Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1982, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1982, Blaðsíða 30
30 DV. LAUGARDAGUR 27. NOVEMBER1982. Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Því miður bendir allt til þess að lestur bóka og tímarita sé á hröðu undanhaldi fyrir auknu sjónvarps- og myndbandaglápi hjá yngri kyn- slóðinni. Spyrja má hvers vegna unglingarnir ættu að eyða tímanum í að lesa einhverja ákveðna bók þegar hægt er að fá myndsnældu leigða sem byggir á efni bókarinnar og tekur ekki nema um 90 mínútur aö sýna. En bókin og kvikmyndin hafa nú einu sinni hvor sinn frásagnar- mátann sem ekki er hægt að bera saman aö jöfnu. Rithöfundurinn getur gefið sér góöan tíma til að ná réttum anda i bókina meö skemmti- legum samtölum eða umhverfislýs- ingum meðan kvikmyndagerðar- maðurinn reynir að láta alltaf eitthvað vera að gerast á mynd- rammanum til að halda athygli áhorfandans alltaf vakandi. Þótt alltaf sé skrifað töluvert af frumsömdum kvikmyndahandritum þá er miklu algengara aö kvik- myndahandritin séu byggð á einhverri bók. 1 því tilfelli gefst gott tækifæritil að bera saman þessitvö listform. Þessi samanburður er þó í mörgum tilfellum mjög erfiður. Þeir sem lesa einhverja ákveðna bók og hrífast af, hafa þegar myndaö sér fastákveðnar skoðanir um hvemig kvikmyndin eigi að vera. Það sama gildir svo um þá sem sjá einhverja kvikmynd og ákveða siöan að lesa bókina. Vill þá oft gleymast hve ólíkir þessir tjáningamiðlar eru í frá- sagnarmáta sínum. Raymond Chandler Það eru ekki margir rithöfundar sem geta státaö sig af því aö allar bækur þeirra hafi verið kvikmynd- aðar. Einn þeirra er rithöfundurinn Raymond Chandler (1888—1957) sem skóp hinn ódauðlega einkaspæjara Philip Marlowe. Bækumar voru The Big Sleep (1939), Farewell my Lovely (1940), The High Window (1942), The Lady in the Lake (1943), The Little Sister (1949), The Long Goodbye (1953) og Playback (1958). Þeir sem hafa lesiö þessar bækur kannast vel við hinn sérstæða ritstil Chandler. Hann er yfirleitt stutt- orður og gagnorður en frásögn hans hefur þó að bera ljóðrænan blæ sem sést yfirleitt ekki i leynilögreglusög- um. En það sem gerir líklega gæfumuninn er góð kímnigáfa hans. Þegar Chandler tekst vel upp er einstaklega skemmtilegt að lesa bækurhans. Líkt og svo margir aðrir rithöf- undar hóf Chandler feril sinn sem smásagnahöfundur. Hann ritaði smásögur fyrir Black Mask timaritiö sem var mjög þekkt fyrir að birta glæpa- og leynilögreglusögur. Einnig birti hann ýmsar smásögur í öðrum timaritum eins og Dime Detective Magazine, eða Detective Story Magazine. Veikur efnisþráður Það kom fljótlega í ljós að Chandler þótti ekkert sérlega gaman að skipuleggja atburðarásina eöa „plottið” í bókum sínum. Þegar fyrsta bókin kom út kom í ljós að hann hafði notast við hugmyndir þær sem hann setti fram í smásögunum. Allar bækur Chandlers hafa verið kvikmyndaðar að minnsta kosti einu sinni og t.d. Farewell my Lovely hefur verið kvikmynduð þrisvar sinnum. Að vísu hefur myndin sem gerð var eftir sögunni Playback aldrei verið sett á markaðinn þótt Chandler hafi gengiö frá handritinu fyrir Universal Pictures á árunum 1947-1948. Það er dálítið sérstætt að þótt Chandler hafi unniö mikið fyrir stóru kvikmyndaverin í Hollywood á árunum 1943—1950 þá skrifaði hann aldrei handritin að þeim myndum sem gerðar voru eftir bókum hans fyrir utan undirbúningsvinnu að handritinu The Lady in the Lake sem MGM lét gera 1945. Svo lítilfjörlegt þótti framlag hans að nafn Chandlers kemur hvergi fram meðal þeirra sem stóðu að gerð mynd- arinnar. „B" myndir Tvær fyrstu tilraunirnar til að kvikmynda sögur Chandlers þóttu ekki takast of vel og urðu því myndirnar lítt minnisstæðar. Það var kvikmyndaverið RKO eða Radio* Pictures Inc., sem reið á vaðið með Window. Það var George Mont- gomery sem lék Marlowe á mjög hlutlausan og látlausan máta. En sama ár kom mun framsæknari mynd um Marlowe á markaðinn en það var The Lady In The Lakc. Nú var við stjórnvölinn Robert Mont- gomery. Myndin var í alla staði íburöarmikil og féll það að mörgu leyti illa að efni myndarinnar. Því miður reyndist handritið dálítið gloppótt og gat góður leikur Lloyd Nolan í hlutverki hins spillta lögregluþjóns ekki vegið upp á móti því. Handritahöfundar létu t.d. Marlowe hafa áhuga á að leita fram á sviði bókmennta og skildu við hann í lok myndarinnar í New York þar sem hann var farinn að skrifa bækur. Þótti flestum aödáendum Philips Marlowe þetta hin argasta móðgun. Þad var rithöf undurinn Raymond Chandler sem skapadi einkaspæjarann Philip Marlowe í bökum sínum sem hafa veriö vinsælt kvikmyndaefni myndinni The Falcon Takes Over sem Irving Reis leikstýrði 1945. Þetta var þriöja myndin sem RKO framleiddi og fékk leikstjórinn sögu- þráðinn úr bókinni Farewell My hann gætti þess betur en Chandler að gefa efnisþræðinum meira aðhald til aö halda uppi meiri spennu. Átti þetta sérstaklega viö um endi mynd- arinnar. Leikstjórinn var Edward Robert Mitchum lék einnig í myndinni The Big Sleep sem Michael Winner leikstýrði. Lovely, þótt einkaspæjarinn hafi verið kallaöur í myndinni „Fálkinn”. Hinni myndinni leikstýrði Herbert I. Leeds sama ár og bar heitið Time To Kill. Leeds byggði mynd sína á The High Window og var hún unnin fyrir 20th Century Fox kvikmynda- verið. Hér var einnig um dæmigerða „B” mynd að ræða með dæmi- gerðum „B” mynda leikara, Michael Shayne. Upp úr 1940 fór að bera á nýrri stefnu í kvikmyndagerð sem hlaut nafniö Film Noir. Áriö 1944 bar mikið á þessari stefnu og má nefna mynd- irnar Laura, Phantom Lady og Double Indemnity þar sem Chandler skrifaöi handritið að hluta á móti leikstjóranum Billy Wilder. Þetta sama ár ákvaö RKO að kvikmynda aftur Farewell My Lovely, en í þetta sinn átti myndin að vera „A” mynd. Var henni valið heitiö Murder My Sweet. Handritahöfundurinn John Paxton var nokkuð trúr texta Chatidlers þótt Dmytryk og bryddaði hann upp á mörgu athyglisverðu eins og t.d. „flashback” og ýmiss konar ljósa- áhrifum til að reyna aö láta áhorf- endur sjá hvemig Marlowe skynjaði umhverfið eftir að honum hafði verið byrlað deyfilyf. Bogard — Bacall Þá var komið að myndinni The Big Sleep 1946. Þar fór úrvaíslið saman. Leikstjórinn var Howard Hawks en aöaleikendur voru sjálfur Humph- rey Bogart og Laureen Bacall. Utkoman reyndist harla bágborin. Handritahöfundarnir breyttu tölu- vert söguþræöinum, bættu inn brönd- urum til að gefa myndinni undirtón gamanmyndar ásamt lagi sem Bacall fékk að syngja. Myndin hlaut þó miklar vinsældir og var t.d. endursýnd í Háskólabíói ekki fyrir ýkja löngu. Arið 1947 kom svo fram á sjón- arsviðiö The Brasher Doubloon sem unnin var eftir bókinni The High Humpbrey Bogart í myndinni The BigSleep. 20 ár Næst liöu yfir 20 ár þangað til Marlowe birtist aftur á hvíta tjaldinu. Að vísu hafði kempan Marlowe komið fram í litlausum og stuttlífum sjónvarpsþætti milli 1950—1960. Voru þetta 25 mínútna þættir og var Phil Carey þar í aðal- hlutverki. En 1969 kom fram á sjón- arsviðið myndin Marlowe, byggð á bókinni The Little Sister. Virtist í tísku á þessurn tíma að skíra mynd- irnar i höfuöiö á aöalpersónunum eins og myndirnar Harper og Tony Rome sýna. I þetta sinn var James Garner í aðalhlutverki í annars lítt minnisstæðri mynd fyrir utan efni- legt byrjunaratriðL Árið 1973 var komið að lengstu og metnaðarfyllstu bók Chandler eða The Long Goodbye. Leikstjórinn sem fyrir valinu varð var Robert Altman en fyrir utan Howard Hawk þá var þetta í fyrsta sinn sem þekktur leik- stjóri tók fyrir bók Chandler. Utgáfa Altman var mjög myndræn en sú mynd, sem hann dró upp af Marlowe, gerði marga sanna aðdá- endur Chandler bæði sára og reiða. Lýsti Altman Philip Marlowe sem gamaldags einkaspæjara sem ekkert gekk í haginn og virtist vera hálf- utanvelta í Kalifomíu nútímans. Robert Mitchum I tveim myndunum um einkaspæjarann Marlowe er Robert Mitchum í aöalhlutverki. Þessi 65 ára gamli leikari virðist sem sniðinn í hlutverkið og erfitt hefði verið að ímynda sér þriðju útgáfuna á Farewell My Lovely (1975) eins vel heppnaöa og raun varð á ef hann hefði ekki verið valinn í hlutverkið. Að vísu hafði Raymond Chandler sett Marlowe sem 38 ára gamlan í bókinni en það kom lítið að sök. En þótt leikstjóranum Dick Richard hafi tekist að laða allt hið besta fram hjá Mitchum þá varð útkoman ekki eins góð þegar Michael Winner tók við stjómartaumnum í myndinni Tbe Big Sleep árið 1978. Hann lét söguna gerast í London og endaði uppi með hálfmislukkaða mynd. Ekki er undirrituðum kunnugt um að fleiri myndir hafi verið gerðar eftir sögum Chandlers. Aftur á móti skrifaði Chandler þó nokkur frumhandrit með öðrum að kvik- myndum eins og t.d. Double Indemnity og að hluta Strangers On A Train sem Alfred Hitchcock gerði. Ekki virðist framlag Chandlers hafa verið mikið í síðarnefndu myndinni því að Hitchcock er sagður hafa sagt við franska leikstjórann Franquis Truffaut eitt sinn aö „þaö sem hann skrifaði hafi verið hræðilegt.” Chandler vann einnig með ýmsum öðrum að handritagerð að myndum á borð við And Now Tomorrow og draugasöguna The Unseen (1945). Eina kvikmyndahandritiö sem hann stóð einn að var The Blue Dahlia (1946), mynd sem náði ekki að skara fram úr fjöldanum og féll því fljótt í gleymskuna. En höfðu kvikmyndirnar mikil áhrif á Chandler sjálfan? Hann var mikill kvikmyndamaður og fór oft á bíó. Meöal uppáhaldsmynda hans má nefna Bicycle Thieves, A Streetcar Named Desire, Lust for Life og Los Ollvidados. Baldur Hjaltason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.