Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1982, Blaðsíða 23
DV. LAUGARDAGUR 27. NÖVEMBER1982.
23
Hús Jónatans Þorsteinssonar, Laugavagur 31, á homi Laugavegar og Vatnsstigs. Húsið Þessi mynd er tekin 'skömmu ettir 1930á homi Laugavegar og Vatnsstigs.
brann árið 1920.
var svo aö hafa kýrnar á Hvítárvöllum
á sumrin og gera skyr, smjör og osta
úr mjólkinni. Og til aö annast þessa
flutninga keyptibaróninngufubátinn.
En þetta gekk ekki sem best.
Búskapurinn varð ekki sú gróöavon
sem til var ætlast. Kannski vegna þess
aö baróninn var óráösiumaður og æddi
úr einu í annaö. Hann hugði á togaraút-
gerö og fór til Lundúna til að afla f jár.
Það gekk ekki heldur. Baróninn svipti
sig lífi í þeirri ferö og eignir hans hér
voru teknar til þrotaskipta.
Mátti ekki versla
á Laugavegi!
Fram undir 1880 var ein kaupstaðar-
lóð ákvöröuö í bænum. Hún var í Kvos-
inni. En eftir 1880 fór fólki mjög aö
fjölga í bænum og óx árstreymiö ár-
lega.
Varö kaupstaöarlóðin þá alltof
þröng og byggöin þandist út utan við
hana, einkum austur á bóginn. Áriö
1892 voru því samþykkt lög um að
stækka hana mjög mikið. Voru þá tak-
mörk hennar sett um Helgastaðabæ
(hjá Vitastíg) aö Skólavörðunni, þaöan
var svo bein stefna í Skólabæinn (við
Suöurgötu) og þaöan i Litlasel.
Enn stækkaði bærinn og brátt varð
þaö augljóst aö þessi kaupstaðarióð
væri of þröng. Almenningur geröi sér
oft ekki grein fyrir því hver væri
munur á lögsagnarumdæmi Reykja-
víkur og kaupstaðarlóðinni. En hann
var sá að utan kaupstaöarióðarinnar
mátti enginn versla.
Einum góðum borgara varð hált á
þessu. Hann haföi átt heima vestur í
bæ en langaði til að fara að versla.
Þóttu honum skilyrði til þess langtum
betri í austurbænum svo að hann út-
vegaði sér lóð við Laugaveginn og
reisti þar hús. En þegar hann ætlaöi aö
fara að versla þar, kom upp úr kafinu
að húsið stóð rétt fyrir austan mörk
verslunarlóðarinnar. Fékk hann því
ekki leyfi til að versla þar. Þetta var
laust fyrir aldamótin. Og þarna stóð
húsið árum saman svo að ekki mátti
verslaíþví.
Um aldamótin sá bæjarstjórn að
nauðsyn var að færa verslunarlóðina
enn út. Og svo var gert meö lögum frá
Alþingi. Náði nú verslunarlóðin aö
austan um merkjaskurð og garð
austan Rauðarármýrar frá sjó upp að
Laugavegi, þaöan í suðurhom
Grænuborgartúns, þaöan sjónhending
vestur á mela með suðurjaðri Sauða-
gerðistúns vestur á Kaplaskjólsveg,
þaðan bein lína í enda Framnesvegar
við Grandabót.
Tuttugu til þrjátíu
aura kostaði
lóðafermetrinn!
Um líkt leyti gerði Alþingi aðra sam-
þykkt. Hún fólst í því að ókeypis lóðir í
bænum voru úr sögunni. Þótti sumum
þetta súrt í broti því í þau rúmu hundr-
að ár, sem Reykjavík hafði verið kaup-
staður, haföi það verið regla að láta
menn fá ókeypis lóðir undir hús sín.
En nú var sem sagt orðin breyting á.
Eins og gefur að skilja var verðið
nokkuð misjafnt eftir því hvar í bænum
lóðirnar voru, rétt eins og nú. Og á
þessum tímum var Laugavegurinn
ekki mjög hátt skrifaður! Hæsta lóða-
verðið var á Skólavöröuholti. Þar
kostaöi lóðafermetrinn 40 til 60 aura, í
Þingholtunum 30 til 50, við Rauðarár-
stíg 20 til 40, við Laugaveg þar fyrir
innan 20 til 30, í Selsholti 10 til 30, í
Bráðræðisholti 10 til 20, á Melunum 10
til 30 og á Grímsstaðaholti og í Kapla-
skjóliallt að5 aurum.
Ekki hátt verðið það! Þess ber þó að
geta að þetta þótti ekki hátt verð í
þennantímaheldur!
Nú er
öldin önnur....
En nú er öldin önnur. Lóðaverð er
hvergi eins hátt í Reykjavík og einmitt
á Lauga veginum, nema ef vera skyldi í
Kvosinni. Og nú er víst engum bannaö
lengur að reisa verslunarhús eða
versla á Laugaveginum, enda helsta
verslunargata Reykvíkinga í dag með
blómlegu mannlíf i...
-KÞ tók saman og sauð upp úr
Arna Óla og Klemens Jónssyni.
Laugavegur. Reykjavik.
TAURANT
3AN
ogmynd tekin afsama stað i dag.