Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1982, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1982, Blaðsíða 20
20 DV. LAUGARDAGUR 27. NOVEMBER1982. SigríOur og Sigurður huga að donnu Margaritu. DV-mynd GVA. Sprautuðu hvert annað með pensilíni — Hvernig gekk ykkur að búa með öllum þeim aragrúa af skordýrum sem lifa svo glöðu lífi í Mexíkó? „Þau voru nú eitt af því sem við kvið- um dálítið fyrir þegar við fórum að heiman. Við höfðum meira að segja oft gantast með það að við værum löngu farin til Mexikó ef ekki væri pöddu- hræðsla Jónu.” „En ég tók nú bara sjálfa mig á sál- fræðinni,” segir Jóna. ,d5g ákvað að einbeita mér að því jákvæða við skor- dýr, t.d. fögrum litum þeirra, listrænu lagi og áhugaverðri hegðun. Enda fékk ég nóg tækifæri til aö hugsa um þau, þvi þakið á húsinu okkar í Puerto Angel var algjör skordýragarður. Við tókum meira að segja nokkur sýnishom með okkur heim, bæði sporðdreka og taran- túlu. Tarantúluna veiddum við raunar í fötu áður en við fengum formalín. Við vorum dauðhrædd um að hún myndi deyja áður, hún var svo hræðileg mat- vönd. Við skírðum hana donnu Margarítu í höfuðið á systur forsetans. Við vissum líka af slöngum í hæðunum kringum húsið og þær sóttu mikið í lónið á nóttunni. En þaö var bara Sig- ríðursem sá slöngu. Það kom fyrir að við væmm bitin þaö illilega af skordýrum að til ígerðar kom, en þá sprautuöum við hvert annað með pensilíni sem við keyptum í sjoppunni. Þar má fá öll algeng lyf og Mexíkanar hlaupa ógjaman til læknis með kvilla sína. Þeir hafa ekki efni á aö borga honum. Hins vegar leita margir til lyfsalans ef um meiri háttar sjúkdóm er að ræða. Lyfsalamir eru yfirleitt snarir við sjúkdómsgreiningar og láta fólk svo hafa viðeigandi lyf.” Stóðu eftir á sundskýlunum einum saman — En hvað meö spillinguna? Var hún minni í Puerto Angel en höfuðborg- inni? „Nei, spillingin er alls staðar sama þjóðarsportið. Þarna vora t.d. tveir aðilar sem áttu að útdeila veiðileyfum ókeypis til fiskimannanna, hafnar- stjórinn og fulltrúi fiskimálaráðu- neytisins. En ókeypis fengust þau ekki, heldur seldu þessir ágætu menn leyfin til að auðga sjálfa sig. Og þegar nokkr- ir fiskimenn tóku sig til og kærðu þetta athæfi fengu þeir að finna fyrir því að fé þetta rann ekki bara í vasa þessara embættismanna. Fleiri og æðri embættismenn fengu nefnilega sínar prósentur af því. Það eina sem fiski- mennimir höfðu upp úr þvi að kæra var að þaö lokuðust á þá allar dyr. T.d. fengu þeir ekki f ramar bankalán. Þjófnaðir voru líka jafn sjálfsagður hlutur þarna og annars staöar. T.d. máttum viö aldrei skilja húsiö eftir gæslulaust og einu sinni var skónum okkar stolið á meöan við vorum að baða okkurá ströndinni. Annars þurfum við ekki að kvarta miöað við bandarísku strákana sem tóku tvo Mexíkana upp í bílinn sinn og fóru síðan á baöströnd með þeim. Mexíkanarnir fóm fyrr upp úr vatninu og báðu um bíllyklana, þeir sögðust hafa gleymt vindlingapakka í bílnum. Var ekki að sökum að spyrja að þeir hurfu á bílnum meö allt hafurtask Bandarikjamannanna sem stóðu eftir á sundskýlunum einum saman. En þaö DV-mynd GVA. Cucu gmðlr aér á Coco Loco, an si drykkur er blandaður úr gini, mjólk og safanum úr kókoshnetu. Indíánadans á hátíð meyjarinnar frá Guada Lupa, teikning eftir Sigriði Eifu. er samt erfitt að fordæma Mexíkanana fyrir svona þjófnaði. Iþeirra augumer bara sjálfsagður hlutur að stela frá út- lendingum sem þeir telja alla upp til hópaforríka. Sama sagan er með erlendar stúlkur sem em einar á ferð um landiö. Þær mega ganga út frá því sem vísu að þeim verði nauðgað. Mexíkönunum finnst þær bara bjóða upp á það með því að vera að flækjast um einar á báti! Barn fjölskyldunnar En þetta er nokkuö sem maður lærir að forðast og þegar maður er kominn nokkurn veginn inn í lífið þama er ekki hægt að hugsa sér betra og yndislegra fólk en Mexíkana. Okkur finnst öllum ómetanlegt að hafa fengið að deila með þeim tilvemnni í þessi tvö ár.” — Og nú erað þið búin að stoöia bókaútgáfu? „Já, þaö kom nú þannig til að bóka- útgáfan sem ætlaði að gefa Undir Mexíkómána út tímdi ekki að leggja út í þann aukakostnað sem fylgir mynd- prentun. Okkur fannst bókin missa mikið af gildi sínu ef hún kæmi út myndalaus, annaöhvort væri að gefa hana myndarlega út eða ekki. Svo við ákváðum aö gefa hana út sjálf. Hregg heitir þessi nýstofnaða bókaútgáfa okkar, okkur fannst það einhvern veginn ákaflega viðeigandi nafii. Bók- in er barn allrar f jölskyldunnar, við sá- um meira aö segja sjálf um útlitsteikn- ingu.” — Er önnur Mexíkóför á döfinni hjá ykkur? ,,Að vísu ekki í bráð, en við erum öll sammála um að ef okkur tekst einhvern tímann að eignast ætilegt hús á ný munum við ekki hika við að endur- taka ævintýrið. Það væri ekki hægt að ver ja húsinu betur! jþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.