Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1982, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1982, Blaðsíða 17
DV. LAUGARDAGUR 27. NOVEMBER1982. 17 DV^myndir: Einar Ólason GATANIRIGNINGU ÚR LJÓÐALJÓÐUM I hvílu minni um nótt leitaði eg hans, sem sál mín elskar, eg leitaði hans, en fann hann ekki. 2 Eg skal fara á fœtur og ganga um borgina, um strœtin og torgin. Eg skal leita hans, sem sál mín elskar! Eg leitaði hans, en fann hann ekki. 3 Verðirnir, sem ganga um borgina, hittu mig: „Hafið þér séð þann, sem sál mín elsk- ar?” 4 Óðara en eg var frá þeim gengin, fann egþann, sem sál mín elskar. Eg þreifí hann og sleppi honum ekki, fyr en eg hefi leitt hann í hús móður minnar og í herbergi hennar, er mig ól. 5 Eg særi yður, Jerúsalem-dœtur, við skógargeiturnar eða við hindirnar í haganum: vekið ekki, vekið ekki elskuna, fyr en hún sjálf vill. EINRÆÐUR Flókin er sú vargöld sem við mér horfir. Um veginn hafði ég lært en byrgi margt sem mœtti að vísu segjast og menn nefna„tímabært”. Vegurinn stefndi burt — út í biðina, vafann. Breyttist allt sem var kennt. Skegg mitt vex og vindurinn hvín fyrir utan. Ég veit aðeins þetta tvennt. - (Hannes Pétursson úr Rímblöðum) Grátt malbikið gljáði regnvott í kvöldsólinni og poÚarnir köstuðu ljósspjótum í ýmsar áttir. Regn- dropamir sáldruðust úr loftinu, dmkku í sig ljósið og flögmðu nær og nær jörðinni, eins og feig náttfiðrildi. Hafrænan þaut í trjánum öðru hvom, strauk eftir grasinu og bærði þvottinn, sem hengdur hafði verið út í fátækraþerrinn. — Mér leið ónotalega, því votur kjóll- inn límdist við mig og slóst um bera fótleggina á mér eins og sjóblautt segl. Ég sætti mig betur við það, af því að nú rigndi minna, og fötin mín hlutu að þoma bráðum. Ég var þyrst og dálítið svöng, en verst þótti mér að eiga ekki sígar- ettu. Vingjarnlegur trébekkur dró mig til sín og ég lét fallast á hann örþreytt. Þarna var ég þá komín í almenn sæti þessa stóra leikhúss án þess að borga, og virti fyrir mér leiktjöldin og sviðiö. Mjallhvítir og okkurgulir húsgafl- ar lýstu í bjarmanum eins og óskrif- uð blöð, þökin glóðu í þúsund lit- brigðum, græn, svört og rauð. Eftir blýgráu asfaltinu gengu per- sónur. Ungir menn, keikir og djarf- legir, reigsuðu fram hjá mér með hávæm glensi, ungar stúlkur, sem leiddust arm í arm, hvískruðu hver í annarrar eyra og ráku upp hvella smáskræki, eins og brothljóð í gleri. Lítill krakki grét sáran yfir eyði- lögðum bíl hinumegin á götunni og tárin komu jafnharðan aftur þótt hann reyndi að þurrka þau af. Gömul kona með bólgnar hendur eigraði niðurlút með sorpfötu inn í port. Rétt hjá mér léku sér tvær hvítar dúfur. Augun í þeim tindruðu dökk og þær kurruðu ástfangnar út í heim inn, lyftu hvítum vængjum og flögr- uðu léttar í rennusteinunum. Glamp- andi regndroparnir hrutu af þeim eins og sindur. — (Ásta Siguröardóttir úr Sunnudagskvöldi til mánudagsmorguns) Spurðu hvers sem er. ÖIlu er svarað. Hvernig voru: Hljómleikarnir Félagarnir Kynlífspartíin Endalokin? vernig var: Unglingurinn Elvis Tónlistarnámið Rokkkóngurinn Elvis Hjónabandið? ___________ Hver var þáttur umboðsmannsins og hvað varð um öll auðæfin? Albert Goldman greinir hér rækilega í sundur manninn Elvis og goðsöguna um hann, enda er þessi bók nefnd: hin fyrsta rétta ævisaga rokkkóngsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.