Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1983, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1983, Síða 31
DV. ÞRIÐJUDAGUR 21. JUNI1983. 31 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Hopp og hí Mikið hopp og hí verður í Laugardalshöilinni næstkom- andi föstudagskvöld ef að lík- um lætur. Þar taka höndum saman Bandalag íslenskra listamanna og Lif og land og efna til Jónsmessugleði. Sú verður haldin i Laugardals- höll næstkomandi föstudags- kvöld og ætti hver aö fá eitt- hvaðviðsitthæfi. Heitar pizzur og ljúffeng vín verða á boðstólum og geta menn snætt undlr suð- rænni músik. Leikþættir og þjóðdansar verða á dagskrá og dillandi fiðluleikur. Kjaftakerlingarnar Edda Björgvins og Helga Thorberg leika lausum hala um stund og síðast en ekki sist gefst fólki kostur á að dansa undan sér fæturna. Og vel á minnst, það verður meira að segja hægt að kaupa blóm handa ástinni sinni á staðnum þvi blómavagn mikill verður i förum um Höllina. Hver segir svo að landinn kunnl ekki að gamna sér á góðri stund? Vond endalok í ónefndum þéttbýliskjarna hefur lögreglan hert mjög eftirlit með ökumönnum. Hafa ótrúlega margir staðar- búar verið teknir fyrir meinta ölvun við akstur. Fyrlr nokkru gerðist það að einn af frammámönnum bæjarins var að koma úr gleð- skap, hýr nokkuð en stilltur vel. Hann steig upp í bifreið sina og ók sem leið lá heim til sin. En þegar maðurinn, sem þyklr ekki með stærri mönn- um, stöðvaði bifreið sína fyrir utan hús sitt, þustu að ein- kennisklæddir lögregluþjón- ar. Varð manninum svo mik- ið um þá sjón að hann stökk inn í garð. Segja skreytnir, að hann hafi gert gott betur og þotið uppítré. En hvað um það, prófið missti hann og einatt síðan kalla kvikindin í bænum hann Liila klifurmús. Kartöflunefnd Sem kunnugt er náðist ekki samkomulag í sex-manna- Jónas Bjamnson. nefnd um verð á kartöflum til framleiðenda, en nýtt verð hefði átt að taka gUdi 1. júní. Var málinu vísað tU yfir- nefndar. Hin eiginlega kartöflunefnd hefur nú verið stofnuð. t henni eiga sætl: Páll Guð- brandsson Hávarðarkoti, Þykkvabæ, tilnefndur af fuU- trúum framleiðenda i sex- manna-nefnd og Jónas Bjarnason, tUnefndur af hálfu ncytenda. Oddamaður nefndarlnnar er skipaður af hæstarétti og sá er Guðmund- ur Magnússon rektor. Úr felum? Nýlega kom út tímaritið „Úr felum”. Þetta merkisrit er gefið út af Samtökum ’78 sem samanstanda af homm- umog lesbíum. Eins og nafn blaösins bend- ir tU er verið að draga það fólk sem þessum hópi tilheyr- ir fram i dagsljósið. En það er greinUega hægara sagt en gert því í umræddu hefti blaðsins kemur fram að gjald fyrir áskrift er 270 krónur ef menn fá það sent i glæru plasti. Fyrir 50 krónum meira er hins vegar hægt að fá það sent í ógagnsæju og ómerktu umslagi. Eddu-tilboó Þrótt fyrir þær lífsins dásemdir sem m.s. Edda hef- ur upp á að bjóða, eins og glöggt hefur komið fram í fjölmiðlum, mun þátttaka í ferðum vera heldur dræm. Hefur sá orðrómur siast út tU stærri fyrirtækja að starfs- fólk getl fengið vænan afslátt ef það ferðist í hópum með Eddunnl. Eins bafa einstakiingar þá sögu að segja að þeir hafi mætt á síðustu stundu niður á ferðaskrifstofu eða jafnvel á hafnarbakkanum og látið „bjóða í sig”. Þannig hafi fólk ferðast á mjög hagstæð- - um kjörum, eða fyrir kr. 500 í stólog 2700 í klefa. Umsjón: JóhannaS, Sigþórsdóttir. Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Bíóhöllin — Óttinn: Miðlungsmynd án mikillar spennu Hoiti: Phobia (Óttinn) Framleiðendur: Larry Spiegel og Mel Bergman. Leikstjóri: John Huston. Kvikmyndun: Reginald H. Morris. Tónlist: Andre Gagnon. Leikarar: Paul Michaol Glaser, Susan Hogan, John Colicos. Ottinn er að mínu mati aðeins miðl- ungsmynd og á langt í land með að vera hörkuspennandi „þriUer”, eins og komist er aö orði í auglýsingu um hana. Efnið býður í sjálfu sér upp á tals- verða spennu, en leikstjóranum kunna, John Huston, tekst einfald- lega ekki að laða hana fram og úr verður mynd sem rennur í gegn án óvæntra og magnþrunginna atriða. Myndin hefst á því, að læknir að nafni Peter Ross (Paul Michael Glaser), tekur að sér að komast að því hvað valdi ótta fimm dæmdra morðingja. Reynir hann að sýna fram á að ótti sé lykUUnn að glæp þeirra. Glæpamennirnir fimm þjást af mismunandi sálrænum ótta eins og hræðslu í mannþröng, lofthræðslu, innilokunarkennd, svo eitthvað sé nefnt. Ross hefur meðferðina á glæpa- mönnunum, en þá gerist það að sá þeirra sem lengst er kominn í með- ferðinni er myrtur á skelfUegan hátt. Spurningin er nú: Hver er söku- dólgurinn? Lögreglan telur að sam- fangi, og einn í fimm manna hópi Ross, hafi verið að verki. Síöan gerist þaö aö fleiri í hópnum eru myrtir og nær aUa myndina er það hulin ráögóta hver er morðing- inn. Aö taka á efninu með þeim hætti, að sýna aldrei framan í morðingjann og láta áhorfandann um aö geta og taka þátt í leiknum þar meö, hefur margsinnis verið gert áður. Oft hefur árangurinn verið miklar spennu- myndir, en einnig hefur verr tekist upp og er Ottinn dæmi um siíka mynd. Leikstjórinn John Huston, sem nú er orðinn 74 ára að aldri, er gamall refur í faginu og þekktur leikstjóri. Eftir hann Uggja úrvalsmyndir eins og The Treasure of Sierra Madre, Escape to Victory að ógleymdri African Queen. Leikararnir sýna að mínu mati engin sérstök tilþrif. Aðalhlutverkið leikur óþekktur leikari (hér á landi að minnsta kosti), Paul Michael Glaser og kemst hann þokkalega frá sínu hlutverki. Er kannski heldur til- gerðariegur á köflum. I sjálfu sér er ekkert frekar um myndina að segja. Hún er eins og áð- ur segir miðlungsmynd sem skUur lítið eftir sig. Jón G. Hauksson. Einn úr fimm manna hópi Ross geðlæknis hefur hér sloppið úr fangelsi og meðhöndlun geðlæknisins. Hann er hér á flótta og skýlir sér með því aö taka konu sem gísl. Þjóðminjasafni gefin mynd af Einari Péturssyni — manninum, sem handtekinn var með hvítbláin 1913 Á fögrum vormorgni fyrir sextíu ár- um, þann 12. júní 1913, reri Einar Pét- ursson verslunarmaður á Utlum kapp- róðrarbáti út á Reykjavíkurhöfn með hvítbláan fána við hún. Menn af danska eftirUtsskipinu „Islands Falk” handtóku Einar, því þeir töldu, að Is- lendingar hefðu ekki rétt tU að flagga öðru en „Dannebrog”. Handtakan vakti mikla reiði hjá Reykvíkingum. Bláhvítir fánar voru dregnir að húni um aUan bæinn og um kvöldið var haldinn fjölmennur borgarafundur í porti Miöbæjarbarnaskólans tU aö mótmæla því, að dönsku hervaldi skyldi beitt á íslenskri höfn. Eftir fund- inn gekk lúðraflokkur um götur bæjar- ins og lék ættjarðarlög en mannfjöldi fylgdi syngjandi á eftir. Einar Pétursson lést árið 1961. Nú hefur kona hans, Unnur Pétursdóttir og börn þeirra, Pétur, Guðrún og Unn- ur gefiö Þjóðminjasafni Islands styttu af Einari ti[ minningar um þennan dag sem varð eins konar fánadagur Is- lands. Styttuna gerði listamaðurinn Gestur Þorgrímsson. -IHH. Unnur Pétursdóttir, Þór Magnússon þjóðmingjavörður og Gestur Þorgrímsson virða fyrir sér styttu af Einari Péturssyni sem gefin er til minningar um merkan atburð. Sviffluga Sigmundar Andréssonar. íslandsmet f svifflugi Sigmundur Andrésson sló nýlega Is- landsmet Þórðar Hafliðasonar í svif- flugi. Met Þórðar var 172,5 kílómetrar. Sigmundur bætti það hins vegar um ■ tæplega 12 kilómetra, flaug 184,1 kíló- metra. Fór hann frá Sandskeiði að stað rétt fyrir austan bæinn Foss í Hörg- landshreppi í Vestur-Skaftafellssýslu. Hæst náði Sigmundur að fljúga í 4 þúsund metra hæð. A lofti var hann í 6 klukkustundir og 23 mínútur. Flugið austur tók hins vegar aðeins um fjórar stundir, en um tvær stundir notaði Sig- mundur til að hringsóla yfir Sandskeiði ognágrenni. -DS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.