Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1983, Blaðsíða 4
4 DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ1983. Ibúðasölumálið í Kaupmannahöfn: „Mjög alvar- leg ásökun” — segir Peter Rasmussen sem stefnir Önnu Krist jánsdóttur fyrir rógburð „Anna segir umboö mitt fasaö. Þaö er mjög alvarleg ásökun á hendur lög- gi tum skjalaþýðanda, ekki sist þegar við bætist aö ég hef í höndum staðfest- ingu frá 20. maí 1983, undirritaða af önnu sjálfri hjá lögfræðingi kaupenda íbúðarinnar, um að umboðiö sé í fullu gildi. Ella heföi ég steinhætt öllu saman og Anna heföi getað átt sina skuldasúpu sjálf.” Þetta sagði Peter Rasmussen, sem sakaður hefur verið um misferli í sam- bandi viö sölu á íbúð sem Anna Kristjánsdóttir átti í Kaupmannahöfn, svo og á innbúi og munum úr sömu íbúö. DV átti viðtal við hann um þessi mál í Kaupmannahöfn fyrir skemmstu, þar sem fram kom meðal annars að Peter hafði haft umboð til að annast fjárreiður og bankamál Önnu Kristjánsdóttur, seljanda íbúðarinnar sem deilan snýst um, í tvö ár, sem ekki hefði verið hægt nema með allsherjar- umboði. „Það sem Anna áttar sig alls ekki á,” sagði Peter Rasmussen ennfrem- ur, „er að fasteignasala, lánaviðskipti og fasteignaverð er með talsvert öðrum hætti í Danmörku en á Islandi. Fasteignamat hér til dæmis hefur lækkaö jafnt og þétt frá 1979 og útilokaö að kalla að selja hér íbúð með hagnaði, sem keypt er eftir þann tíma. Það er frjálslega meö farið að ég eða fasteignasali önnu höfum heimtað „geðheilbrigðisvottorð” af íslenskum hjónum sem höfðu hug á að kaupa þessa íbúð. Aftur á móti sagðist fast- eignasalinn ekki vilja hætta viðskipta- leyfi sínu með því að gegnumgangast sölu af þessu tagi, nema þau hefðu lög- fræðing sem staðfesti kaupin og ábyrgðist greiðsluna. Annars hefðu þau sem hlunnfarnir kaupendur getaö neitað að standa við gerða hluti og jafnvel farið illa með fasteignasalann og seljandann. Mér vitanlega hafði ekki verið skipt um skrá í íbúöinni þegar þau komu að skoða hana. Hins vegar geta aðilar sem áttu aö sjá um flutning á hús- gögnunum vel hafa brotið lykil í skránni eða annaö slikt, og ég gat ekki ráölagt þessu fólki annaö en verða sér úti um lásasmiö til hjálpar. Sjálfur hafði ég aldrei lykla að íbúðinni. Það hafði aftur á móti fasteignasali hennar. Peter fíasmussen: „Mjög alvar/eg ásökun á hendur /öggi/tum skjaiaþýö- anda." Veöskuldir eru þannig upp settar hér aö sé ekki staðið í skilum eins og vera ber er öll skuldin gjaldfallin og ekki hikaö við að ganga eftir þvi. Anna greiddi ekki afborgun sem hún átti aö greiða í desember og stóð þá uppi með skuld upp á dkr. 27.915,88 í afborganir og vexti. I lok nóvember var henni sent söludæmi sem hljóðaði upp á um sjö þúsund króna tap og hún var ásátt með það. Hins vegar opnaðist möguleiki með breyttu lánafyrirkomulagi sem tók gildi 1. mars til að taka nýtt veðlán og greiða með því upp gömlu lánin. Þetta gerði ég fyrir önnu hönd og tókst með því jafnframt að spara þessi 27 þúsund þannig aö Anna slapp skuld- laus frá sölunni, meira að segja þannig aö þaö kostaöi hana ekki eyri aö eiga íbúðina frá 1. júlí 1982 til söludags. Eg skýrði henni frá þessum sölumögu- leika fyrst í mars, en því miður í síma svo það er óstaðfest, og þá samþykkti hún þetta. Kaupverð á afsali var dkr. 400 þús., sem með afföllum gerir um 369.000 dkr. Flutningur á húsgögnunum var hins vegar aldrei á minni könnu, enda hafði ég ekki lykil að íbúðinni og ekki hug- mynd um það er kaupin voru gerð að hún væri með húsgögnum enn. Það var annar vinur önnu sem var beöinn að sjá um flutning á húsgögnunum og hann taldi þaö myndi kosta um 22 þús- und krónur að búa þau til flutnings og vildi fá tryggingu fyrir því fé. Anna hafði þá, er þar var komið, látið 11 þús- und króna lán gjaldfalla á mig og ég hafði ekki áhuga á að taka á mig fleiri skuldir hennar vegna. Hins vegar varð ég að sjá um að íbúðin yrði tæmd til þess að standa við skuldbindingar um sölu hennar, svo ég tók besta tilboði í innbúið sem var 5 þús. krónur. Hver sem er getur gengið úr skugga um verð á notuöum húsgögnum hér, bara með því að líta í auglýsingar í Politiken. Kaupandi húsgagnanna neitaði hins vegar að taka skáp sem í íbúðinni var, með teikningum og þvíumlíku, sem hann taldi of persónulegt til að hrófla við því. Þegar kaupandinn flutti inn hafði hann samband við mig og skammaði mig fyrir að hafa ekki f jar- lægt þetta dót líka. Þá vildi svo vel til að Anna var hér í borginni og ég kom boðum til hennar að sækja þetta dót á tíma sem nýi íbúöareigandinn haföi tiltekið. Anna kom hins vegar fyrir tilsettan tíma og fór inn í íbúðina, líkast til um bakdyr, og tók eitthvað af dótinu úr skápnum. Hvers vegna hún tók ekki allt veit ég ekki og skipti mér ekki af. Kynni min af önnu hófust með þeim hætti að hún og kona mín voru vinkon- ur. Það var af þeirri vináttu að við tókum að okkur að hjálpa henni með fjárreiður hennar hér. Henni er full- kunnugt um að við höfum engu að leyna í þessu sambandi, og kannski gerir hún sér ekki grein fyrir hvílíkan skaða hún gerir mér meö þessu. Eg á ekki annarra kosta völ en aö stefna henni til að hreinsa mannorö mitt og hef beðið lögfræðing minn á Islandi að geraþað.” -S.H. Svomælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði HINN FRIÐLAUSI Þær fréttlr berast nú frá Líbanon og Sýrlandi, að Yasser Arafat sé kominn í mikii vandræðl, er fjöl- mennlr hópar skæruliða Palestinu- manna hafa snúist gegn honum, en Sýrlendlngar gert hann landflótta. Hinn fyrrum glaðbeitti maður og vinsæll má hvergi höfði haila i ætt- iöndum sinum, en leitar nú stuðnings í kommúnlstaríkjunum. Virðlst ljóst, að komið er að kaflaskilum í deilum tsraeismanna og Araba. Herför tsraelsmanna i Libanon var mjög umdeild á sinni tíð. tsraeis- menn og þelr, sem hafa samúð með málstað þeirra, bentu á, að herförln væri gerð til þess að koma á friði í þessum helmshluta. PLO var búið að koma sér vel fyrir i Libanon og hafði dvöl þeirra i landinu orðið tU þess að borgarastyrjöld rikti í landlnu, en það hersetið af Sýrlendingum og PLO-mönnum. Allar horfur voru á því, að Libanon myndi liðast í sundur, og Sýrlendingar sóttust mjög eftir því að tryggja sér meö valdi leið tU sjávar og efla þannig riki sltt. Herför tsraelsmanna tókst í aUa staðl. Þeir ráku PLO-menn úr Libanon og þeim var tekið vel af meirUiluta Libanonbúa, sem vitan- lega óska þess fyrst og fremst að lifa í friði. t framhaldi af þvi hafa átt sér stað friðarumleitanir, og tsraelmem hafa lýst þeim vilja að fara úi Líbanon, ef aðrir erlendir herflokkai gerl slíkt hið sama. Það hafa hinc vegar Sýrlendlngar ekki vUjað gera, og þegar í ljós kom, að Yasser Arafat vUdl einhverja friðsamiega lausn i málefnum PLO, þá varð hans persóna non grata í Sýrlandi og er rekinn þaðan, en ofstækisfuUlr hernaðarsinnar hef ja uppreisn gegn honum. Er nú svo komlð, að PLO- menn berjast innbyrðis. Ekki er vitað tU þess, að menn hafi skotlð á fundum hér á landi, eftir að hermdarverk PLO-manna fóru að bitna á þeim sjálfum, en hins vegar tala fréttamenn útvarps og sjón- varps ennþá tun, að upphaf átaka í Libanon sé að rekja tU herfara tsraelsmanna. Er þar enn á ferð sú einkennUega sjálfseyðingarhvöt, sem margir vestrænir fréttamenn eru baldnir af, einkanlegar banda- rísklr, en sjónarmið þelrra eru mjög ráðandi í fréttum útvarps og sjón- varps. Þessa sér líka glögglega stað í fréttaplstlum Helga i Washington, — hans sjónarmlð eru glögglega gegn stefnu Reaganstjórnarlnnar, hvert sem málefnlð er. AUs staðar eru það Bandarik jamenn, sem koma Ulu af stað, en þagað um hina. Forseti Líbanon hefur vUjað koma á friði i landi sinu. Hann hefur óskað eftir því við erlend herveldl, tsraels- menn, PLO-menn og Sýrlendlnga, að koma sér burtu úr landlnu. tsraels- menn hafa lýst sig tUbúna að fara með þeim skUyrðum, að tryggt sé að Líbanon verðl ekkl bæklstöð manna, er vUji gera árásir á Israel. Forseti Líbanon er sammála þessum skU- yrðum, enda vUl hann ekki, að land hans og þjóð verði fyrir árásum tsraelsmanna. Það er því ljóst, að friðarviðræður stranda ekki á vUja- leysi manna í Beirút eða Jerúsalem. Forseti Bandaríkjanna hefur lýst sig fylgjandi sáttmála tsraels og Líbanon. Hins vegar hafa kommúnistaríki og Sýrlendingar farið hamförum gegn öUum friðarviðræðum. Það vlrðlst eins og hugtakið friður táknl í þeirra augum uppgjöf andstæðlng- anna. Ekki er vitað, hvað gerlst í ferð Yassers Arafat tU kommúnista- rikjanna. En búast má við, að hann kaupl völd sin þvi verði að snúast aftur tU hernaðarstefnu fyrir samtök sin, en reyni ekki framar að ná fram stefnu sinni á friðsaman hátt. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.