö til frekari umræðu. Hún sagöi að síðan heföi þau farið til systur hennar þar sem hann heföi þvegið blóðiö af hendinni ogbundiðumsáriö. Morðinginn ioks handtekinn Þann 27. ágúst 1981 var Russell Masterson handtekinn og ákæröur fyrir morðið á Elmer Hoffert. Kona hans var hins vegar látin laus skömmu síöar þar sem morðákæran var felld niður, en hún var hins vegar ákærð fyrir aö leyna upplýsingum og villa fyrir lögreglunni viö rannsókn á morömáli. Þann 5. janúar 1982 kom saman kviödómur skipaður tfu körlum og tveimur konum til aö vera viðstadd- ur réttarhöldin í máli ákæruvalds- inss i IUinois-fylki gegn Russell Masterson fyrir moröið á Elmer Hoffert og rán í verslun hans. Masterson játaði sekt sína fyrir rétt- inum og af þeim sökum voru aörar ákærur en morðákæran feUdar niöur. Eftir ellefu klukkustunda umþóttunartíma komst kviðdóm- urinn að þeirri niöurstöðu aö Masterson væri sekur um morö og rán og lagði til að hann yrði dæmdur til lífláts. Dómarinn kvað upp dóm sinn þann 24. febrúar. I dómsorði sínu sagöi hann að þótt hægt væri að dæma Masterson til dauða samkvæmt lögum, hefði hann ákveðið að taka tUUt tU þess aö hinn ákæröi heföi ekki áður verið fundinn sekur um morö eöa líkamsárásir. Dómur hans hljóöaði því upp á lífs- tíöarfangelsi, án réttar til náöunar. Eiginkona Mastersons var fundin sek um að leyna upplýsingum, en gæsluvarðhald hennar þann tíma sem hún sat inni vegna morðákæru var látið nægja sem refsing. Að auki var hún dæmd til tveggja ára skU- orðsbundinnar f angelsis vistar. Fingraförín sem Robert Dubois rannsóknarlögreglumaður fann á morðstaönum ieiddu hann á villi- götur. Masterson sagði að Conover hefði rangt fyrir sér varðandi sekt konu sinnar, — hún væri saklaus af morð- inu og það var meginatriöið í því sem hann vildi koma á framfæri við lögreglumanninn. Hann ætlaði ekki að láta konu sína taka á sig annarra sök. Conover sagði að það hefði heldur ekki verið ætlunin. „Þið eruö að bíöa eftir því aö hún ljóstri upp um mig,” sagði Master- son. ,,En þið veröið aö bíöa lengi eftir þvi. Hún er hörð af sér. Þið hafið hundelt mig síöan þiö sáuö aö ég skar mig í höndina. Þiö getið gert hvaö sem þiö viljiö við mig. En viö skulum hafa það á hreinu að hún drap ekki Hoffert.” Conover spurði þá hvemig hann gæti verið svo viss um þaö. ,,Þú veist það eins vel og ég hver drap Elmer Hoffert, en ég ætla ekki að játa neitt fyrir þér,” sagði' Masterson. „Þið verðið aö sanna hver er morðinginn. Eg get talað viö þig hérna, en í réttarsalnum standa aðeins þín orö gagnvart mínum.” Myrtir þú Elmer Hoffert?” spuröi Conover umbúöalaust. Masterson brást Ula við þessari spurningu og svaraði að þeir myndu væntanlega finna morðingjann innan eins eða tveggja ára. Þar meö lauk fundi þeirra án frekari niðurstööu. • Hin grunaða leysir f rá skjóðunni Júní- og'júlímánuðii- liðu án þess að nokkuð gerðist frekar í málinu. Kona Masterson sat enn í fangelsi og Conover hélt stöðugu sambandi við hana. I ágúst kom hún þeim skUa- boðum tU Conovers að hún vildi ley sa frá skjóðunni. Hún byrjaði að segja „Þú veist eins vel og óg hver drap Elmer Hoffert, en óg ætla ekki að Jóta neitt..." sagði Russell Mast- erson við rannsóknaríögreglu- manninn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.