Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1982, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1982, Page 22
22 DV. LAUGARDAGUR 27. NOVEMBER1982. Þegar amma var ung •».og batmað var að versta á laugavemnuml „Frá Laugamesi lá svo vegur, fyrst um Kirkjusand og yfir Fúlutjarnarlæk og síöan niöur sjávarbakkann aö Rauöará, yfir Hlemm og niöur holtiö og kom á hinn veginn þar sem hétu Vegamót og voru um það bil sem nú mætast Laugavegur og Klapparstígur. Um aðrar leiðir aö Laugarnesi var ekki aö ræða. Helgi biskup taldi veginn til Reykjavíkur oft ófæran í votviðrum þegar vöxtur var í Fúlutjarnarlæk og ótræöi niður mýramar þar fyrir vestan. Þess vegna fékk hann leyfi til aö flytjast til Reykjavíkur.” Svo segir Ámi Ola á einum stað. Menn geta brosaö aö lýsingum á borö viö þessa nú, þegar allt er breytt. En á hans dögum gegndi ööm máli. Þá vom margar leiöir ófærar þar sem bílar bruna nú eftir höröum og góðum vegum. Laugavegurinn var ein þess- ara leiða. Laugavegur — upphafið að nýjum þjóðvegi austur úr bænum Sé horfiö aftur til Reykjavikur og vegabótanna þar þá var það á árunum 1843 til ’45 að geröur var vegurinn frá Bakarastíg, nú Bankastræti, að Vega- mótum „meö æmum kostnaði”, segir í Þjóðólfi. Þessi vegarspotti átti aö verða upphafiö aö hinum nýja þjóðvegi austur úr bænum. Fékk hann nafniö Vegamótastígur og hét svo lengi. Nú heitir þama Laugavegur en Vega- mótastigur heitir smágata ein milli Skólavöröustígs og Laugavegar. Þar fyrir neöan voru svokallaðir Vega- mótabæir, þrír talsins, þar sem nú er Klapparstígur. Þetta nafn er nú eitt til minnis um þaö aö á þessum slóöum mættust fyrrum Laugarnesvegur og þjóövegurinn um Öskjuhlíð út á land. Leið svo fram til ársins 1872. Þá festi bærinn kaup á Laugamesi og Kleppi. Kaupverö jarðanna beggja var 10.200 krónur og byrjaði bærinn á því þegar um sumarið að gera veg inn í þvotta- laugamar og fékk hann nafnið Lauga- vegur. i Um þetta leyti og skömmu áður vora byggð ýmis smáhús, sem sum standa enn, báðum megin viö Laugaveginn. Hélt byggðin smám saman austur á viöþótthægtfæri. Nafn Laugavegar var þvi þannig til komið aö gatan skyldi greiöa fyrir þeim sem fóru í laugar. Áriö 1886 tók bærinn 3500 króna lán til aö standast kostnaö við vegagerö þessa. Komst <®S|prr' Þatta hús stóð á homi Laugavegar og Smiðjustígs. Þar ernú húsgagnaverslun Kristjáns Siggeirssonar. Takið eftir fóikinu á svölunum. Vindmylla á Laugaveginum Svipur Reykjavíkur er mismunandi eftir því hvaðan er horft og á hverjum tíma hefur ætíð einhver eða einhverjar byggingar sett svip sinn á bæinn eða borgina. Nú er þaö eflaust Hallgríms- kirkja. En um og eftir aldamótin síö- ustu hafa þaö kannski ööru fremur verið vindmyllumar og Skólavaröan. Nokkru eftir 1800 vora reistar hér- lendis tvær vindmyllur og geröi þaö P.C.Knudtzon kaupmaöur. Varönnur á Hólavelli og hin í Þingholtunum. Sú fyrri mun hafa verið rifin um 1880 og var hún þar sem nú liggur Garöa- stræti. Hin var rifin árið 1902 og var þar sem nú er Bankastræti. En þaö vora fleiri myilur í Reykja- vík. Níu árum eftir að myllan í Banka- stræti hvarf, var reist þriðja vind- myllan í Reykjavík. Það var Stefán B. Jónsson kaupmaður, sem reisti mylluna þá, rétt sunnan viö íbúöarhús sitt á Laugavegi 124. Stefán hafði farið til Ameríku en kom heim aftur áriö 1899 og fluttist til Reykjavíkur 1901. Laugavegur 28. Þar er meðal annars Askur tíihúsa nú. vegurinn svo inn aö Fúlutjamarlæk árið 1889. Og enn tók bærinn 3000 króna lán til þess að koma honum alla leið inn i laugar. Hann var mikill áhugamaöur og hug- sjónamaöur og.vildi koma hér á margs konar umbótum. Braust hann og i mörgu. Hann varö fyrstur manna til þess aö flytja mjólk til Reykjavíkur og selja í búö og hann gerilsneyddi mjólk fýrstur manna hér á landi. Hann barð- ist og fyrir frystingu og kælingu kjöts, smjörgerö og fleira. Hann gaf út þrjú blöð til þess aö koma áhugamálum sinum á framfæri. Það voru Hlín 1901—’04, Fósturjörðin 1911—’14 og Vorið 1925—’26. Auk þess ritaöi hann mikið í önnur blöö. En þrátt fyrir góöan vilja og hug- sjónaanda Stefáns dugði það ekki til. Myllan starfaöi ekki nema í tvö, þrjú ár. Þannig fór um sjóferö þá! Skrýtinn fugl á Laugavegi! Þaö vora ýmsir merkismenn sem bjuggu við Laugaveg hér fyrr á árum. Aö öllum öörum ólöstuðum, aö minnsta kosti hvaö skringilegheit snerti, mun fransk-ameríski baróninn Boilleau standa þar fremstur í flokki. Hann kom hingaö til lands áriö 1898. Það var mikiö um hann talað á sínum tíma sökum ættgöfgi hans en þó sérstaklega vegna þess aö hann gerðist hér bóndi og réöst í ýmsar framkvæmdir sem öðram hefði ekki dottið í hug. Reyndu heldri borgarar öll brögö til aö komast í kynni viö þennan barón, en varö lítið ágengt. Boilleau keypti sér hús í bænum, við Laugaveg, nánar tiltekið númer 30. Tilgangur barónsins hingaö til lands var ekki aö kynnast landinu sem f eröa- maður heldur haföi hann hugsaö sér aö gerast stórbóndi á Islandi. Hann keypti því jörðina Hvítárvelli í Borgarfirði. Þar dvaldi hann á sumram en í húsi sínu viö Laugaveg á vetrum. A Hvítárvöllum voru um 30 manns í heimili og til aö byrja meö að minnsta kosti var rekið þar stórbú. Er þaö haft fyrir satt aö búskapurinn hafi verið ævintýri líkastur en fátt þótti þó Borg- firðingum ævintýralegra eöa skenunti- legra en þegar gufubátur barónsins kom öslandi upp eftir Hvítá. Vakti það þá von í brjóstum margra að sumar af stóra ánum á Islandi væra skipgengar á köflum og yröu að því stórkostlegar samgöngubætur! Baróninn fékk þá hugmynd að setja á stofn kúabú í Reykjavík og geröi það. Hann byggði f jós fyrir 40 kýr og gekk þaö undir nafninu Barónsfjósjð og þar fékk Barónsstígur nafn sitt. Meiningin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.