Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1982, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1982, Blaðsíða 32
JÆIA. VH> VITUM AÐ NISSAN FRAMLEHNR DATSUN BfLA, EN HVER ER ÞAÐ ÞÁ SEM FRAMLEIDIR NISSAN BfLA? Líklega hefur þú, lesandi góður, heyrt eða séð áður að Datsun bílar eru framleiddir af Nissan. Það hefur komið ýmsum óvart og e.t.v. líka þér, að Datsun bílar eru ekki framleiddir af Datsun.Nú,í þetta skipti ætlum við að segja þér dálítið, sem þú hefur sennilega ekki heyrt áður. Við hjá Nissan ætlum að fara að framleiða Nissan bíla. Það gerum við auðvitað ekki gagngert til þess að rugla þig í ríminu, heldur vegna þess að okkur finnst að okkar bílar eigi að bera okkar nafn. Þetta breytir auðvitað engu fyrir ykkur, sem akið á bílunum frá okkur. Þið fáið áfram sömu gæði, sömu sparneytrii, sömu háþróuðu tæknina í bílum ykkar, sömu frábæru nýtingu bæði farþega- og farangursrýmis og sama straumlínulagaða útlitið, sem þið hafið vanist hjá Datsun. Þessi atriði o.fl. hafa gert kaup i Datsun bílum bestu bílakaupin í dag. Nafnbreytingin skiptir ekki svo miklu máli. Þegar öllu er á botninn hvolft þá hafið þið alltaf ekið á Nissan bílum. Þeir hétu að vísu annað en það var líka allt og sumt. Þið getið þess vegna haft sömu tröllatrú á Nissan bílum og þið höfðuð á Datsun bílunum. Þeir komu frá mjög traustu fyrirtæki, sem er eitt af þremur stærstu bílaframleiðendum heims, þ.e.a.s. Nissan. INGVAR HELGASON HF. SÝNINGARSALURINN V/RAUÐAGERÐI—REYKJAVÍK, SÍMI 91- DATSUN - fullkomnun NISSAN tækninnar. 33560. THE NAME OF QUALITY NISSAN NISSAN MOTOR UD

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.