Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1982, Blaðsíða 5
DV. LAUGARDAGUR 27. NOVEMBER1982.
„I flestum tilvikum eru þessi blöð
mín nú prófarkalesin,” sagði hann, en
játti jafnframt að hann hefði „slakað
nokkuð á” í þeim efnum í seinni tíð.
,,Enda eru þetta ekki nein bók-
menntaverk sem ég er að gefa út og
því er kannski ekki eins mikil ástæða
til nákvæmni og í gerð annars lesefnis.
Sg játa þvi óhikað að þessi blöð eru
ekki nein listaverk hvað útlit og stíl
snertir.”
Kvenmenn
eru næmari....
— Við lestur blaða á borö við Eros og
Sannar sögur verður ekki hjá komist
að sjá að um nokkurs konar lifs-
reynslusögur er að ræða en hvort þær
eru sannar — hafi gerst i raunveruleik-
anum — eins og nafn annars þessa
blaðs gefur í skyn, er erfitt að dæma
um. Otgefandi þeirra er spurður um
sannleiksgildið.
„Efniö i Sönnum sögum á, að því er
mér skilst, að vera sannleikanum sam-
kvæmt. Þetta eiga að vera sannsögu-
legar lifsreynslusögur en hvort þær
eru þaö allar, er vitanlega aldrei hægt
aö vita með vissu. Viö skulum bara
vonaaðsvosé.”
— Það er greinilegt að konur eru í
miklum meirihluta þeirra sem skrifa
þessar sögur. Hvers vegna heldurðu að
svosé?
„Þetta eru að meira eða minna leyti
ástarsögur, misjafnlega djarfar, og
ætli kvenmenn séu ekki næmari á þá
hluti heldur en karlmennimir. Ætli
þeir finni því ekki meiri þörf hjá sér að
skrifa um þessa hlutienkarlar.”
— Hvaðan færöu þessar sögur?
„Undantekningalítið eru þær teknar
upp úr bandarískum blöðum...”
— ...sem þú svo borgar viðeigandi
greiöslurfyrir?
„Já.”
— Erþaðhátt verð?
„Það er misjafnt eftir sögum.”
— Hverjirþýðasvoþettalesefni?
„Ja, eins og er, er ég með þrjá
þýðendur í takinu. Annars þýði ég
þetta mest s jálfur... ”
— ...ogerþaðerfittverk?
, ,Nei, ekki svo mjög. ”
— Er eitthvað um það að Islend-
ingar sendi ykkur sögur; sannar lífs-
reynslusögur sínar af ástamálum?
„Það er mjög lítið um það. Þó veit ég
um einn tslending sem hefur stundað
það nokkuð að setja saman svona
sögur. Eg hef keypt eina og eina sögu
afhonum.”
ímyndunaraflið
ræður ferðinni
— Eitt af því sem maður rekur sig á í
þessum „djarfari sögum” sem þú svo
nefnir, eru ýmis skringileg og ég vil
segja óvenjuleg nöfn á kynfærum
karla og kvenna. Flestar þessara nafn-
gifta eru svo til óþekktar. Hvaöan eru
þær fengnar?
„Þaö verður að játast að mjög erfitt
er að þýða mörg þeirra orða sem
Kaninn notar yfir þessa líkamshluta.
Þessar þýðingar krefjast því jafnan
nokkurra nýyrða, enda er íslenskt mál
ekki auðugt af oröum yfir kynfæri
manna. tmyndunaraflið ræður því
oftast ferðinni i þessum efnum sem
öðrum...,” sagði þessi útgefandi aö
lokum.
-SER.
BÍLALEIGA
Mesta úrvalið.
Besta þjónustan.
Skeiían 9, 108 Reykjavik s. 91-86915
Tryggvabraut 14, 600 Akureyri
s. 96-23515
Bflbeltin
hafa bjargað
||U^IFERÐAR
„Flestar sögurnar
eru stolnar!”
„Eg er mjög kunnugur þessum
bisness, og ég get sagt að megnið af
þeim sögum er birtast í afþreyingar-
blöðum og tímaritum er gripið
ófrjálsri hendi úr erlendum magasín-
um.”
—Þetta fullyrti einn heimild-
armanna okkar sem leitað var til í
sambandi við „sjoppulitteratúrinn”.
Hann hefur um árabil staðið sjálfur að
útgáfu vasabrotsbóka og nokkurra
tímarita — og ætti því að vera flestum
hnútum kunnugur á þessum vettvangi.
„Það má kannski segja að Islend-
ingar séu svo fámennur lesendahópur
þessa efnis i samanburði við aðrar
þjóðir að það taki því ekki fyrir rétt-
hafa þessara sagna að krefjast af
okkur greiðslna fyrir höfundarrétt-
inn.”
— En hversu mikill hluti af-
þreyingarsagna er stolinn?
„Það verður aldrei hægt að nefna
neinar tölur þar að lútandi. Hinsvegar
veit ég að flestir útgefendur vasabrots-
bóka borga höfundarlaun af sínum
bókum, sérstaklega ef um verk met-
söluhöfunda er að ræða. Annað af-
þreyingarefni held ég að sé ekki greitt
fyrir.”
—Þessi heimildarmaður okkar
bætti því við að mikill samdráttur væri
í sölu nefndra blaða og tímarita. Það
væri Utið hægt að græða á útgáfu þess
lengur. Hann vildi kenna sívaxandi
videoglápi fólks um þennan samdrátt.
Fólk gæfi sér ekki lengur tíma tU að
Utaibók.
—SER:
Hitablásarar
fyrir gas
og oííu
Skeljungsbúðin
Síðumúla33
símar 81722 og 38125
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 28. og 29. nóv. 1982.
Sjálfstæðismenn
kjósum
Bessí
Jóhannsdóttur
formann Hvatar
á þing!
Kosningaskrifstofa
að Suðurlandsbraut 14, 2. hæð.
Sími 38636.
Opið frá kl. 17.00—22.00 alla daga.
Kiócandi PÓður! Þítt atkvæöi skiPtir
jsjosanai goour. má|j _ yERTU MEÐ!
STUÐNIIMGSMENN BESSÍAR JÓHANNSDOTTUR
• • ■