Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1982, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1982, Blaðsíða 31
DV. LAUGARDAGUR 27. NOVEMBER1982. 31 Helgarvísnr Helgarvísur Helgarvísur 35. þáttur Bréf berast þættinum anzi skrykkjótt; stundum er veiöin treg, en oft skellur á afla- hrota, svo aö ég fæ vart unnið úr aflanum. Enn hvet ég samt lesendur aö senda bréf og stökur. Aö þessu sinni mun ég birta talsvert af gömlum og góöum vísum. Þátturinn hefst á Jóhannesar-rímu Katla-skálds eftir Jón Rafnsson. Mansöngur: Fyrir mæta skjódu skrafs, skrúda nœtur vafinn Kjalars lœt ég kylli trafs kyssa dætur sónarhafs. Þó ad kvika valdi vá, vedrabliku hœkki, mun ég strikid stilla á, stikluviki treysta má. Fellur Grímu grettið fés, gellur sími óttu. Gefst ei hím vid hróörarvés, hefst nú rima um Jóhannes. Ríman: Fjalla vardar vegle'g kvi: vænum arði búin bólin hjarða björt og hlý Breiðafjarðardölum í. Hjardar gætti heiðum á . halur mætti fjáður sem hann vættum fjalla frá fagran ættartanga þá. Kenndi ei ótta kempan slyng knúin þrótti glæstum löngum sótti á laufaþing, lagðist skjótt í bolsvíking. Vargar gróða geirs íþrá gistu hljóðir vali vörmu slóðum víga á. Vopnið góða dugðiþá. Norðurslóðir teitur tróð tjörgurjóður góður. Styrjar-skrjóða önnin óð undir Glóðafeyki stóð. Benjaþiðurs þrumdi tjóð, þá vas friður loginn. fleinaviður valköst hlóð, veitti miður fjandaþjóð. Hetjan barði, hjó og skar, herir skarðast tóku. Skjótt til jarðar skullu þar Skagafjarðar bergþursar. Þótt að skári flaugafár fölnuð hár og skalla, ennþá knár og eigi sár önnur stár hann fimmtíu ár. Yfir snjóar íhaldsbraut, auðvaldskjóar skulu finna ró í fleinaþraut fyrir Jóhannesarnaut. Aldrei viðjast eyjan hríms, að þó hryðjum syrti, meðan iðju rœkja ríms rauðir niðjar Skalla-Gríms. Ljúfan Gríðar lægir vind, lengra skriður eigi Austra víðis-ölduhind undir hlíð við þagnartind. Þaö þarf varla aö taka þaö fram viö sanna vísnamenn að bragarhátturinn á Jóhannes- ar-rímu er stikluvik. Fyrstu Helgarvísurnar birtust í DV 20. marz s.l. Af því aö fáir hafa líklega tekið eftir þeim þætti, ætla ég aö birta núna tvær vísur, sem þar var aö finna. Þessar vísur tók ég sem dæmi þess, hve bragsnillingar geta tjáö mikiö í aöeins fjögurra lína vísu. I einni stöku eru látin í ljós lífssannindi eöa lífsviðhorf. Ein hnitmiðuð staka segir oft eins mikið og langt kvæöi. Fyrri vísan var eftir Sigurð Nordal: Yfir flúðir auðnu og meins elfur lífsins streymir. Sjaldan verður ósinn eins og uppsprettuna dreymir. Þarna eru mikil lifssannindi sögö í aðeins fjórum braglínum. Og þau eru sögö á meistaralegan og skáldlegan hátt. Hin vísan var eftir Hermann Jónasson for- sætisráðherra og glímukappa, en hann barst ekki mikið á í kveöskap: Betra er að vera klakaktár og krafsa snjó til heiða en lifa mýldur öll sín ár undir hnakk og reiða. Þarna eru ákveðin og umhugsunarverð lífsviðhorf sögð í aðeins fjórum ljóðlínum, ferskeytlu. Þaö heyrist oft sagt, aö hagyrð- ingar séu ekki skáld. Eg held, að þessar tvær vísur, sem ég hef tilfært hér að framan, afsanni slíkar fullyröingar. En nú þurfa sumir ekki annaö en láta sér vaxa hár og skegg, mikiö hár og skegg, vera ábúöarfullir og alvarlegir á svip, til þess aö veröa skáld, hversu mikla endileysu sem þeir láta frá sér fara. Vitleysan þarf bara aö vera svo mikil, aö hún sé hafin yfir allar rökræður. Sigurgeir í Keflavík segist hafa sullaö þess- ari vísu saman um Sigurö vin sinn: Sigurður hann sýnist fær, en sagður gáfnatregur.— Enda talinn oftastnær yfirnáttúrlegur. Þessi vísa segir Sigurgeir, aö lýsi því, hvemig sér sé stundum innanbrjósts á þessum síðustu og verstu tímum: Ekkert minni raskar ró, raunir allar kœfi. — Fyrir stundarfrið égþó frelsisræksnið gæfi. Sigurgeir segir: 1 fyrradag átti ein vin- kona mín í Reykjavík fimmtugsafmæli og þá sendi ég henni þessa vísu á korti: Ennþá bið ég Guð að gæta gullsinsþinni sálu í, — annars verður mér að mæta, máttu öruggt trúa því. Eysteinn G. Gíslason botnar: Þegar gaman grána fer, Gunnar sýnir snilli En slœr í glens og gamnar sér við Geira þess á milli. Glitra daggardropar í daufu morgunskini, brátt um leikur birta’á ný beykitré og hlyni. Þegar hrím á foldu fellur, fölna lauf og deyja blóm. Hrammur vetrar harður skellur, hörku boðar köldum róm. „Már” í Keflavík, sem gefur upp nafn- númer sitt, gefur mér (auövitað verö- skuldað;) meðmæli meö þessum botni: Fátt ernú um fína drætti, fyrripartar gerast rýrir. Skúli fljótt úr skorti bætti, skörulega þætti stýrir. Loki Laufeyjarson lætur nú til sín heyra eftir alllanga bið. Hann yrkir um ástandið í Alþýöuflokknum: /árinni er alldjúpt tekið, allt er svívirt, nítt og rægt, — að kljúfa ennþá kratasprekið kveða menn ei lengurhæat. Og enn kveður Loki: íhaldsrefir öðrum meir ættu að kunna fagið, en þegar leggur geiri Geir geigar oftast lagið. Þaö er nú sem oftar, að ég fæ f jölda bréfa rétt áöur en ég legg síöustu hönd á þáttinn. Þess vegna birti ég aðeins brot af því, sem fyrir liggur og tek aðeins hluta efnis sumra bréfanna, læt afganginn bíða næsta þáttar. Þjóðkunnur maður, sem vill aö ég kalli sig aðeins upphafsstöfunum P.S.P., botnar: Ægis kalda úfnar brá, öldufaldar rísa. Fönnin tjaldar tindum á, trútt er haldið isa. Sveipar rjóður svellkalt hrim, sölnar gróður jarðar. Okkar góða endarím allar slóðir varðar. ■ ' n t-\ ’A.’Z&íifít ■ . »\ ''’Mít Stundum v>erða þfióðmál þung þegnunum ískauti Og Eysteinn botnar enn: Að köku sinni kargir enn kröfuhópar skara. Margra enn er Satan seld sátin, held ég bara. Járnfrúin er hörð í horn að taka. Hvernig œtli’hún reynist sínum maka? Ör og djörf og dugleg mjög að vaka. í Dáningsstræti matressurnar braka. Þorbjörg M. í Reykjavík botnar: Þessi Skúla þáttur er þarfur mjög og góður, ef hann bara aftur fer allsgáður i róður. Guðjón Baldvinsson Reykjavík botnar: Við að stuðla þessiþjóð þrautum sínum gleymdi, bresti lifði, brautir tróð, um betri tíma dreymdi. Stundurn verða þjóðmálþung þegnunum í skauti, eins og þeir vœru að elta pung af átján vetra nauti. Margrétarnar óði œrðar ætla að ríða Geira ’ að fullu. Bíldóttar úr buxum færðar bægslagangi miklum ullu. Safnar auði sitt í ból, sínkur brauð að gefa. Veitir trauður skepnum skjól, skammtar frauð úrhnefa. Ein er bára aldrei stök á œvi þungum sænum. Á það sem önnur ragnarök ráðþrota vér mænum. Mikið frá P.S.P. verður aö bíöa næsta þáttar. Páll Jóhannsson yrkir nú undir fullu nafni. Hann segir út af síöustu „viðureign” okkar: Mér varð á í messunni. — Mundi glata hempunni. — En Skúla tókst með skerpunni að skýra, hvað á vantaði. Síðan segir Páll: Þaö má vera, aö óþarflega mikiö sé gert úr þessari yfirsjón: Skítt með allan skætinginn. Skapið hefur verið æst. Ráð ég gefþér, góði minn; Gættu pennans betur næst. Og Páll botnar: Þessi Skúla- þáttur er þarfur mjög og góður. Vel sé þeim, er velur sér að vernda andans gróður. Fleygir botnar fara viða. fæstir þó á annan hnött. Ef fyrripart ég freista að smiða, fer það allt í hund og kött. Við að stuðla þessi þjóð þrautum sínum gleymdi. Öreigarnir ortu tjóð úm auðinn, sem þá dreymdi. Og Páll gerir fyrripart aö seinniparti: Ýmsir renna upp á sker, aðrir bíða í vari. Ástin kvenna oftast fer eftir tíðafari. En Páll yrkir „tilbrigöi” viö þessa vísu: Oft sig glennir undir ver, öðrum blíðlátari. Ástin hennar aldrei fer eftir tiðafari. Eg þakka Páli bráðskemmtilega botna og vísur, en ég verö aö geyma til næsta þáttar margt af því, sem hann sendir eins og það, sem nafni hans P.S.P. sendi. Andrés Guðnason, Langholtsvegi 23, Rvk., botnar: Ægis kalda úfnar brá, öldufaldar rísa. Kötturinn segir mjá og mjá, í myrkri glyrnur lýsa. Sveipar rjóður svellkalt hrim, sölnar gróður jarðar. Eitt sinn gekk hann Óli Briem einn til Hafnarfjarðar. Stundum verða þjóðmálþung þegnunum ískauti. En Vigga hún erennþá ung og unir ei neinu tauti. Brosið gegnum lifið létt, leiðinnþver að vonum. Ekkert er svo undur slétt sem upplæri á konum. Þá er komiö aö nýjum fyrripörtum. Kristín Auður Elíasdóttir, Sveinseyri í Dýra- firði, segist aðeins 23 ára, en hafa samt mjög gaman af Helgarvísum. Him sendir þessa fyrriparta, semeru velþegnir: Fennir úti, fip/ist mér kalt, flestum hreílþað vekur. „Ogpó sumarið sé liöið,” segir hún: Leikur sér við litla tjörn lambahjörðin friða. Sérðu ekki, að sólin hækkar, syngja allir fulgar dátt. Sólin hátt mun svífa brátt, syngjum kátt um bjarta nátt. Páll Jóhannsson sendir þennan fyrripart: Bráðum jólaklukkur klingja, klýfur sólin myrkrahjúp. F.R.G. í Njarðvík sendir þennan: Skyldi ekki Skúli Ben skelk íbringu hljóta? Þetta verður að nægja að sinni. Utanáskriftin er: Helgarvísur Pósthólf 37 230 Keflavík. Skúli Ben.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.