Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1983, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1983, Síða 10
10 DV. MÁNUDAGUR 3. JANUAR1983. ÚtSönd Útlönd Útlönd Útlönd Nokkrar umræöur hafa oröiö í kjölfar þess aö gervihjarta var í fyrsta sinn sett í manneskju og hafa þær snúist jafnt um læknisfræðilegar hliðar þess og siðferðilegar. Sumir andmælenda aögerðarinnar segja hana vera hjóm eitt og auglýsingaskrum. Einnig draga ýmsir í efa aö maöurinn geti nokkum tíma lagaö sig aö lífi án raunveru- legshjarta. Aörir ljúka miklu lofsoröi á þetta læknaundur og kalla kraftaverki líkast þegar sjúkt hjarta hins 61 árs Þessi fræga aðgerð hefur beint athygii fjölmiðlanna og sviðsljósinu beint inn iskurðstofuna, en það hefuraftur vakið ámæli og tilraunin kölluð af sumum einskært auglýsingaskrum. <{ ■ ' S*' ^4 Gervihjartað vekur deilur gamla tannlæknis, Barney Clark, var numiö burt og í staðinn sett apparat úr áli og polyurethane- plasti. En í umræðunum fer þeim fjölg- andi, bæöi leikmönnum og fræöi- mönnum, sem láta uppi efasemdir um verkið og óvissu um, hvort tæknin hafi þama ekki gengið of langt. Stórblaðiö New York Times for- dæmdi aðgerðina og leiöarahöfundur þessskrifaöi: „Raunverulegir sigrar læknisfræöinnar liggja í því að bæta líöan allra. En ekki í einhverjum hetjutilburöum til aö storka dauö- anum fáum einum til góðs eöa ills.” — Blaðið sagði ennfremur aö Clark-tilraunin þýddi ekki annaö en ,,að lækninum heföi tekist aö slá dauöanum á frest.” Sálfræöingar vara við því að jafnvel einföldustu aðgerðum á hjarta manns fylgi eftirköst, venju- legast dvalakennt hugarástand og ofsóknarímyndanir. Segja þeir aö einstaklingur sem misst hafi hjarta sitt geti beöið tilfinningalegt skip- brot. Dr. Steven Ellman, læknir við borgarspítalann í New York (neurolog), varar menn viö því aö líta á hjartaö sem einíalda dælu. Segir hann aö hjartað gegni lykil- hlutverki í sjálfstjórn einstakl- ingsins og tilveru hans sem mann- eskju og fyrir þá sök hafi hjartaö verið svo ofarlega í hugum skálda og trúboöa í gegnum aldimar. Meö því aö fjarlægja þaö og setja í staðinn hlut úr málmi og plasti geta menn ofgert tilfinningum viðkomandi og spilltgeðheilsuhans. Hjartanu er stjórnaö af heilanum en hlutur þess í hugarástandi eöa tilfinningum mannsins er mjög mikilvægur. Eins og til dæmis þegar það slær örar, þegar maöurinn reiöist eöa verður óttasleginn eða uppvægur af öörum ástæöum. En gervihjarta Clarks tannlæknis slær í Gervihjartað komið á sinn stað. föstum takti og breytir engu hvaöa skilaboö heilinn sendir frá sér. Sér- fræðingarnir segja aö missir þeirrar sjálfstýringar á hjartaslögunum geti veriö hættulegur geöheilsu manns- ins. Harvey Wolinski, hjartasérfræð- ingur viö Mount Sinaisjúkrahúsiö í New York, telur að missir þessa tilfinningalega viðbragös geti leitt af sér sálræn eftirköst á borö viö þau, sem læknar hafa oft reynt hjá sjúkl- ingum er tengdir hafa veriö viö nýmavélar. Þaö hendir aö þeir veröi miður sín yfir því að láta vélum eftir svo mikið vald á líkama sínum. I þessum vangaveltum er ekkert vitaö hvaöa sálræn áhrif aðgerðin hefur haft á Bamey Clark. Honum er stirt um mál vegna uppskurða á hálsi til þess aö hjálpa honum til öndunar. Og enn hefur hann ekki veriö tekinn til sálfræðilegrar rann- sóknar. Þó er vitað aö hann fékk einhver skjálftaköst á fimmta degi eftir aögerðina. Velta menn þeirri spurningu fyrir sér hvort þessi köst Barney Clark, fyrstí maðurinn með gervihjarta. Frá honum liggja leiðslur i hjálparvól og hann getur alcirei lifað eðlilegu Ufi með þann útbúnað. Hann var þó talinn „upplagt eintak" tíl tílraunarinnar vegna sálar- styrks og seiglu. Með gervihjarta veröur auðvitað ekki fundiö, hvort hjartað er hætt aö slá og meö lungna- eöa öndunarvél sést heldur ekki, hvort sjúklingurinn er hættur að anda,” segir Wolinski hjartalæknir sem hér aö ofan var vitnað í. Meö gervihjartanu færist lækna- vísindunum nýr vandi á hendur, vegna þess hve dýrt er aö framleiða slíka gripi, setja þá í hjartasjúkling og halda síöan gangandi. Vaknar þá sú spuming hversu réttmætt þaö sé meö tilliti til þess hve fáir þaö séu, sem fjárhagslegt bolmagn hafi til þess aö njóta þessarar hjálpar. Mörgum læknum þykir réttara aö veita þaö fjármagn til frekari rann- sókna á hjartakvillum og leitar að betri lækningaaöferöum. Dr. William C. DeVries, læknirinn sem stjórnaði aðgerðinni á Barney Clark, heldur á gervihjarta, eins og því sem sett var i tannlækninn. hafi veriö af geðrænum toga spunnin. Læknar Clarks héldu því fram aö hann heföi veriö „upplagt eintak” til þess aö gera þessa merkilegu tilraun á því aö hann hefði haft til aö bera mikinn sálarstyrk og væri „seigur eins og eyöimerkurkaktus”. I augum margra lækna eykur þessi aögerð enn á flækjumar í öðru viðkvæmnismáli sem snýst um, ,eðli- legan dauödaga”. Þaö hefur veriö ofarlega á baugi meö tilliti til sjúkl- inga í dauðadái, þar sem starfsemi líkamans er haldið gangandi meö hjálpartækjum eins og hjarta- og lungnavélum. Þykir þeim sem þaö gerist æ erfiðara og erfiðara fyrir lækninn að úrskurða hvenær mann- eskjaerdáin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.