Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1982, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1982, Qupperneq 26
26 DV. LAUGARDAGUR 27. NOVEMBER1982. Sérstæð sakamál Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð í rurnariamoiu, /o ara yarnan varsiunaraiyanui, uuriu ar rnurusiaunurn. Ftngraför leiddu lög regliina á villigötur Um klukkan hálfátta að morgni! hins 12. febrúar 1981 gekk viðskipta-i vinur upp að matvöruverslun Elmers Hoffert í Pekin í Hlinois. Þegar hann kemur upp að dyrunum stendur einn afgreiðslumaðurinn þar í vandræðum sínum og segir að verslunin sé lokuð, þótt hann kunni enga skýringu á því. Þeim kom saman um að ekki væri allt meö felldu, þar sem hinn 78 ára gamli eigandi verslunarinnar væri vanur aö opna stundvíslega klukkan sex á morgnana. Bíli eigandans stóð eins og venja var á bílastæðinu fyrir framan versl- unina. Eftir að hafa bankað lengi á framdyr verslunarinnar gekk afgreiöslumaðurinn á bak við húsið og gægðist inn um glugga á bakdyr- unum. Þar sá hann skýringuna á því hvers vegna verslunin var enn lokuö. ElmerHoffert lá á bakinu í blóöi sínu á gólfinu fyrir innan. Hann hljóp. þegar í næsta hús og hringdi á lögreglu og sjúkrabíl. Var um slys eða morð að ræða? Lögreglan varð að brjóta sér leið inn í verslunina með því að sprengja upp bakdyrnar. Hvergi var sjáanlegt að brotist hefði verið inn í versl- unina. Hins vegar höfðu nágrann- amir tekiö eftir því aö bíll Hofferts hafði staðið á bilastæðinu alla nóttina. Fólki haföi fundist það undarlegt, en enginn taldi sig hafa næga ástæðu til aö kalla á lögreglu vegna þess eöa fara og aðgæta hverju það sætti. Fólkið sem safnaðist i kringum verslunina á meöan lögreglan var að brjóta upp dymar taldi einnig að þarna hefði verið um slys að rseða. Gamli maðurinn hefði fengið aðsvif og dottið aftur yf ir sig, eða þá að hann hefði fengið ofsalegar blóðnasir eins og hann hefði áður átt vanda til. En lögreglumennina, sem skoöuöu vettvanginn, grunaði annaö. Þeir þóttust sjá áverka á höfði líksins, sem ekki gætu veriö til komnir af falli einu saman. Rannsóknar- lögreglumennirnir Jim Conover og Bob Dubois voru því kallaðir til. Dubois hafði ekki litið yfir vett- vanginn nema örskamma stund þegar hann kvað upp þann úrskurð aö um morö væri aö ræða. Dubois rökstuddi þessa fullyrðingu sína með því að benda á örsmáar blóðslettur á vömstæðu rétt við líkið. Hann taldi aö þær bentu ótvírætt til þess að Hoffert hefðu verið greidd þung högg sem leitt hefðu til blæöinga. Vettvangurinn var þá lokaður af og rannsóknarlögreglumennirnir hófu að rannsaka verslunina betur. Svo virtist sem Hoffert hefði verið að yfirgefa verslunina þegar hann lést. Hann var klæddur frakka og við hliðina á honum lá poki með matvöru sem hann virtist hafa ætiað að taka með heim. Aöeins var kveikt á þeim lampa í versluninni sem Hoffert var, vanur að skilja eftir yfir nóttina. Brotnar gosdrykkjaflöskur, sem voru í stæðu rétt hjá líkinu, vöktu athygli rannsóknarlögreglumann- anna. Þeir töldu útilokað að þær hefðu brotnað viö fall Hofferts, heldur hlytu þær að hafa brotnað vegna barsmíða. Hoffert bar á sér peningabelti sem í vom nokkrir dollarar. Búðar- kassinn sjálfur var hins vegar tómur. Ekkert veski var í vasa hans, en þegar lögreglumennirnir voru að gæta að því tóku þeir eftir blóöugum fingraförum við vasann. Dubois tók sýni af blóðinu til að rannsaka hvort það væri af hendi Hofferts sjálfs eöa ef til vill annars manns sem þama hefði verið að verki. Ýmislegt virtist benda til þess að verslunareigandinn heföi látið lifiö vegna ráns, þótt ekki væri enn ljóst hvort einhverjir fjár- munir hefðu verið í versluninni við lokun hennar. Við rannsóknina fundust einnig slettur af sódavatni hátt uppi á einni vörustæðunni og á vegg í nokkurri fjarlægð frá líkinu. Lögreglumenn- irnir drógu af því þá ályktun að gos- flaska hefði verið notuð við barsmíð- arnar og hefði hún brotnað í átök- unum. Dubois taldi sig renna enn frekari stoðum undir þessa ályktún þegar honum tókst að greina fingra- för á einni flöskunni. Fingraförin virtust vera af mjög handsmáum karlmanni, — eða ef til vill voru þau alls ekkiaf karlmanni. Rannsóknarlögreglumennirnir ráku einnig augun í miða sem hengdir höfðu verið á prjón við búö- arkassann. A öörum þeirra var skrif- uð dagsetningin 11. febrúar og fyrir neðan stóö: 2 pakkar af sígarettum — 1,50$. Hinn miðinn hafði greinilega verið rifinn af brúnum umbúðapoka og þar stóð skrifað: Butch Masterson — 2,75$. Þetta vom minnismiðar Hofferts frá deginum áður um lán til viöskiptavina því að venslun hans bar enn þau merki kaupmannsins á hominu að hinir föstu viöskiptavinir gátu fengiö að taka vömr út á krít ef eitthvaö kortaðist um fé hjá þeim. Líkskoðun var sérstaklega hraðað að beiðni lögreglunnar. Niðurstaða hennar var að Hoffert hefði kafnað í eigin blóði, — það var dánarorsökin. En það sem var athyglisverðara frá sjónarmiði rannsóknarinnar var að skoðunin leiddi í ljós áverka í kringum eyra og á hálsi hins myrta, sem bentu til þess að hann hefði verið barinn með þungum, hörðum hlut. Nefbeinið var brákað og háls- liður hafði færst úr stað. Andláts- stund var ekki hægt að úrskurða með neinni nákvæmni en taliö var að Hoffert hefði ekki iátist samstundis eftir árásina. En eftir ítarleg viðtöl viö íbúa i nágrenninu fékk lögreglan þær upplýsingar að síðasti viðskipta- vinurinn, sem sá Hoffert á lífi, kom í verslunina kortér fyrir sjö um kvöldið. Myrtur vegna fáeinna dollara Bókhaldari Hofferts hafði farið úr vereluninni um klukkan hálftvö um daginn. Þá hafði hann skráð öll láns- viðskipti inn í séretaka bók, en þar sem hann hefði uppgötvað um leið og hann var á leið út að hann væri síga- rettulaus hefði hann tekið tvo pakka og skráð það á miða við kassann. Þar var komin skýringin á öðrum miðanum. Bókhaldarinn reiknaði einnig út að við lokun hefðu verið rúmir 43 doliarar í kassanum, en þaö fé fannst ekki á þeim stað sem venjan var að geyma það á. Morðið virtist því hafa verið framið vegna ráns á þessari smánarupphæð. Athygli rannsóknariögreglunnar beindist nú að hinum, sem merktur var Butch Masterson. Lögreglu- mennimir könnuðust við nafnið. Russell Mastereon haföi verið hand- tekinn nokkrum dögum áður en Hoffert var myrtur, vegna innbrots í verslun. Aðseturestaður Mastersons var skráöur í skýrelum lögreglunnar og hann var sóttur til yfirheyrelu. Það fyrsta sem vakti athygli Cono- vere rannsóknarlögreglumanns var að Masterson var með sárabindi vafið um aðra höndina. Hann sagði að það væri vegna þess að hann hefði skoriö sig á gírstönginni í bíl sínum er hnúðurinn losnaöi af henni. Við rannsókn lögreglunnar kom þó í ljós að meiri líkur voru á að skurðimir á hendi hans hefðu komiö af gosflösku eins og þeirri sem notuð hafði verið sem morðvopn. Mastereon viðurkenndi að hafa komið í verslun Hofferts sama kvöld og hann var myrtur til að versla. Hann sagöist hafa borgaö út í hönd i þetta sinn, en ætti þó mánaðargamla skuld i versluninni. Mastereon sagði að kona hans heföi beðiö i bílnum á meðan hann verelaði og síðan hefðu þau farið saman til systur hennar þar sem þau heföu dvaliö allt kvöldið. Fingraförin sem fundust á flöskunni í vereluninni reyndust ekki vera af Masterson. Skurðirnir á hendi hans voru heldur ekki hald- góðar sannanir, en lögreglu- mönnunum þóttu þeir nægilega vís- bending til að athuga mál hans frekar. Þá kom í ljós að blóðugu fingraförin, sem fundust viö vasa Hofferts, reyndust af sama blóð- flokki og Mastersons sjálfs. En ömggari sannanir þurfti tíl ef takast átti að sanna sekt hans. Eigandi fingra- faranna f innst Rannsóknarlögreglumennirnir töl- uðu því næst við konu Mastereons. Hún haföi litlu við aö bæta og sagðist hafa setið úti í bílnum á meöan Masterson fór inn að verela. En henni var greinilega brugðið þegar Conover fór fram á það viö hana að fá að taka fingraför hennar, sem hann taldi nauðsynlegt aö gera ef ætti að hreinsa hana af öllum grun. Samanburður á fingrafömm hennar og þeim sem fundust á flöskunni i versluninni leiddi til sláandi niður- stööu, — þar var um sömu fingra- förin að ræða. Hún var þegar úrskurðuð til ótímabundins gæslu- varðhalds og ákærð fyrir morðið á ElmerHoffert. Nokkrum klukkustundum eftir að þetta var tilkynnt opinberlega hringdi Russel Mastereon til Conover rannsóknarlögreglumanns og lét í Ijós furðu sína yfir að kona hans hefði verið ákærð fyrir morðið. Hann baö Conover að hitta sig i kirkjugarðinum en benti honum á aö hann yrði að koma einn og óvopn- aður og án segulbands. Conover sagðist mundu koma á staðinn. Þegar þeir hittust sagðist hann þó þurfá að koma nokkrum atriðum á hreint áður en um frekari viðræður þeirra á milli yrði að ræða. Hann sagðist koma sem rannsóknar- lögreglumaður sem vildi ræða við hvern sem væri ef það yrði til að upplýsa glæpinn. Sem lögreglu- maður væri hann ávallt vopnaður, en hann hefði ekkert segulband meðferðis. Conover þótti ekki ástæða til að segja Masterson frá því að tveir aðrir lögreglumenn fylgdust með þeim, reiðubúnir til að grípa inn í ef eitthvaö færi úrekeiðis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.