Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1982, Blaðsíða 14
14
DV. LAUGARDAGUR 27. NOVEMBER1982.
Bæknr um vfnsæl áhugamál:
Ættfræði
og matar-
g'erdarlist
Amma mín haföi yndi af að rekja
ættir. Ég botnaði ekkert í hvernig
hún gat setið og rsett daglangt við
gesti um það hver var faðir þessa og
frændihins.
En smátt og smátt er ég farin aö
smitast af þessari bakteríu lika. Cg
er orðin þrælforvitin um eigin ættir.
Það er ógurlega gaman aö grafa upp
fróðleik um þessa bændur sem að
manni standa. Og vita á hvaða
bæjum þeir hafa búið sunnaniands
og norðan. Skrýtið að uppgötva að
forfeður, sem maöur veit lítið um,
hafa arfleitt mann að alls konar
undarlegum genum. Eg er til dæmis
með þessi skrýtnu blóðkorn, sem
ekki eru til nema i einni ætt á Islandi
— og svo í úlföldum. Mig iangar líka
að vita hvort ég eða einhver af
börnunum mínum hafa erft Ljótar-
staðagöngulagið úr Landeyjunum.
Og nú er komin út bók sem er ein-
mitt fyrir mig og mína líka: Ættar-
bókin, gerð af Þorsteini Jónssyni,
sem annars er forstöðumaður Lista-
safnsalþýðu.
Eg held að allir verði hrifnir af
henni nema kannski Flosi Olafsson.
Þegar maður spyr hann um ættir
hristir hann höfuðið hnuggínn og
segir: „Það er ekkert að státa af.
Forfeður minir bjuggu á Neðra-
Amsturdammi og í Hundadal í Mos-
fellssveit.” Svo rekur hann upp sinn
fræga skellihlátur.
DV hefur rætt við Þorstein um
þessa bók sem áreiðanlega á eftir að
veita mönnumánægju.
En amma mín hafði skemmtun af
fleiru en rekja ættir. Hún naut þess
að búa til góöan mat. Aldrei gleymi
ég sagósúpunni hennar með
sveskjum og smálögg af púrtvíni,
eöa þá kleinunum dásamlegu með
kardimommudropunum.
En matarvenjurnar breytast á
hverjum áratug. Þaö eru sennilega
nokkuð ólikar uppskríftirnar í
kvennafræðaranum gamla og mat-
reiðslubók Jóhönnu Sveinsdóttur
sem út kemur á næstu dögum og
byggð er á hennar eigin reynslu og
þrautprófuð á gestum. DV ræðir við
Jóhönnu um bók hennar: Matur er
mannsinsmegin.
ihh
„Þaðermeð
ættfrædina
einsog
dópið...”
Nýlega kom á markaöinn nýstár-
leg bók sem ber nafnið Ættarbókin,
Eins og nafnið gefur til kynna er hér
um að ræða bók sem kennir áhuga-
fólki að rekja ætt sína og uppruna á
skipulegan hátt.
Ættfræði hefur löngum átt sterk
itök í okkur Islendingum enda
auöveldara fyrir okkur en Qestar
aðrar þjóðir aö ná árangri i þeirrí
fræðigrein. Það er þó ákaQega tíma-
frekt og erfitt að koma sér upp skipu-
legri skráningaraöferö en það er ein-
mitt hlutverk þessarar bókar aö
stytta okkur leið i þeim efnum.
Ættfræðiáhugi er að því leyti
skritið fyrirbrigði að hann virðist
grípa um sig hjá ólíklegasta fólki og
á öllum aldri. Og sá sem einu sinni
byrjar að hnýsast í forsögu sína á
þennan hátt hættir aldrei að grúska
því að alltaf vantar einhverja bita í
þetta forvitnilega púsluspil.
Höfundur bókarinnar er Þorsteinn
Jónsson, forstöðumaður Listasafns
alþýðu, og við báðum hann að segja
okkur ofurlitið frá tildrögum bókar-
innar og áhuga hans á ættfræði.
Þurfti sjálfur að
búa sér til kerf i
— Eg byrjaði á þessu grúski á
menntaskólaárunum, segir Þor-
steinn. — Mig langaöi til að taka
saman niöjatai Hans Jörgens
Klingenbergs. Hans Jörgen kom til
Islands 1729, kvæntist íslenskri konu
og þau settust fyrst að á Krossi á
Akranesi. Þau eignuðust fjöldann
alian af afkomendum og þar á meðal
erég.
— Niðjatalinu er að sjálfsögðu
langt í frá lokið því að ég hef haft
lítinn tima til aö sinna þessu síöustu
árin. En mér þykir ákaQega gaman
aðgrípaíþetta.
— Tildrög bókarinnar eru þau að
ég þurfti sjálfur að búa mér til kerfi í
sambandi við niðjatal Klingenbergs.
Það er skráningarkerfiö sem nú
birtist í Ættarbókinni. Þetta er kerfi
sem viðkomandi getur notað til að
Á morffnuna shnlíu
horða eins og kénffur
— á kyöldin eins og öreigi
„Brauðbakstur er miklu heppi-
legri og ódýrara taugameðal heldur
en róandi pillur eða áfengi, að ég
ekki tali um sálfræðingana,” segir
Jóhanna Sveinsdóttir um leið og hún
hnoðar deigið æföum höndum í litla
eldhúsinu sínu uppi undir risi ein-
hvers staöar í Blönduhliðinni.
Jóhanna hefur undanfarið vakið á
sér athygli með bráðfyndnum
pistlum undir nafninu Matkrákan,
sem birst hafa í Helgarpóstinum.
Þar setur hún fram auðveldar en
nýstárlegar mataruppskriftir sem
hún kryddar — fyrir lesandann —
með tilvitnunum úr Hávamálum eða
frásögn af síöustu öldurhúsferð sinni
eða hverju öðru sem henni dettur í
hug. Og nú kemur fyrsta matreiöslu-
bók hennar út fyrir jólin, líklega eina
frumsamda íslenska matreiðslubók-
in á þessari jólavertíð.
Hún er prýdd litmyndum sem
Ásrún Matthíasdóttir stærðfræði-
kennari hefur tekið í eldhúsi
Jóhönnu.
Utgefandi er bókaútgáfan Svart á
hvitu.
Menntasnobbsrmið-
vfnssulls-klfkan
En við höldum okkur við mat-
reiðsluna og spyrjum Jóhönnu, sem
er íslenskukennari við Hamrahlið-
ina, hvenær hún hafi upptendrast af
áhuga fyrir þessari göfugu og
vinsælu list.
Hún segist eiginlega ekki vita það.
„Og þó. Mín fyrsta eiginlega
reynsla var þegar ég var hjálpar-
kokkur á bamaheimili í Biskups-
tungum eitt sumar. Við hrærðum
kökur og brauð í hálfgerðri steypu-
hrærivél ofan í 120 börn og 30 full-
orðna. Þess á milli bakaði ég drullu-
kökur með bömunum því að ég var
bæði hjálparkokkur og fóstra. Þá var
ég 17 ára.”
Svo voru það menntaskólaárin.
„Á minni tíð voru tvær klíkur mest
áberandi í skólanum, upprennandi
hassklika og hins vegar mennta-
snobbsrauðvínssulls-klíka, og ég var
í þeirri seinni. Sú fyrri bakaöi hass-
kökur en sú seinni lagði metnaö sinn
í þrauthugsað meðlæti með rauðvín-
inu, meðan Shakespeare var krufinn
til mergjar.
Eg kunni vel við mig í hlutverki
salon-dömunnar, sem veitti vel, og
það örvaði mig til að leggja mig alla
fram til að finna upp eitthvað frum-
legt.
Svo varð ég með þeim fyrstu til að
baka pizzur hérlendis, á árunum
kringum 1970. Eg varð þar með afar
eftirsótt af vinum mínum sem kröfð-
ust þess aö ég kæmi i öll meiriháttar
afmælisboð og stæöi þar upp á
endann og bakaði pizzur. Þetta var
hálfgerðplága.”
Spennandi eins
og Agatha Christie
, jSeinna, á háskólaárunum, hafði
ég brjálæðislega mikiö að gera. Með
náminu bæði kenndi ég og þýddi
bækur. I öllu þessu stressi komst ég
fljótt aö því aö þaö var mjög af-
slappandi aö hreinsa heilabúiö yfir
pottunum á kvöldin.”
— Að baka brauð er annað og
meira en afþreying, segir hún. Það
er einnig ágætur mælikvarði á
ástand taugakerfisins.
„Ef maður er mjög spenntur, eða
jafnvel erjur og rifrildi i kringum
mann, þá koma þannig straumar i
loftið að deigið lyftir sér ekki.
Svo það þýðir ekkert annað en •
varpa ölium áhyggjum frá sér á
meðan;”
Jóhanna segist hlakka mikið til að
sjá hvemig viðtökur matreiöslu-
bókin hennar fær. Hún á aö heita
Matur er mannsins megin og skiptist
í fjóra aöalkaQa eftir því hvort á að
borða að morgni, í hádeginu, að
kvöldi eða milli mála. Fimmti kaQ-
inn f jallar svo um brauðbakstur.
„Flestar matreiðslubækur leggja
aðaláherslu á kvöldmatarrétti en að
mínu ’ mati er morgunverðurinn
mikilvægastur.”
Hún vitnar, máli sínu til stuðn-
ings, í amerískan sérfræðing, sem'
sagt hefur eitthvað á þessa leið: Á
morgnana skaltu borða eins og
kóngur, í hádeginu eins og prins en á
kvöldin eins og öreigi.
„Línan í bókinni er annars sú að
búa til dálítið óvenjulega rétti úr
fáanlegu hráefni, sniðuga en ekki
íburðarmikla...” segir hún og bætir
við: „Ekki þarf að taka fram að
hollustan siturí fyrirrúmi.”
Ásamt með uppskriftunum, en þó
greinilega aðskilið, skrifar hún upp-
fýllingarefni til fróðleiks og
skemmtunar, svona til að líta í
meðan suðan er að koma upp í pott-
inum eða deigið að risa. Það er af
margvíslegasta tagi og sótt til svo
ólíkra höfunda sem Laxness, Ericu
Jong ogEggerts Olafssonar.
Hún vonar að þetta verði læsilegt
og gladdist innilega þegar af-
greiðslustúlka í matvörubúð sagði
nýlega viö hana:
„0, ert það þú sem skrifar Mat-
krákugreinarnar! Eg bíð alltaf svo
spennt eftir þeim, það er alveg eins
og að lesa Agötu Christie. ’ ’
IHH
< m.
Jóhanna Sveinsdóttir: „Þegar
deilur og rifrildi eru i kringum
mann koma svoleiðis straumar
i eldhúsinu að deigið lyftir sór
ekki."