Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1983, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIЗVISIR
144. TBL. 73.og9.ARG.— ÞRIÐJUDAGUR 28. JUNI1983.
16 ARA FANGELSI
Grétar Sigurður Árnason var í
morgun dæmdur til 16 ára fangelsis-
vistar fyrir að hafa orðið franskri
stúlku að bana á Skeiðarársandi í
fyrra og slasað systur hennar. Til
frádráttar kemur gæsluvarðhald frá
19. ágúst 1982. Það var Gunnlaugur
Briem yfirsakadómari sem kvað upp
dóminn í sakadómi í morgun, að hin-
um dæmda f jarstöddum.
Einnig var Grétar Sigurður
dæmdur til að greiða allan sakar-
kostnað.
Við málflutning rakti Bragi
Steinarsson vararíkissaksóknari at-
burðina sem leiddu að dauða Yvette
Bahuaud.
Siðdegis hinn 16. ágúst fengu
systurnar Yvette og Marie Luce
Bahuaud far hjá Grétari Sigurði
Ámasyni við afleggjarann að Höfn í
Hornafirði. Ok hann þeim að Sælu-
húsi á Skeiðarársandi. Lögðust
systurnar þar til svefns en vöknuðu
um kl. 11.30 við það að Grétar
Sigurður var kominn aftur. Krafðist
hann þess að þær kæmu með sér til
lögreglunnar á þeim forsendum að
þær hefðu reykt hass. Systurnar
aftóku það meö öllu og brutust út
átök. Réðst ákærði á Marie Luce og
barði hana þrívegis með byssuskepti
í höfuðið. Skildi hann hana svo rænu-
lausa eftir og hélt á eftir Yvette, sem
hafði flúið út úr Sæluhúsinu.
Grétar Sigurður f ann Yvette Bahu-
aud við afleggjarann að Sæluhúsinu.
Saksóknari telur aö hann hafi skotiö
hana þá af fullkomnum ásetningi,
með haglabyssu, af 35—40 metra
færi. I þann mund kom þar aö
flutningabíll en Grétar Sigurður
sagöi ökumanni hans aö umferðar-
slys hefði átt sér stað og baö hann um
aö sækja aðstoð. Kom Grétar
Sigurður Yvette síðan fyrir í
farangursrýminu og ók af .stað.
Skömmu síðar stöðvaði hann bifreið
sína og komst að því að Yvette væri
látin. Skildi hann þá bifreiðina eftir
og flúði í burtu.
Grétar Siguröur Ámason var
handtekinn að morgni 17. ágúst og
hefur hann setið í varðhaldi síðan.
-ÁS/JBH.
Fóstrurnar
halda fyrir
nefiöerþær
drekkakaffið
— sjá lesendur
bls. 17
Frestuná
greiöslu fast-
eignalána
— sjá Viðskipti
bls. 18
Verökönnunhjá
myndbanda-
leigum
— sjá neytendur
bls.6
SelurinnJó-
hanna á ísafiröi
— sjábls.2
Ekki munar nema 2% á
kommúnistum og kristilegum
eftir kosningamar á Ítalíu
—sjá eii. f réttir á bls. 8 og 9
Páfikomogfór
—hvaðsvo?
— sjá erl. grein
bls. 10
Hann ngmr og ngmr a Suðurlandi. Menn spyrja i hljóði: Ætíar þassu aldrei að linnaP Ekkert svar, bara
meiri rigning. Og það er litil hjálp í þeim á Veðurstofunhi. AO visu gefa þeir allgóðar vonir með morgun-
daginn en svo á allt að fara íþað sama. o V-mynd: Þó. G. /JBH.
Kristján Viöar
ogSævar
Marínó
bráttlausir
— sjá bls. 3
Löggan
ífjallaflugi
— sjá bls. 3
Aðskjóta
kalkúnoghrút
— sjá Dægradvöl
bls. 35-36
íbúöarsalan
íKaupmanna-
höfn
-sjábls.4
.