Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1983, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1983, Blaðsíða 37
DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. JUNI1983. 37 Sviðsljósið_________________ Sviðsljósið__________ Sviðsljósið Lítil sápusala i Frakklandi Mjög sérkennileg könnun var fram- kvæmd í Frakklandi fyrir skömmu. Markmiö könnunarinnar var, aö sögn sálfræöingsins Christian Boeldieu, aö leiöa í ljós hvernig baövenjum landa hans er háttaö og kom þá meöal annars í ljós af hverju Frakkar nota eins mikið ilmvatn og raun ber vitni. Fram kom að einn Frakki af hverjum fjórum þvær sér um hendurn- ar aðeins einu sinni á dag og um þaö bil helmingur þjóöarinnar burstar ekki í sér tennumar fyrir háttinn, ein afleið- ing þess er aö 95 prósent franskra ung- menna eru með skemmdar tennur. Einnig kom þaö í ljós að ekki hefur enn fundist Frakki sem fer i sturtu dag- lega. I staðinn fyrir að kaupa sér sápu- stykki kjósa Frakkar frekar aö kaupa sér dýr og fín ilmvötn og sletta á sig til þess aö yfirgnæfa annan fnyk sem kynniað vera á sveimi. Þykja Frakkar þar nokkuð lfkjast honum Lúövik 14., sólkonunginum sinum fræga. Lúðvík sá var meðal annars frægur fyrir þaö aö hafa ekki farið nema einu sinni í baö um ævina. Hann hafði verið baðfælinn alla tíö en kastaöi sér í baö einn góðan veðurdag og urðu afleiö- ingar baösins tvíþættar. I fyrsta lagi varð hann auðvitað hreinn en í ööru lagi kvefaðist hann og lífhræddur eins og hann var kaus hann, það sem eftir var ævi, að gusa yfir sig ilmvatni til þess aö þurfa ekki aö tefla i tvisýnu á ný. .... fítli, lúpulegi Ijósmyndarinn tekinn i karphúsið. . . . Létt áflogasyrpa frá Róm Allflestir hafa gaman af því að láta taka af sér myndir, svo maöur tali nú ekki um ef þær birtast í blööum. En svo er nú ekki meö alla. Bandaríski leikar- inn Robert De Niro er einn af þeim og ef honum mislíkar eitthvað þá sýnir hann þaö i verki. Meöfylgjandi myndir eru teknar í Róm þar sem De Niro vinnur að gerð nýrrar kvikmyndar. Var hann á ferö í myndagervinu og haföi tekið sér smárúnt um götur og torg. Fyrir einskæra tilviljun, eins og oft vill verða, var blaöaljósmyndari einmitt staddur á staðnum er bill De Niros stoppaði. Ljósmyndarinn þekkti kauöa, þrátt fýrir gerviö, og var ekkert aö dóla heldur byrjaði að smella af í gríð og erg. De Niro tók þessu miður vel, beit á jaxlinn og vipp- aöi sér út úr bílnum með miklum til- þrifum. Greip leikarinn myndasmiö- inn fantatökum og sem betur fer var annar ljósmyndari á staðnum til aö festa bolabrögð þessi á filmu, frekar 'en að koma hinum til aðstoðar. Því eins og myndirnar bera með sér þá var þetta heldur ójafn leikur, De Niro stór og jakalegur en ljósmyndarinn lítill og pervisinn væskill. En þrátt fyrir þennan mun þá hafði litli naggurinn betur, stakk sér inn í bílinn eftir stjöm- unni og náöi að rifa tóliö úr höndum hans. Fór því betur en á horfðist, það er fyrir ljósmyndarann, hann fékk myndirnar en De Niro skömm fyrir. í karimannsgervi Brooke Shields falleg og dreymandi. Sú sama einbeitt og hörkuleg. Þeir í Hollywood hafa verið þekktir í gegnum tíöina fyrir aö apa hver eftir öörum, ef ein hugmynd gefur arð þá er hún óðum notuð aftur. Dustin Hoffman lék konu í Tootsie og er nú óðar byrjaðaðtaka mynd þar sem hin bráðhuggulega BrookeShields leikur karlmann. Myndin er tekin í Israel og heitir i Sahara. Hún f jaUar um rall- keppni sem haldin var i samnefndri •eyðimörk 1927. Brooke leikur kven- mann sem neyðist til að bregða sér í karlmannsgervi til að geta tekið þátt í kepninni. Til að breyta stúlkunni þurfti ekki mikið, eitt stykki hárkollu og nokkur hár í skóreimayfirskeggið sem hún skartar í myndinni. Þótti förðunarmeisturum hafa tekist nokkuö vel upp því þegar stúlkan birtist fyrst í gervinu hvískruðu menn sín á miUi hvaða lúði væri eig- inlega kominn þarna. CHICO OG HEIMS- METIÐ I Ameríku er mikið atvinnuleysi eins og kunnugt er og þar ráfa menn um og dunda sér við að drepa tímann. Hann Chico Johnson, 23 ára, ákvað að nrista af sér slenið og setja heimsmet í einhverju. Og viti menn enginn hafði sett heimsmet í að halda húlagjörðum á lofti. Chico var ekkert aö drolla heldur æfði sig af kappi og árangurinn varð heimsmet, enginn annar getur haldið 78 gjörðum á lofti eins lengi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.