Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1983, Blaðsíða 25
DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. JUNI1983.
25
Sími 27022 Þverholti 11
Smáauglýsingar
Vestf iröingar í neyð.
Leiklistarnemi með konu og eins árs
barn óskar eftir íbúð til leigu nk. vetur.
Algjörri reglusemi heitið og fyrirfram-
greiðslu sé þess óskaö. Allar nánari
upplýsingar gefnar í síma 94-2154.
Herbergi óskast, tielst innan Hringbrautar, reglusemi. Uppl. næstu þrjú kvöld í síma 26831 milli kl. 19 og 20.
3ja—4ra herbergja íbúð óskast til leigu fyrir 1. sept. handa heil- brigöum stúlkum á aldrinum 3ja til 27 ára. Reglusemi og einhver fyrirfram- greiösla ef óskaö er. Meðmæli frá fyrri leigusölum fáanleg. Uppl. i síma 12627.
Skólastúlkur utan af landi vantar 3ja—5 herbergja íbúð í Reykja- vík frá septemberlokum, helst í ná- grenni miðbæjarins, reglusemi heitið. Hafið samband í síma 91-21292.
Heildverslun óskar eftir lítilli ibúð handa starfsmanni. Reglusemi og góðri umgengni heitiö. Uppl. í síma 34050 eða 83574 á vinnutíma, en annars í sima 38773.
Óskum eftir 3—4 herbergja íbúð helst í Hafnarfirði. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Uppl. í síma 52159 eða 52200.
Húsaviðgerðir |
Húsaþéttingar. Þéttum þök, múrveggi, stein, sprung- ur, þakrennur, glugga og fleira. Örugg þjónusta. Sanngjarnt verð. Uppl. á daginn í síma 12460 og 12488, kvöldsím- ar 74743 og 12460. Guðmundur Davíðs- son.
Þak- og utanhússklæðningar. Klæöum steyptar þakrennur, einnig gluggasmíði og ýmiss konar viöhald. Uppl. í síma 13847.
SEMTAKhf. auglýsir. Komum á staðinn, skoðum, metum skemmdir á húsum og öðrum mann- virkjum, klæðum þök og veggi, setjum upp þakrennur, tökum að okkur múr- viðgerðir, sprunguviðgerðir, háþrýsti- þvott og aðra undirvinnu fyrir máln- ingu og einnig málun húsa, tilboð eða tímavinna. — Þekking, ráðgjöf, viðgerðir. — Uppl. í síma 28974 og 44770.
Atvinnuhúsnæði
1 hjarta borgarinnar. Til leigu nokkur skrifstofuherbergi frá og með næstu mánaðarmótum. Áhuga- samir skili inn uppl. um nafn, síma og starfsemi, merkt ”X1”, inn á augld. DV fyrir næstu mánaðamót.
Skrifstofuhúsnæði. Til leigu, ca 50m2, á besta stað við Armúla. Mjög áberandi staður.Hafið samband við auglþj. DV í síma 27022 e. kl. 12. H—973.
Húnæði fyrir verslun eða annað er til leigu. Tilboö merkt „Góður staöur 920” sendist auglýs- ingadeild DV.
Atvinnuhúsnæði fyrir léttan iðnað óskast strax, 40—60 ferm, þarf að vera með góðum að- keyrsludyrum.Hafið samband við auglþj. DV í síma 27022 e. kl. 12. H—001.
Atvinna í boði
Skrifstofustarf. Stúlka óskast til skrifstofustarfa sem fyrst, vélritunarkunnátta nauösynleg. Heils dags starf, en til greina kemur hálfs dags starf fram á haust. Hafið samband við auglþj. DV í síma 27022 e. kl. 12. H—852.
Veitingastaður á Stór-Reykjavíkursvæðinu í fullum rekstri til leigu, tilvalið fyrir samhent hjón. Hafið samband við auglþj. DV í síma 27022 e. kl. 12. H—844.
Afgreiðslustarf.
Starfskraftur óskast strax til
afgreiöslustarfa í verslun með hús-
gögn og innréttingar, starfsreynsla
nauðsynleg. Umsóknir er greini aldur,
menntun og fyrri störf sendist DV fyrir
30. júní merkt „Afgreiðslustarf 870”.
Oska eftir ráðskonu
á lítið vinalegt heimili. Hafið samband
viðauglþj. DV í síma 27022 e. kl. 12.
H—873.
Stúlkur óskast í snyrtingu og pökkun, bónusvinna, fæði og húsnæði á staðnum. Uppl. í síma 93-8687, Hraðfrystihús Grundar- f jarðar hf.
Jámsmiður eða lagtækir menn vanir járnsmíði óskast. Uppl. í síma 73306 eftir kl. 16.
Vanir pípulagningamenn óskast í vinnu, fæði og húsnæði á staön- um.Uppl. í síma 94-7760.
Óska eftir að ráða bifreiðarstjóra með meiraprófs- réttindi til aksturs leigubifreiöar. Uppl. í síma 18828 og 77248 eftir kl. 19.
Óskum eftir stúlku til almennra eldhússtarfa, heilsdags- vinna. Uppl. í síma 21771 milli kl. 13 og 17.
Beitingamann vantar á MB Boða GK. Uppl. í síma 92-6928 milli kl. 18 og 20.
Trésmiður óskar eftir öðrum trésmið sem vinnu- félaga. Uppl. í síma 36808 eftir kl. 19.
Stúlka óskast í sælgætisverslun við Laugaveg. Uppl. í síma 66977 eftir kl. 20.
Atvinna óskast
25 ára kennari óskar eftir vinnu, hálfan eöa allan dag- inn, í 2 mán., ef til vill lengur, allt kem- ur til greina. Uppl. í síma 36453, Fríða.
óska eftir mikilli vinnu, er 28 ára og hef meira- og rútupróf, ýmislegt kemur til greina. Uppl. í síma 73887.
Tvítugan háskólanema vantar vinnu strax, hefur bílpróf. Einnig er til sölu norsk álklæðning á góðu verði. Uppl. í síma 28999.
Líffræðinemi, 23 ára, óskar eftir vinnu, hefur reynslu í líf- rænni- og lífefnafræði. Uppl. í síma 23161.
Kona óskar eftir ráðskonustöðu á góðu heimili í sveit eða kaustað. Uppl. í síma 16341.
Hreingerningar
Þrif, hreingerningar, teppahrcinsun. Tökum aö okkur hreingerningar á íbúðum, stigagöngum og stofnunum, einnig teppahreinsun með nýrri djúp- hreinsivél sem hreinsar með góðum árangri, sérstaklega góð fyrir ullar- teppi. Vanir og vandvirkir menn. Uppl. í síma 33049 og 85086. Haukur og Guð- mundurVignir.
Hólmbræður. Hreingerningastöðin á 30 ára starfs- afmæli um þessar mundir. Nú sem fyrr kappkostum við að nýta alla þá tækni sem völ er á hverju sinni við starfiö. Höfum nýjustu og fullkomn- ustu vélar til teppahreinsunar. Öflugar vatnssugur á teppi sem hafa blotnað. Símar okkar eru 19017, 77992, 73143 og 53846. Ölafur Hólm.
Hreingerningafélagið Snæfell. Tökum að okkur hreingerningar á íbúöum, stigagöngum og skrifstofu- húsnæði. Einnig teppa- og húsgagna- hreinsun. Móttaka á mottum að Lindargötu 15. Hreinsum einnig áklæði og teppi í bílum. Höfum einnig háþrýstivélar á iðnaðarhúsnæði og vatnssugur á teppi og fleira. Uppl. í síma 23540 og 54452. Jón.
Hreingerningar- og teppahreinsunar- félagiö Hólmbræöur. Margra ára örugg þjónusta. Uppl. í síma 50774, 30499 (símsvari tekur einnig viö pönt- unum allan sólarhringinn sími 18245).
Hreingemingaþjónusta
Stefáns Péturssonar og Þorsteins
Kristjánssonar tekur að sér hreingern-
ingar, teppahreinsun og gólfhreinsun í
einkahúsnæöi, fyrirtækjum og stofn-
unum. Haldgóö þekking á meðferð
efna ásamt margra ára starfsreynslu
tryggir vandaða vinnu. Símar 11595 og
28997.
Gólfteppahreinsun — hreingemingar
Hreinsum teppi og húsgögn í íbúðum
og stofnunum með háþrýstitækni og
sogafli. Erum einnig með sérstakar
vélar á ullarteppi. Gefum 2 kr. afslátt
á ferm í tómu húsnæði. Erna og Þor-
steinn, sími 20888.
Líkamsrækt |
Ljósastofan Hverfisgötu 105 (v/Hlemm) Opið kl. 8—22 virka daga, laugardaga 9—18, lokað sunnudaga. Góö aðstaða. Nýjar fljótvirkar perur. Lækningarannsóknarstofan, sími 26551.
Sólbaðsstofan Sólln. Góður bekkur tryggir góðan árangur. Traöarlandi 10, sími 37302.
Árbæingar, Selásbúar. Hjá okkur er alltaf sól, sérstakar fljót- virkar perur, sérklefar, góð sturtu- og snyrtiaðstaða. Tryggið ykkur tíma í síma 74270. Sólbaðsstofan, Brekkubæ 8.
Sóldýrkendur — dömur og herrar: Við eigum alltaf sól. Komið og fáið brúnan lit í Bel-O-Sol sólbekknum. Sólbaðstofan Ströndin, Nóatúni 17, sími 21116.
Sólbaðsstofan Sælan, Ingólfsstræti 8. Dömur og herrar, ungir sem gamlir, losniö við vöðva- bólgu, stress ásamt fleiru um leið og þiö fáið hreinan og fallegan brúnan lit á líkamann. Hinir vinsælu hjónatímar á kvöldin og um helgar. Opið frá kl. 7— 23, laugardaga 7—20, sunnud. 13—20. Sérklefar, sturtur, snyrting. Verið vel- komin, sími 10256. Sælan.
Ljósastofan við Laugaveg býður dömur og herra velkomin frá kl. 8 til kl. 22 virka daga og laugardaga til kl. 19. Nýjar fljótvirkar perur tryggja öruggan árangur, reynið Slendertone vöðvaþjálfunartækiö til grenningar og vöövastyrkingar, sérklefar og góð bað- aðstaða. Verið velkomin. Ljósastofan Laugavegi 52, sími 24610.
| Innrömmun
Rammamiðstöðin Sigtúni 20 sími 25054. Alhliða innrömmun, um 100 tegundir af rammalistum, þ.ám.állist- ar fyrir grafík og teikningar. Otrúlega mikið úrval af kartoni. Mikið úrval af tilbúnum álrömmum og smellurömm- um. Setjum myndir í tilbúna ramma samdægurs, fljót og góð þjónusta. Opið daglega frá kl. 9—18 nema laugardaga kl. 19—12. Rammamiðstöðin, Sigtúni 20 (á móti ryðvarnaskála Eimskips).
| Ýmislegt
Bilkerrur til leigu, nokkrar stærðir. Uppl. í síma 83799.
Barnagæsla
Unglingsstúlka óskast til að gæta barns kvöld og kvöld, jafn- vel um helgar. Uppl. í síma 29176 og 27130 (Þórný).
Stúlka óskast til að gæta 3ja ára stelpu allan daginn í júlí, síðan hluta úr degi. Uppl. í síma 29176 og 27130 (Þórný).
Eg er á 14.ári og óska eftir að komast út á land að passa í sumar, get byrjað strax. Uppl. í síma 99-3353.
Gettekiðað mér barn allan daginn, er í vesturbæn- um. Uppl. í síma 13842.
Oska eftir 12—14 ára stúlku til að gæta 11/2 árs stelpu hálfan daginn í júlí og ágúst, helst úr Árbæ. Uppl. í síma 72323.
Vesturbær — barnagæsla. 10—12 ára stúlka óskast til að gæta 3 ára drengs hluta úr degi í júlí-ágúst. Uppl. ísíma 19264.
Stúlka óskast til að gæta 9 mán. gamals drengs. Uppl. í síma 38927 eftir kl. 17.
| Garðyrkja
Urvals gróðurmold tU sölu,
staðin og brotin. Uppl. í síma 77126.
Aburðarmold.
Urvals gróöurmold, mulin og blönduð
áburði, heimkeyrð. Uppl. í sima 54581.
Heyrðu!!! Tökum að okkur alla standsetningu lóða, jarðvegsskipti, hellulögn o.s.frv. Gerum föst tilboð og vinnum verkin strax. Vanir menn, vönduð vinna. Símar 38215, 27811 og 14468. BJ- verktakar.
Lóðaeigendur athugið. Tek að mér standsetningu lóða, jarð- vegsskipti, túnþöku- og hellulögn, vegghleðslur, girðingar og fleira, einnig faglegar ráðleggingar um skipulagningu lóða og plöntuval. Uppl. í síma 32337 eða 73232 Jörgen F. Ölason skrúðgarðyrkjumeistari.
Túnþökur fyrir alla, áratuga reynsla tryggir gæðin. Fljót og örugg þjónusta. Uppl. í síma 78155 á daginn og 17216, 41896 og 99-5127 á kvöldin. Landvinnslan sf.
Verið örugg, verslið við fagmenn, lóðastandsetning- ar, nýbyggingar lóða, hellulagnir, vegghleðslur, grasfletir. Garðverk, sími 10889.
Nýjar víddir í garðavinnu. Við gerum skipulagstillögur í formi teikninga eða skissu (líkan ef óskaö er). Afmörkum garðinn í grjót- og gróðurumhverfi, útbúum umhverfi, fyrir börn. Við vinnum með torf og grjót í hleðslum og mótum í tré, járn, plast og steypu (erum myndhöggvarar að mennt). Gömul list og ný er gleður augaö. Klrambra sf. Uppl. hjá Tryggva Gunnari Hannssyni, síma 16182 og Olafi Sveini Gíslasyni síma 39192.
Túnþökur. Vélskornar túnþökur. Björn R. Einars- son. Símar 20856 og 66086.
Garðsláttur. Tek að mér að slá garða, ódýr og góö þjónusta. Uppl. í síma 72222. (Geymið auglýsinguna).
Er grasflötin með andarteppu? Mælt er meö að strá sandi yfir gras- faltir til að bæta jarðveginn og eyða mosa. Eigum sand og malarefni fyrir- liggjandi. Björgun hf., Sævarhöfða 13, Rvík., sími 81833. Opið kl. 7.30—12 og 13—18, mánudaga til föstudaga.
Skrúðgarðamiðstöðin, garðaþjónusta, efnissala, Skemmu- vegi lOm Kóp., sími 77045—72686 og um helgar í síma 99-4388. Lóðaumsjón, garösláttur, lóðabreytingar, stand- setningar og lagfæringar, garðaúðun, girðingavinna, húsdýra- og tilbúinn áburður, trjáklippingar, túnþökur, hellur, tré og runnar, sláttuvélaviö- gerðir, skerping, leiga. Tilboð í efni og vinnu ef óskað er, greiðslukjör.
Garðeigendur. Tökum að okkur hina ýmsu garðvinnu, svo sem snyrtingu, hellulagnir, hleðslu o.fl., tilboð eða tímavinna. Uppl. í síma 12203 frákl. 19.
Lóðastandsetning. Tökum að okkur alhliða standsetningu lóða, túnþöku- og hellulögn, veggja- hleðslur, girðingar o.fl. Uppl. í síma 12523 og 86803.
Túnþökur—gróðurmold til sölu. Bjóðum úrvals túnþökur, heimkeyrðar, á 25 kr. ferm, jafnframt seldar á staðnum á 22,50 ferm. 12 rúmmetrar af mold á 700 kr. Allar pantanir afgreiddar samdægurs. Góð greiðslukjör. Uppl. í síma 37089 og 73279.
Húsdýraáburður og gróðunnold. Höfum húsdýraáburð og gróðurmold, dreifum ef óskað er. Höfum einnig traktorsgröfu til leigu. Uppl. í síma 44752.
Garðsláttur. Tek aö mér slátt og snyrtingu á einbýlis-, fjölbýlis- og fyrirtækja- lóðum. Geri tilboð ef óskaö er, sann- gjarnt verð. Einnig sláttur með orfi og ljá. Ennfremur sláttuvélaleiga og viögeröir. Uppl. í síma 77045 og 99-4388. Geymiö auglýsinguna.
Sláum, hreinsum, snyrtum
og lagfærum lóðir, orfa- og vélsláttur.
Uppl. í síma 22601, Þórður, og 39045,
Héðinn.
Túnþökur.
Til sölu góðar vélskornar túnþökur,
heimkeyrðar eða sóttar á staðinn.
Sanngjarnt verð, greiðslukjör. Uppl. í
símum 77045, 15236 og 99-4388. Geymið
auglýsinguna.
Sláttur—vélorf.
Tökum að okkur slátt fyrir
einstaklinga, fyrirtæki og húsfélög. Er
meö stórar og smáar sláttuvélar.
Einnig vélorf. Að auki bjóöum við
hreinsun beöa, kantskurð, girðinga-
vinnu og fleira. Utvegum einnig hús-
dýra-, tilbúinn áburð, gróðurmold,
sand, möl, hellur o.fl. Sanngjamt
verð. Garðaþjónusta A & A sími 81959
og 71474.
Garðaþjónusta.
Önnumst frágang lóöa, stórra sem
smárra. Leggjum þökur, kantsteina og
hellur, gróöursetjum trjágróöur og
hlööum kanta svo eitthvað sé nefnt.
Skilum vönduðu verki á viðunandi
verði. Símar 22372 og 39308.
Túnþökur.
Góðar vélskornar túnþökur til sölu,
heimkeyröar, legg þökurnar ef óskað
er, margra ára reynsla tryggir gæði,
skjót og örugg afgreiðsla. Túnþökusala
Guðjóns Bjarnasonar, sími 66385.
Nýjar víddir i garðvinnu.
Torfhleðsla, grjóthleösla, trésmíði,
járnsmíði, plastmótun, skipulag og
teikningar, skúlptúr (myndhöggvara-
vinna). Umhverfi fyrir börn. Gömul
list og ný er gleöur augað. Klambra sf.,
TryggviG. Hansen, sími 16182.
Fataviðgerðir
Fatabreytinga- & viðgerðaþjónusta.
Breytum karlmannafötum, kápum og
drögtum, skiptum um fóður í fatnaði.
Gömlu fötin verða sem ný, fljót af-
greiðsla. Tökum aöeins hreinan
fatnað. Fatabreytinga- og
viðgerðaþjónustan, Klapparstíg 11,
sími 16238. ■/
Antik
Petersen & Strenstrup
orgel frá 1911 til sölu, nýuppgert. Verð
40 þús. eða tilboö. Uppl. í síma 76688
eöa 40498.
Einkamál
27 ára maður
óskar eftir að kynnast stúlku á aldrin-
um 19—27 ára með náin kynni, jafnvel
sambúð, í huga. Svarbréf með nafni og
fleiri uppl. sendist auglýsingadeild DV
merkt„Kynni647”,___________________
Spilaáhugamenn.
Ahugasama spilamenn vantar í lífleg-
an spilaklúbb. Áhugasamir sendi
umsóknir sem tilgreini nafn, heimili og
síma til DV merkt „Black Jack”.
Vill einhver
góður maður lána einstæðri, 6 barna
móður 10 þús. kr. með 1000 kr.
útborgun á mánuöi, tiunda hvers
mánaðar. Svar sendist DV merkt
„Heiðarleg 6 barna móðir”.
Kona um f immtugt
óskar eftir að kynnast heiðarlegum,
hressum og snyrtilegum manni á svip-
uðum aldri sem er ekki háður áfengi
eða tóbaki. Vinsamlega sendiö svar til
DV fyrir2. júlímerkt „framtíð942.”
Vel stsður 35 ára karlmaður,
utan af landi, óskar eftir að kynnast
ungri konu með tilbreytingu í huga í
þreytandi bæjarferðum. Alger trún-
aður. Tilboð meö upplýsingum af-;
hendist á augld. DV fyrir mánudags-
kvöld merkt „Örlítið ævintýri”.
Tveir eldhressir
ungir piltar óska að kynnast tveimur
ennþá hressari ungum stúlkum með
náin kynni í huga í hringferð með m.s.
Eddu í sumar. Svör leggist inn hjá DV
sem fyrst merkt „M.s. Edda’. Mynd
æskileg.
Sveit
.....'
Roskur strákur,
14—15 ára, óskast á fámennt sveita-
heimili á Norðurlandi, reglusemi og
prúðmannleg framkoma áskilin. Hafið
samband við auglþj. DV í síma 27022 e.