Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1982, Blaðsíða 8
8
DV. LAUGARDAGUR 27. NOVEMBER1982.
Við groinum fri maðkabóndanum Sfii Shi Onuma i graininni hér á
siðunni. Hann hóf maðkarœkt 6 búgarði sínum og konu sinnar i
Normandí i Frakklandi fyrr i þassu iri og hafa þau nú tugi miiijóna
maðka i fóðrum....
N\ IBMDIBÚGREM
í UPPSIGLINGU:
— maðkar eru ekki aðeins þarfir fyrir gróðurmold og
stangaveiðimenn heldur eru þeir einnig notaðir
í ilmvötn, búfjárfæði og fiskeldi, svo og eru tilraunir
hafnar til að nota þá við sorpeyðingu.
<
Undanfarín ár hafa Islendingar
þreifaö fyrir sér með nýjungar í
landbúnaði. Sprottiö hafa upp fisk-
eldisstöövar, refabú, minkabú og má
svoáfram telja.
I eftirfarandi grein er fjallaö um
allnýstárlega búgrein, maðkarækt.
Þaö er kannski athugandi fýrir
okkur Islendinga aö hefja þessa
tegund búskapar. Það gæti alténd
sparaö ýmsum garðapukur um
sumarnætur og komið í veg fýrir
bakverki og aöra fylgikvilla slíkrá
iöju.
Isabella og
ánamaðkar
Dag einn varð Yasushi Onuma,
afkomandi japanskra samúraja, ást-.
fanginn af Isabellu Aust, sem er niðji
bændafólks frá Normandí í Norður-i
Frakklandi. Þau giftu sig með pomp
og prakt í júní síðastliðnum og við
það tækifæri sagði klerkur staðaríns
eftirfarandi: „Sjaldgæft er að
Japani kvænist stúlku héðan, en að
sá hinn sami sé uppalandi ánamaðka
er enn sjaidgæfara! ”
Yasushi Onuma er nefnilega
haldinn tveimur ástríðum: Isabellu
og ánamöðkum.
Hvað maökana varðar er viðfangs-
efni hans tvíþætt. Annars vegar eru
þaö rannsóknir hans á eðli þeirra og
hins vegar markaösöflun og sala
þeirra.
Og ykkur er óhætt að trúa því að
það er nágrönnunum drjúgt umræðu-
efni.
I hlaðvarpanum við búiö þeirra
trónar myndarlegt skilti og á það er)
ritað: „Maðkarækt — hér fer fram
eldi og sala ánamaðka”. Við fyrstu
sýn er þó ekki sjáanlegt annað en á
staönum sé stundaður heföbundinn
búskapur. Hænur og hundar á
hlaðinu og blómlegar beljur á beit í
grenndinni.
Tíndu tólf
þúsund maðka
Núverandi ábúandi jarðarinnar,
áðumefndur Onuma, kom upphaf-
lega til Frakklands þeirra erinda aö
læra líffræði. Hann stundaði frönsku-
nám eitt ár, sneri sér því næst að líf-
fræðináminu en hætti því fljótlega og
hellti sér út i rannsóknir á uppá-
haldsdýri sínu, ánamaökinum.
Þau Isabella kynntust árið 1979 og
skömmu síðar settust þau að hjá
móður stúikunnar í Normandi.
„Jarðvegurinn hér er mjög góður
og sama er að segja um fólkið,” segir
Onuma. Hann hóf þegar að koma upp
rannsóknarstofu og eldiskössum á
hinum nýja dvalarstað og fljótlega
var saman komið ærið gott safn af
tilraunaglösum og krukkum, af.
ýmsum stærðum og gerðum, fullum
af væntanlegu rannsóknarefni. En
nú skyldi leggja aðaláhersluna á
eldið.
I febrúar í fyrra fóru hjónin á
stúfana, ásamt vinum og vanda-
mönnum, og tíndu um tólf þúsund
ánamaöka sem var komið fyrir í
kassa fullum af mold og hálmi.
Tegundir
maðka
Þarna var um að ræða fimm
tegundir maöka:
1. Einsenia foetida, rauðfjólublár að
lit, 0,5 grömm að þyngd, 15 til 20
sentímetrar að lengd. Hann lifir í
jurtaleifum og skítahaugum. Þetta
er sú tegund sem Shi Shi, eins og
maökabóndinn er kallaöur, bindur
mestar gróðavonir við.
2. Lumbricus Terrestris, rauður
framendi og hvítleitur afturendi.
Stór um sig, en ekki ýkja langur.
Þyngdin er um 5 til 15 grömm og
lengdin allt aö 15 sentimetrar. Hann
er eins konar „meðaljón” maökanna
og langalgengastur þeirra.
3. Lumbricus rubellus eða rauð-
maökur, mjög léttur eða innan við 2
grömm og óskabeita veiðimanna.
4-Nicrodiluslongus eða svarthöfði, 13
til 20 sentimetrar aö lengd og 1 til 3
grömm að þyngd.
5. Nicrodilus giardi. Eilítið lengri en
sá síðasttaldi og rauðleitari. Þeir
tveir síðasttöldu eru þekktir fyrir
iöni sína viö að losa og auðga jarö-
veginn.
Forréttinda-
maðkurinn
Eftir viðeigandi rannsóknir eru
þessar tegundir aldar og geymdar á
svæði sem nær yfir um 900 fermetra
af landi. Bústaðir þeirra eru niður-
grafin steinílát, en upp úr standa
um 50 sentímetra brúnir og ofan í
þær er mokaö skít og heyi og segl-
dúkur því næst breiddur yfir. Þetta
er gert til að draga úr áhrif um veður-
sveiflna og komast hjá ágangi fiður-
fjár.
Maðkarnir fjölga sér misjafnlega
hratt eftir tegundum. Hraðametið á
Einsenia foetida. Hann er líka for-
réttindamaðkur. Hann er mikill
mathákur og verður því að gefa
honum reglulega. Auk þess er hann
matvandur. Hreinsa þarf úrganginn
handa honum. Plast og járnafganga
vill hann ekki sjá (lái honum hver
sem vill!). Hænsnaskít snæðir hann
ekki nema þveginn og snyrtilegan og
hann borðar aðeins bestu bitana úr
dagblööunum. Glanspappír og lit-
myndir þykja honum hreinn viö-
bjóður.
Maðkana þarf að vökva vendilega
á hverjum morgni.
„Þetta er svipað og garðrækt, ég
vökva maðkana mina rétt eins og
blóm,” segirlsabelia.
Trfaldast á
fjögurra mánaða
fresti
Fullvaxinn Einsenia foetida vegur
um 0,5 grömm. Hann snæðir um
sjötíu prósent þyngdar sinnar á dag
og sama magn gengur aftur af
honum. Þetta er aöalkosturinn við
maökinn. Hann étur skítinn ,4iráan”
og lætur hann frá sér sem fr jósaman
jarðveg. Saur dýrsins er lífrænn
áburöur sem inniheldur fimm
sinnum meira köfnunarefni og sjö
sinnum meira af fosfór en venjuleg
mold. Með öðrum orðum, þegar
Einsenia foetida kukkar, er það
hreinnskítur!
Annar kostur við þessa tegund er
að hann fjölgar sér mjög hratt, allt
aö þvi tifaldast á fjögurra mánaða
fresti.
Á umræddu búi voru þeir tólf
þúsund í upphafi en eru nú orðnir
áttatíu milljónir. Samkvæmt því
verða þeir orðnir átta hundruð
milljónir eftir fjóra mánuöi og átta
milljarðar eftir átta mánuði . . .Þá
verður iif i tuskunum á bænum þeim.
~ Fjórtán hundruð
holur á
fermetra
Þegar Shi Shi hóf að koma maðka-
búi sínu á fót urðu bændur í nágrenni
við hann hálf hvumsa. Þar um slóðir
yrkja menn sína jörð og beita kúm
sínum í þvi skyni að fá úr þeim holla
og góða mjólk. En að rækta ána-
maðka! Nú, maður grefur einfald-
lega holu eöa veltir við moldarhnaus
og tínir í dollu áður en haldiö er í
veiðitúr, basta. Maðkaeldi sem
búgrein átti ekki aldeilis upp á pall-
borðið hjá virðulegum búmönnum í
Normandí!
► Hvaða not er annars hægt að hafa
af möðkum?
Það er fyrst og fremst að þeir
smjúga um moldina, losa hana
þannig og greiða aðgang lofts um
moldina. Göngin sem þeir skilja
þannig eftir sig ná oft á tíðum upp á
yfirborðið. Um fjórtán hundruð
slíkar holur hafa verið taldar á
fermetra beitilands.
Þannig hafa þessar yfirlætislausu
verur mikiivægu hlutverki að gegna.
Svo mikilvægu aö rannsóknir manna
beinast æ meira að þeim, jafnt í
Evrópu sem annars staðar. Eldis-
stöðvar, eins og sú er hjónin i Nor-