Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1982, Blaðsíða 12
12
DV. LAUGARDAGUR 27. NOVEMBER1982.
Handritin gota verið mjög illa farin. Htr er dæmi um eitt slíkt og þetta er hvorki meira ni minna en Guð-
brandsbibiia.
Það getur tekiö langan tíma að
vinna að hverju handriti, sem
þarfnast viðgerðar. Þegar
viögerðarmennirnir fá handritið í
hendur er byrjað á því að skrá
ástand þess og hvað þarf að gera.
„Það er upp á framtíðina, svo að
maður viti hvað hefur verið gert við'
það, til dæmis ef handritið kemur
einhvern tíma aftur til viðgerðar,”
sagði Hilmar.
Þegar því er lokið er handritið
leyst úr bandi, ef það hefur verið
innbundiö, og síðan þurrhreinsað. Aö
því loknu er það sótthreinsaö, ýmist
penslaö eða baöað upp úr sótt-
hreinsunarefnum, allt eftir ástandi
handritsins. Þá er sýrustig handrits-
ins mælt með þar til gerðu tæki og
svo er handritiö þvegið þannig að
það er látið liggja í volgu eða köldu
vatni í tvo til þrjá tíma. Ef um mjög
óhreint handrit er að ræða er veikt
sápuvatn notað til þessa.
„Við þetta styrkist pappírinn og
afsýrist, eins og við köllum það,”
sagði Hilmar.
Þegar þessu er lokið eru blöðin
þurrkuð á grindum og þá eru þau
tilbúintilfyllingar.
„Það er að segja að þá endur-
nýjum við spássíur og fyllum inn í
pappírinn,” sagði Hilmar.
Við það eru notaðar tvær aðferðir.
önnur er sú að pappírsmassa er hellt
í kassa og blaðiö siðan lagt ofan í.
Eftir klukkutíma er blaöið tekið upp
úr og hefur þá massinn myndað eins
konar ramma utan um blaðið sem
svo er þurikað, pressað og snyrt.
Þessi aðferð er aðeins notuð ef um
illa farið handrit er að ræða.
Hin aöferðin er sú að handritin eru
styrkt með límfilmu, sem er fest á
meðheitujámi.
Að þessu loknu er handritið yfir-
leitt sett í öskjur, en ef það hefur
veriö innbundið, þegar það kom til
viðgerðar, er það sett í gamla
bandið, sé þess nokkur kostur.
„Það er vegið og metið hverju
sinni,” sagðiHilmar. „Þaðkemurog
fyrir að viö bindum hér inn bók, þótt
hún hafi ekki verið þaö þegar við
fengum hana, en það er undantekn-
ing. Þessar bækur og handrit eru
þess eðlis að þaö þýðir ekki að
þjösnast með þær eins og venjulegar
bækur og því dugar ekki venjulegt
bókband. Eg var til dæmis að binda
eina inn í pergament. Það var eins
konar útfærsla á miðaldabókbandi
þar sem hvergi er límt.”
— En hversu lengi eruð þið að
gera upp bók eða handrit að meðal-
tali?
„Það getur tekið allt að því mánuö
aögera við illa farið handrit.”
„Tugir hillu-
kílómetra
bída
vidgerdar!"
—handrltavidger darstof an
í Þjóðskjalasafni heimsótt
Hvarvetna getur að líta handrit og
bækur, allt illa fariö. I augum leik-
manns getur þetta „drasl” ekki
talist annaö en ónýtt og það meira að
segja handónýtt. En það er ööm
nær...
I Þjóöskjalasafni hefur um tæpra
tuttugu ára skeið verið rekin hand-
ritaviðgerðarstofa.Þar hefur margt
þarfaverkið verið unnið þessi ár,
enda mörgum verðmætunum verið
bjargað frá glötun.
Það er Hilmar Einarsson, for-
vörður með meiru, sem ræður
ríkjumá viðgerðarstofunni.
. . . og handritin, einkum eins og
þetta, sem er iiia farið á alla
kanta. . .
Við heimsóttum Hilmar í
Þjóðskjalasafn á dögunum.
„Getur tekið mánuð
að vinna illa
farið handrit"
Handritaviögeröarstofan þjónar
auk Þjóðskjalasafns sjálfs, bæði
Landsbókasafni og Stofnun Áma
Magnússonar, svo og leita til
stofunnar oft á tíðum önnur söfn og
einstaklingar. En við handrita-
viðgerðirnar vinna auk Hilmars,
sem er sá eini í fullu starfi, þrír
starfsmenn i hálf u starfi.
„Eins og dropi
íhafið"
„Það gefur því auga leið að afköst-
in hér em eins og dropi í hafið af öllu
því er þyrfti að gera við,” heldur
Hilmar áfram. „Enda sagði góður
maöur fyrir skemmstu að fyrir lægju
tugir hillukílómetra sem biðu
viðgerðar!”
— Nú látið þið handritin liggja
lengi í vatni. Skemmir það ekki eða
deyfir blekið?
„Það er alger undantekning ef
blekið hreyfist.
. . . sett ofan i kassann.
Að stundu liðinni erhandritið tek-
ið upp úr og hefur þá massinn
myndað eins konar ramma utan
um blaðið, oins og sést á þesseri
mynd.
Þegar handritín hafa verið leyst úr
bandi og sótthreinsuð eru þau
þvegin þannig að þau eru látin
iiggja í volgu eða köldu vatni i
tvo, þrjá tíma. Það er Hilmar
Einarsson sem stendur við vask-
inn.
Að þvottínum loknum eru hand-
ritín þurrkuð á þar tíl gerðum
grindum. \
Pappírsmassl sem gert er vlð
með.
Eg held mér sé óhætt að segja að
það haldist í 99 prósentum tilfeUa.
Reyndar er það svo að blekið á elstu
handritunum hreyfist aldrei, en
þegar komið er fram undir 1850 fer
það versnandi og á þeim handritum
hefur blekið í örfáum tilfeUum Utið
eitthreyfsttil.”
— Fáið þið aldrei í hendur handrit
sem ekki em til neins annars en að
fara beint í ruslafötun?
„Alltaf er nú eitthvað hægt að gera
fyrir handritin. Annars er það svo að
eftir að við fengum verksmiðjufram-
leidda pappírinn varð hann svo
miklu lélegri. Þessi trjákvoðupappír
fór að koma fram upp úr 1850 og það
má eiginlega segja að þá hafi
vandræðin byrjað. Gömlu handritin
sem eru skrifuð á pappír, unninn úr
bómull og hör, getaoft á tíðum verið
mjög fúin og skítug, en aUtaf er
mikið hægt að gera fyrir þau. Þessi
handunni pappír hefur svo mikla
mótstöðu og hann er svo trefjaríkur
aö það er aUtaf hægt að styrkja hann.
Hins vegar verður trjákvoðupappír-
inn svo stökkur og hann súmar fljótt
þannig að neyðarúrræðið er því að
fóðra yfir hann, eins og við köllum
það. Og er ekki mjög æskileg við-
gerð.”
„50 ára ending
í mesta lagi"
Og HUmar heldur áfram:
„Annars skal ég segja þér að
vandamálin í handritaviðgerðum í
dag em leikur einn miöaö við,