Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1982, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1982, Blaðsíða 11
DV. LAUGARDAGUR 27. NOVEMBER1982. 11 þau voru þó gagnleg. Til að fara nýjar leiðir þarf að taka stutt spor í einu. Forsetinn sagði einu sinni við mig: En trúið þér því í raun og veru að konur vilji lifa eins og karlar? En það er nú e.t.v. annar handleggur. Hitt veit ég með vissu hversu karlmönnum leiðist voöalega að tala um aðstöðu kvenna og skyld mál.” Eins og herskylda! — Fannst yður þér ekki vera að svíkja málstaöinn með því aö fara úr ráðherrastólnum? „Nei. Mér fannst eins og ég hefði af- plánaö nokkurs konar herskyldu, vam- arskyldu. Eg er ekki viss um aö það sé rétt að verja heilli mannsævi til stjóm- mála. Og konur veröa aö hafa alveg sama rétt til að hætta og karlar. Það er einhver doöi í pólitíkinni sem erfitt er að lifa með. Ef maöur er ekki ráðherra og hefur þannig valdataum- ana í höndunum er svigrúmið skelfing h'tið. Vist hefur maöur völd yfir fólki í því að er hægt aö útnefna, skipa í em- bætti eða eyðileggja framavonir ein- staklinga — en völd yfir hlutum, mál- efnum — það er önnur saga. Stjórn- skipulag er eins og orgel sem alltaf þarf að spila sömu lögin á. Námskeið í auðmýkt Þess vegna verðum við sem búum i lýöræðisríkjum að læra aö þótt hægt sé að skipta um st jórnvöld er lítiö hægt að gera til að breyta tilverunni sjálfri.” Gátuð þér ekki gert það fyrir konum- ar i Frakklandi sem þér heföuö viljaö? „Vandamáliö við að vera ráðherra ERTÞÚ viðbúinn yjUMFERÐAR • RÁÐ fýrir franskar konur var að það þurfti að stjórna ráðuneyti sem gekk lóðrétt í gegnum lárétt kerfi. Mitt verkefni var ú aö hafa afskipti af öllum þeim mála- flokkum sem stóðu í veginum fyrir bættri stöðu kvenna, en ráðuneyti f jár- mála, húsnæöis, menntunarmála eöa atvinnumála kærðu sig lítið um mín af- skipti. Störf mín í ríkisstjóminni vom nánast námskeið i auðmýkt. Eg hafði verið stjórnandi, yfirmaður, í næstum jví 30 ár — nú allt í einu þurfti ég að læra að brosa, vera diplómatisk, spila á málamiðlunarklæki í stað þess að geta lagt mín spil á borðiö. „Þetta gerir maöur ekki” — „þetta er ekki hægt” era algengustu setning- arnar í stjórnmálaheiminum. Og ég varð að hafa mig alla við til aö missa ekki stjóm á skapi minu þegar einn kollega minna sagði eftir að ég hafði fengið eitthvað í gegn: Vorum við ekki góðirvið þignúna! — Haldið þér að konur geti blásið ný jum stil í stj ómmálin ? „E.t.v. Svo framarlega sem kona hefur styrk til aö komast í háa stöðu, ráðherrastól og jafnframt vilja til að breyta hlutunum. Margaret Thatcher er forsætisráöherra, en hún hefur lagt sinn metnað í að læra á leikreglumar, karlanna, í stað þess að skapa nýjar. En ég er á þvi aö konur hafi meiri mótstöðu gegn sýkingu valdsins. Flest- ar konur eru því vanar að samræma atvinnu og tilveru hversdagsins. Böm sem þarf aö bólusetja, föt sem þarf aö sækja úr hreinsun, matarinnkaup... Konur fyrirverða sig ekki fyrir hvunn- dagsamstrið. Körlum er gjamt að lita alvarlegri augum á starf sitt og gefa þvi mikinn þunga. Þegar húshjálpin min var veik bað ég bflstjórann minn aö stoppa i kjötbúðinni svo ég gæti keypt í matinn og þetta varð honum mikið áfall! Ráðherra getur ekki farið heim til aö elda mat, þvo og strauja eins og venjuleg heimavinnandi kona! Til að vernda geðheilsu mína... Samstarfsmenn mínir reyndu að kenna mér að stjómmálamaður veröi að gæta ímyndar sinnar eins og leikari. Vegna þess aö þeir geta ekki lifað án þess að vera undir smásjánni, í kast- ljósinu. Ég er aftur á móti þeirrar skoðunar að þessi áhersla ráðherra á sitt pólitíska EG sé hættulegt. Maður, sem er umtalaður, eltur af ljósmynd- urum, sem alltaf er verið að hafa eitt- hvað eftir og leita upplýsinga hjá, hann endar með því að trúa því að hann sé eitthvað alveg sérstakt. Og þá er hann iika kominn í hlutverk i skop- leiknum. Það var til aö vernda geðheilsu mina að ég byrjaði að segja nei. Það hefur verið á mínu öðru ári í ráðherrastóln- um. Eg afþakkaði sérstaka meðhöndl- un á ferðalögum, hætti að fara inn í VlP-salina, þáði ekki aö láta aka mér beint út i flugvélina. Ég hætti að láta einkaritarann hringja og panta borð i mínu nafni, ef ég ætlaði út að borða, því þá fékk ég alltaf besta borðið. Fór hreinlega að afþakka alla þessu litlu hluti sem áttu að gera mér iifiö svo notalegt vegna þess að mér fundust þeir skemma mig, fjarlægja mig frá því fólki sem ég var þó fulltrúi fyrir. Eg álít að við ættum, alltaf öðra hvoru á lífsleiðinni, að brenna allar brýr aö baki okkar og byrja upp á nýtt ef við á annað borð viljum komast af sem manneskjur. Staða kvenna á vinnumarkaði Eitt af því sem Francoise Giroud fékk i gegn í ráðherratíð sinni vora laun til mæðra sem óskuðu að gæta bama sinna heima fyrstu árin. Þetta fýrirkomulag hefur sætt andstöðu kvennahreyfinga í Danmörku þar eð álitið er að launin myndu reyra konur fastar i heföbundnu hlutverki. Blaða- maðurinn danski segir Francoise Gir- oud frá þessu og spyr: — Konum er í sjálfsvald sett hvort þær þiggja þessi laun. Ef þær vilja þau ekki, þá fá þær engan stuðning. Hvers vegna ekki? Giroud svarar þessu með annarri spurningu: „Er ekki alltaf aö verða erfiðara að fá pláss á dagheimili á Norðurlöndunum?” Og heldur síðan áfram: „Það er ekki nóg aðkonur hafi hugmyndafræðina á hreinu. Þær verða lika að skilja efnahagsmál og hvað yfirhöfuð er mögulegt að gera stjóm- málalega.” — Og þegar barnaumönnuninni lýk- ur, eiga þær þá að fara aftast i biðröð- ina á vinnumarkaðinum? „Það er alveg rétt að atvinnuleysið hefur komið harðast niður á konum. En ég held að tölvubyltingin og ný trfcni muni breyta stöðu kvenna. Enn sem komið er er ekkert útlit fyrir að iönaöarsamfélagiö sé að syngja sitt síöasta eða að útlitið þar sé eins von- laust og í landbúnaðarsamfélaginu. 1 framtíðinni verður horfið frá stóriðn- aði og snúið aftur til minna og mann- eskjulegra skipulags þar sem vinnu- staðirnir verða nærriheimilunum.” En nú er.talað um að tölvutæknin muni leiöa til enn verra ástands á vinnumarkaðnum, auka atvinnuleys- iö? „Þetta sögöu ensku vefaramir líka þegar farið var að vélvæða þeirra störf. Eldri kynslóðimar eru alltaf á móti nýjungum því að nýjungar minna á hverfulleika og dauða. Ég hef trú á Mitterrand sem stjómmálamanni þótt hann hafi gert nokkrar vitleysur í efna- hagsmálum. Hann hefur viljann og hugsjónir og ræðan hans um nýju tæknina á toppfundinum i Versölum var allrar athygli verð. Við megum ekki vera hrædd við þróun, við verðum bara að læra að notfæra okkur hana. Og þegar þyrmir yfir yðuraf svartsýni vegna stöðu kvenna i framtíðinni þá reynið að muna, að jafnvel þó svo kon- ur hafi ekki náð því sem þær ættu að ná og eiga jafhvel enn langt í land með það sem þær óska sér, þá getur staöa þeirra aldrei aftur orðið verri en hún vareinusinni.” Ms þýddi úr Polltiken. FATA5KAPAR sem gætu komið í góðar þarfir á þínu heimili. Fataskápar frá Haga henta hvar sem er. Gott verð — stuttur afgreiðslufrestur — góðir greiðsluskilmálar. Nú er einmitt tíminn til að skella sér á skápa tiAGir Verslun/sýningarsalur Háaleitísbraut 68 Reykjavík Sími (91) 84585 Verslun/sýningarsalur Glerárgötu 26 Akureyri Sími (96) 21507 I Verslun/sýningarsalur Brimhóiabraut 1 Vestmanna- I eyjum Sími (98) 1195 Umboðsmaður áVopnafirði: Steingrímur Sæmundsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.