Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1982, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1982, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR 27. NOVEMBER1982. 9 fóðri sem er mestmegnis maðkar. Áður fyrr var slím maðka og notað til lyfjagerðar. Nú á tímum er það notað í fegrunar- og ilmefni ýmiss konar, svo skringilegt sem það kann aö virðast, því ekki er víst að við- brögðin yröu mjög jákvæð ef maöur hvíslaði ljúfum athugasemdum um maðkailm í eyru ungmeyja! Maðkar til sorpeyðslu Síðast en ekki síst er aö nefna aðal- áhugamál maðkabóndans í Normandí; notkun þeirra til eyð- ingar sorps. Til þess þyrfti samstillt átak stjórnvalda og almennings. Flokka þyrfti nýtilegt rusl og ónýtan- legt, því eins og áður er getið snæða maðkar ekki hvað sem er. Lífrænan úrgang (um áttatíu til níutíu prósent er til fellur frá venjulegu heimili) og ólifrænan þyrfti að skilja að. Ef þessu yrði hrint í framkvæmd hefði það ýmsa kosti í för með sér. Odýrari aðferð til sorpeyðingar þekkist ekki. Við þetta sparast svo orka. Hvorki reykur né óþefur fylgir •þessari aðferð og auk þess skilar þessi aðferð beinum arði sem frjósöm gróðurmold. Til að geta hafið rekstur slíks sorp- eyðingarfyrirtækis þyrfti að vera fýrir hendi góður skiki lands og gífurlegt magn maðka. Til að eyða tíu tonnum úrgangs þarf um tíu milljón maðka og einn hektara lands. I einu tonni eru tvær og hálf milljón maðka. Gullormarnir... I Tilraunir í þessa veru hafa þegar gefið góðar vonir í Kanada, Japan og Los Angeles. Því ekki að reyna víðar? Til þess að svo megi verða þarf að fullvissa yfirvöld og almenning um ágæti þess arna sem ku hvorki vera ýkja létt né löðurmannlegt verk. En kannski eru þarna á ferðinni gullormamir sem getið er um í þjóð- sögúnum? -F.R. Frakklandi. ViO afloggjarann ao bugaroi maökabóndans getur að lita þatta skilti. A þvl getur aö lesa: Sannarlega óvenjuleg augtýsing. mandí reka, hafa verið starfandi í Bandaríkjunum um tuttugu ára skeið, tiu ár í Japan og um fjögur ár á ftaliu. I Frakklandi er þessi búgrein lítt kunn enn sem komið er. Auðlindin miklal En eins og áður segir iðka viömæl- endur okkar slíkan búskap af miklum móð. Tortryggni grannanna hvarf fljótt, Isabella er jú af sama sauöahúsi og þeir og Shi Shi féll fljótt og vel í kramið. Það hjálpaði líka upp á að f jölmiðlar f jölluðu ítariega um þessa nýjung (og eins og allir vita hlýtur það að vera merkilegt ef þeir fjallaummálið). Hvernig skyldi fyrirtækið svo ganga? Móðir Isabellu kallar þetta gjaman auðiindina miklu, en ekki sjást þess merki sem stendur. Það gætu þó orðið breytingar þar á fljót- „ Maðkarækt — iega. Frá febrúar síðastliðnum til og með september hafa þau selt um tvö hundrað kíló af vænum maðki á dag fyrir 160 til 320 krónur kílóiö. Maðk- urinn er seldur á staðnum. En einnig selja þau þá veiðarfæraverslunum og f iskeldisstöðvum. Búfénaðurvill etamaðkinn Er öll þessi fyrirhöfn til þess eins að sjá stangaveiðimönnum fyrir hér fer fram eldiog sala ánamaöka". nægri beitu? Ekki er það nú svo þvi ánamaðk- urinn er til margs brúklegur. Svo virðist sem búfénaður vilji heldur fóður sem framleitt er úr ánamaðki en það sem unnið er úr fiski. Auk þess virðist þaö hafa góð áhrif á heilsufar þeirra. Maðkur er, eins og alkunna er, mjög góður til fiskeldis. Ef ungseiðin era alin á maöki aukast lifslikur þeirra mjög. Japanir eru miklir fiskiræktarmenn. Þeir ala ál, vatnakarfa og rækju að hluta til á FLOTTIR TRÚLOFUNARHRINGAR Vinsamlegast pantið tímanlega fyrirjól Nú bjóðum við nýjar gerðir trúlofunar- hringa ásamt okkar gömlu góðu gerð- um. Hér er smásýnishom af þeim gerðum sem við getum boðið. Sléttir hringar — hamraðir hringar — demtansskomir hringar og hringar með hvítagullsrönd. Vinsælustu breiddimar eru 21/2 mm til 5 mm. Vinsamlegast athugið: Pantið tímanlega því afgreiðslufrestur á sérpöntuðum hringum getur orðið 1/2 mánuður. ÚR og SKARTGRIPIR Póstsendum myndalista og mál JÓN OG ÓSKAR Laugavegi 70 Sími 24910.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.