Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1983, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1983, Blaðsíða 21
DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNI1983. 21 ttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Meistaramót íslands ífrjálsum íþróttum: íslenskt unglingamet Kristjáns í langstökki — stökk 7,37 m—Sigurður T. reyndi við íslandsmet í stangarstökki en tókst ekki „Ég lagði lítlð að mér í þessum hlaupum. Lítil von í góðan árangur eftir alla rignlnguna í gærdag auk þess sem hlaupabrautin er mjög slæm,” sagði Guðmundur Skúlason, Ármanni, eftlr að hann varð Islandsmeistari í tveimur greinum í meistaramótinu í frjálsum íþróttum á Fögruvöllum í gærkvöldi. Guðmundur sigraði fyrst i 400 m grindahlaupi á 55,9 sek. og síðan í 800 m hlaupi á 1:55,21 min. Grelnllegt að Guðmundur hefur haft gott af dvöi- inni í Texas í vetur, stíll hans mun betri en i fyrrasumar og ekki þarf að efa að hann á eftir að stórbæta árangur sinn, einkum i 800 m hlauplnu. Hleypur eflaust vel innan vlð 1:50. „Maður þekkir þessar aðstæður frá fyrri tíð, maður kippir sér ekki upp við þær,” sagði Oddur Sigurðsson, sem varð Islandsmeistarí i 200 m hlaupi á 22,09 sek. og varð einnig meistari með KR í 4X100 m boðhlaupinu þar sem hann lagði grunn að sigri sveitarinnar með góðum spretti. Oddur var eins og Guðmundur í Texas í vetur og náði þar frábærum árangri. „Það er nú ekki alveg víst að ég leggi lengri vegalengdirnar fyrir mig í framtíðinni en ég hef átt í erfiöleikum með að hlaupa 800 m vegna meiðsla,” sagði Gunnar Páll Jóakimsson, IR, eftir að hann hafði sigrað auðveldlega í 5000 m hlaupinu. Vann Sigurð P. Sigmundsson, FH, örugglega en Gunnar hefur verið í fremstu röð hér í 800 og 1500 m undanfárín ár. Hann stundaði nám í Kalifomíu í vetur. Fátt um fína drœtti Þaö var heldur fátt um fína drætti á meistaramótinu í gær. Kristján Harðarson, A, setti nýtt íslenskt unglingamet í langstökki, stökk 7,37 m og bætir áreiöanlega Islandsmet Vil- hjálms Einarssonar í sumar. Sigurður T. Sigurðsson, KR, reyndi við nýtt Islandsmet í stangarstökki, 5,25 m en tókst ekki að þessu sinni. Úrslit. 400 m grindahlaup 1. Guðm. Skúlason, Á, 55,9 2. JónasEgilsson,lR, 57,0 3. Sigurður Haraldsson, FH, 59,0 4. Birgir Jóakimsson, IR, 59,8 400 m grindahlaup kvenna 1. Sigurborg Guðmundsd. Á, 62,1 2. Valdís HaUgrímsd. KR, 66,0 3. Linda Loftsdóttir, FH, 69,0 200 m hlaup karla 1. Oddur Sigurðsson, KR, 22,09 2. Þorvaldur Þórsson, IR, 22,54 3. EgiUEiðsson.UlA, 22,71 Kúluvarp karla 1. Helgi Þ. Helgason, USAH, 16,66 2. Pétur Guðmundsson, HSK, 19,29 Spjótkast kvenna 1. IrisGrönfeldt, UMSB, 46,98 2. Birgitta Guðjóns. HSK. 41,24 3. Bryndís Hólm, IR, 38,68 Hástökk kvenna 1. María Guðnadóttir, HSH, 1,68 2. Iris Jónsdóttir, UBK, 1,68 3. ÞórdísHrafnkelsd.,UlA, 1,65 Þórdís Gísladóttir, IR, er enn í Bandaríkjunum og þeir Einar Vilhjálmsson og Oskar Jakobsson kepptu heldur ekki á meistaramótinu af sömu ástæðu. Langstökk karla 1. Kristján Harðarson, A, 7,37 2. Jón Oddsson, KR, 7,10 3. Stefán Þ. Stefánsson, IR, 6,81 4. Guðm. Sigurðsson, UMSE, 6,67 5000 m hlaup 1. Gunnar Páll Jóakimsson,IR, 15:14,7 2. Sig.P.Sigmundsson.FH, 15:21,1 3. Ágúst Þorsteinsson, UMSB, 15:42,0 4. SteinarFriðgeirsson,IR, 16:05,7 200 m hlaup kvenna 1. OddnýÁmadóttir, IR, 25,16 2. Helga Halldórsdóttir, KR, 25,83 3. SigríðurKjartansd.,HSK, 26,34 Spjótkast karla 1. Sigurður Einarsson, A, 69,30 2. Unnar Garðarsson, HSK, 60,86 800 m hlaup karla 1. Guðm. Skúlason, Á. 1:55,21 2. Magnús Haraldsson, FH, 1:56,55 3. ViggóÞ. Þórisson,FH, 2:01,75 4. Bóas Jónsson, UlA, 2:02,05 5. GunnarBirgisson, IR, 2:02,08 Kúluvarp kvenna 1. Guðrún Ingólfsdóttir, KR, 13,58 2. Soffía Gestsdóttir, HSK, 13,00 3. Hildur Harðardóttir, HSK, 10,32 Blissett til AC Mflanó Frá Krist jáni Bemburg — fréttamanni DVí Belgíu: — Blökkumaðurinn marksækni hjá Watford, Luther Blissett > mun taka stöðu Joe Jordan hjá AC Mílanó. ttalska féiagið hefur keypt Blissett á tæplega 50 millj. ísl. króna. Blissett mun því leika við hllðina á Eric Gerets, fyrlrliða belgíska lands- liðsins, sem AC Mílanó keypti frá Standard Liege. Ekki er vitað hvert Joe Jordan fer en hann verður látinn fara frá ítalska félaginu. Þá má geta þess að Juventus hefur staðið í samningaviðræðum við danska leikmanninn Michael Laudrup og em miklar likur á að þessi stórgóði danski strákur gerist leikmaður með Juventus. -KB/-SOS Luther Blissett Stangarstökk 1. Sig. T. Sigurðsson, KR, 2. Kristján Gissurarson, KR, 3. SigurðurMagnússon.lR, 4 x 100 m boðhlaup karla 1. SveitKR 2. SveitlR 3. Sveit Ármanns íþróttir Tveir landsleikir við Færeyinga Færeyingar leika hér tvo landsleiki í sumar. Fyrri lelkurlnn fer fram i Keflavík 7. ágúst og seinni ieikurinn á Akranesi 8. ágúst. Þetta verður i fyrsta skipti sem A-landsleikir fara fram á þessum stöðum. -SOS. • Alberto Juantorena kemur i mark sem sigurvegari i 800 m hlaupinu á ólympiuleikunum i Montreal á nýju heims- meti þá, 1:43,50 mín. Næstur honum er Belgíumaðurinn snjalli, Ivo Vandamme, sem fórst í bilslysi siðar, og siðan Bandaríkjamaðurinn Richard Wohlhuter. GAMU MEISTARINN SIGRAÐI — luantoreno fyrstur í800 m á f orleikunum í Los Angeles Gamli ólympiumeistarinn frá Montreal-lelkunum 1976, Álberto Juantorena, sigraði í 800 m hlaupi á síðari degi forkeppninnar i Los Angel- es. Hljóp hann á 1:45,82 min. Ánnar Kúpumaður, kringlukastarinn Luis Dells, sigraði i slnni grein. Kastaði 67,94 m en annars var heldur fátt um fina drætti i keppnlnnl, sem féil alveg í skugga landskeppni USÁ og A-Þýska- lands. Sigurvegarar voru frá átta löndum. Greg Rolle, Bahama, sigraði í 400 m gríndahlaupi á 50,09 sek. og landi hans, Stephen Henna, sigraði i þrístökki, 16,27 m. Jeff Phillips, USA, sigraði í 200 m hlaupi á 20,51 sek. Shuichi Yone- shige, Japan, í 5000 mhlaupi á 13:40,22 mín., Jeff Hess, USA, í 3000 m hindrunarhlaupi á 8:33,24 mín og Gennedy Belkov, Sovétríkjunum, í há- stökki, stökk 2,30 m. I kvennagreinum sigraði Angella Taylor, Kanada, í 200 m hlaupi, Monica Joyce, Irlandi, í 3000 m hlaupi, Petra Krug, A-Þýskalandi, í 400 m gríndahlaupi og Coleen Sommer, USA, í hástökki. Árangur var ekki gefinn upp í kvennagreinunum í fréttaskeyti Reuters. -hsím. • Njáli Eiðsson. Njáll Eiðsson rifbeins- brotinn Öheppnin eltir Njál Eiðsson, miðvallarspilara Valsllðslns. Njáll, sem kinnbeinsbrotnaði á dögunum, rif- beinsbrotnaði i leik Valsmanna gegn Isfirðingum. Hann verður því frá keppni á næstunni. Það vakti mikla athygli að Grímur f Sæmundsen lék ekkl með Val gegn Isa- firði. Ástæðan fyrir því var að hann fór i veiðitúr um sl. helgi og gaf því ekki kost ó sér. -SOS. Tindastóll leikur gegn Keflavík Tindastóll mætir Keflavík i 16-liða úrslitum bikarkeppni KSl og fer leikurinn fram á Sauðárkróki. Leik- menn Tindastóls lögðu Leiftur frá; Ölafsfirði að velli 3—1 í fjörugum leik á Ölafsfirði. Leikmenn Leifturs léku tiu nær allan leikinn, þvi aö fljótlega í leiknum fékk einn lelkmaður Leifturs að sjá rauða spjaldið. Sigurfinnur Sigurjónsson skoraðl tvö mörk fyrlr Tindastól og örn Ragnars- son eitt. -SOS. Valdimar á ný til Valsmanna Eftir að Ríkharður Hrafnkelsson ákvað að flytjast búferlum til Stykkis- hólms og hætta þar með að leika með Vai i körfunni verður það ijósara með i hverjum deginum að hart verður bar-; ist um stöðu hans i Valsllðinu næsta keppnistímabil. Nokkrir bakverðir eru grunaðir um | að hafa i hyggju að skipta um félag og leika með Val og er þegar vitað um einn sem er ákveðinn. Það er Valdimar | Guðlaugsson en hann hefur um nokk- urra ára skeið verið talinn með efni- legri bakvörðum þessa lands. Þá hefur það heyrst að GisU Gislason muni leika | með Val næsta vetur. Fyrir hjá Val eru snjaUir bakverðir I og má þar fyrstan nefna Jón Stein- grimsson og Tómas Holton, svo ljóst er; að bakvarðaleysi mun ekki hrjá Vals- j Uðiðíframtíðinni. -SK. | Hættir Símon hjá Fram? LandsUðsmaðurinn i körfuknatt- leik, Símon Ölafsson, Fram, mun hafa ; i hyggju að leika ekki körfuknattleik j næsta vetur og hefur DV mjög áreiðan- j legar heimUdir fyrir þvi að það muni í réttvera. Yrði það mikU blóðtaka fyrir Fram I og ekki síður islenska landsliðið ef svo t færi. Áðrlr leikmenn Fram-liðsins munu [ vera ákveðnir í að lelka með Uðinu í næsta vetur en þó er ekki vitað með j vissu hvað knattspymumaðurlnn Við- j ar Þorkelsson hyggst gera og hefur því f verið fleygt að hann muni hætta i körf- unni og helga sig aUarið knattspym- unni i framtiðlnni. -SK.i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.