Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1982, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1982, Blaðsíða 1
SJOPPU- REYFARAR Afþreyingarbókmenntir ellegar hinn svonefndi „sjoppu- litteratúr", eins og þessi tegund lesefnis hefur stundum verið nefnd, er kunn hugsvölun fólks ■ flestum þjóðlöndum heims. Erfitt er að finna þessari tegund lesefnis stað innan bókmennta, enda er það svo að mjög skiptar skoðanir eru um það hvort telja eigi þessi „verk" yfirleitt til þeirra. Margir líta á sjoppulitteratúrinn sem „argasta sorp sem siðuðu fólki ér ekki bjóðandi". Þeir telja jafnvel að flest þessara afþreyingartímarita og — blaða „höfði til lægstu hvata mannsins" og séu af þeim sökum „ekki hæf til sölu á opinberum vettvangi." Aðrir halda uppi nokkrum vömum fyrir þetta lestrarefni. Að mati þeirra á það rétt á sér svo framarlega sem einhver áhugi er fyrir því og það er keypt. Fólk geti hvort eð er „val- ið um hvort það gluggi í tímarit þessi eða ekki". í greininni sem fylgir þessum orðum, og birtist á næstu síðum, verður reynt að varpa Ijósglætu á efni sjoppulittera- túrsins, vinsældir hans og sölu. Einnig er leitað til nokkurra aðila sem standa að útgáfu hans og þeir inntir álits á nokkr- um atriðum er að honum lúta. Loks eru birt brot úr fáeinum sögum sem er að finna í nýútkomnum afþreyingarritum til að gefa áhangendum og andstæðingum þeirra lítið sýnis- horn af stíl og eðli sagna af þessu tagi. KRISTALL FRA KOSTAISVIÞJOÐ -SER.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.