Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1983, Blaðsíða 12
12 DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. JUNI1983. DAGBLAÐID-VÍSIR Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Rítstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: Síðumúla 12—14. Sími 86611. Auglýsingar: Síðumúla 33. Sími 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsíngar, skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI 19. Áskriftarverðá mánuði 230 kr. Verð í lausasölu 20 kr. Helgarblað22kr. Vilmundur Gylfason Vilmundur Gylfason alþingismaður haföi markað djúp spor í stjórnmálasögu landsins, þegar hann féll frá langt fyrir aldur fram hinn 19. júní síðastliðinn — eftir aðeins tíu ára starfsævi, þar af aðeins fimm ár sem þingmaður. Stundum er sagt, að stjómmál gangi í ættir á Islandi. Vilmundur var einn þeirra, sem fæddist inn í þjóðmál. Faðir hans og báðir afar voru innst í hringiðu stjórnmála- baráttu og þjóðmálaumræðu þessarar aldar. Föðurafi Vilmundar var Þorsteinn Gíslason ritstjóri og móðurafi Vilmundur Jónsson landlæknir, báðir þjóð- kunnir fyrir störf sín og þátttöku í landsmálum. Faðir hans er Gylfi Þ. Gíslason, einn merkasti stjómmála- maður landsins. Þá var Vilmundur kvæntur dóttur Bjarna Benedikts- sonar, sem var einn allra merkasti stjórnmálamaður aldarinnar. Þannig liföi Vilmundur og hrærðist í þjóð- málum, var í senn fæddur inn í þau og tengdur þeim — í bókstaflegri merkingu. Vilmundur fæddist 7. ágúst 1948, sonur hjónanna Gylfa Þ. Gíslasonar og Guörúnar Vilmundardóttur. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1968 og lagði síðan stund á háskólanám í sagnfræði. B.A. prófi lauk hann frá háskólanum í Manchester árið 1971 og M.A. prófi frá háskólanum í Exeter árið 1973. Sama ár varð hann kennari í sagnfræði við Mennta- skólann í Reykjavík og gegndi því starfi unz hann var kjörinn á þing árið 1978. Vilmundur lét til sín taka á mörgum sviðum. Hann var kunnur greinahöfundur, sjónvarpsmaður og útvarps- fréttamaður, ritstjóri Alþýðublaðsins og Nýs lands, hvatamaður að stofnun Helgarpóstsins og höfundur tveggja ljóðabóka. Hann var þegar orðinn landskunnur, er hann hellti sér út í kosningabaráttuna árið 1978, tæplega þrítugur að aldri. Þá bauð hann sig fram fyrir Alþýðuflokkinn, sem vann frægan sigur í þeim kosningum. Óhætt mun vera að fullyröa, að Vilmundur átti, að öðrum ólöstuðum, manna mestan þátt í sigrinum. Honum fyldgi inn í stjórnmálin nýr og ferskur andi, sem mikill f jöldikjósenda kunni vel að meta. I Alþýðuflokknum hlaut Vilmundur ekki þann frama, sem eðlilegur hefði mátt teljast. Hann varð þó einn af ráð- herrum flokksins í minnihlutastjóm Benedikts Gröndal, sem sat skamma hríð um áramótin 1979—1980. Vilmundur sagði skilið við þingflokk Alþýðuflokksins í desember 1982 og stofnaöi síðan Bandalag jafnaðar- manna í janúar á þessu ári. Hinn nýi flokkur vann strax það af rek að ná fjómm mönnum inn á þing í vor. Margir hafa vafalaust kosiö Bandalagið vegna stefnunnar og frambjóðendanna. En þyngst á metunum var þó persóna Vilmundar sjálf. Um allt land, líka þar sem hann var ekki í framboði, sögðust menn vera að kjósa Vilmund. Bandalag jafnaðarmanna á nú um sárt að binda, þegar fallinn er frá hinn mikli persónuleiki, sem var kjölfesta þess og árar. En missirinn er um leið þjóðarinnar allrar, því aö V ilmundur var j ákvætt þjóðmálaafl. Sárastur er harmur vina og ættingja Vilmundar. Sér- stakar samúðarkveðjur vill DV flytja konu hans, Valgerði Bjamadóttur, og tveimur börnum þeirra hjóna. Missir okkar allra er mikill, en þeirra er missirinn mestur. Jónas Krist jánsson. LAXATEKJUR INOREGI Þaö virðist einkenni á íslensku samfélagi, að yfir það ganga allar plágur samtímis. Aflabrestur á sjó, harðræði í landbúnaði og iðnaði, aö ekki sé nú talað um snjóþyngsli, rigningu og vorkulda. Og við þaö bætist svo að afurðir landsins veröa illseljanlegar, og á meðan verður þjóðin aö leggja sér til munns útreikning, lifa á hugsanlegum verð- mætum, óseldri skreið og fiski, sem enn er í sjónum. Hvert áfallið af öðru ríöuryfir. Nær daglega heyrum við ótíðindin, nú seinast að Norðmenn eru byrjaðir að selja Rússum síld sem hífð er milli skipa, og fer því á markaö án þess að kailað sé á síldar- stúlkur og dixilmenn til aö salta, sem þó hefur verið undirstaða í launa- vinnu á mörgum stööum, vissan hluta ársins að minnsta kosti. Þetta eru alvarleg tíöindi fyrir Islendinga, sem salta síld betur en flestar aðrar þjóðir, og hafa fengið 20—30 prósent hærra verð fyrir sQd en aðrir. Þar við bætist, að nú munu Danir og Norðmenn hafa gjört samn- inga um að byrja aftur að veiða Norðursjávarsíldina í verulegum mæli, en sá stofn hefur verið friðaður að mestu undanfarin ár; var aö jafna sig eftir ofveiði. Þetta mun hafa alvarlegar afleiöingar fyrir síldartekjur Islendinga. Já, þaö virðist vera nokkurn veg- inn sama hvert litið er til launavinnu og framleiðslu. Allt ber að sama brunni. Samdráttur blasir við og minni tekjur, en á sama tíma hækkar allt í verði. Og svo ört, að maður sem fór til Austurríkis sagði mér að sjúss- inn í flugvélinni hefði kostað 37 krónur á leiðinni út, en 45 krónur á heimleiðinni, viku síðar. Og má því segja að verðbólgan fari með meiri hraða en þotur. Við þetta bætist svo, að þjóöin verður aö standa yfir moldum ung- menna, nær daglega. Það má því með nokkrum rétti segja að smásmugulegt sé að vera að kvarta undan veðri á svona tímum. Kvarta undan stöðugum rosa, úrsynningi og kulda, sem staðið hefur í þrjár vikur á Suöurlandi, án afláts. Og sem dæmi um tíðina má það vera aö þetta er i fyrsta skipti, sem ekki hefur verið byrjað að slá túnið í Eskihlíð í Kópavogi 17. júní, en í þeim slætti var ávallt mikið sumar, svo ekki sé meira sagt. Um helgina voru mörg mál á dag- skrá, þrátt fyrir sólarblíðu. Athyglis- verð þóttu mér þau tíðindi, er mér voru sögð af laxveiðum Norðmanna, eða laxaframleiöslu þeirra, en Norð- menn hafa ekki einblínt á það eitt aö fá enska flugumenn og peningafólk, til þess að koma þangaö í þotum til ° Kjallarinn Jónas Guðmundsson að eta grillaða kjúklinga og til að renna fyrir lax, ellegar á stopula netaveiði og kláfalagnir. Þeir fram- leiða lax, — og eru stórir í sniðum. Og þegar maður les um það í blöð- unum, að netaveiðifisk í stórum fljótum á Islandi má telja á fingrum annarrar handar, rekur maður upp stór augu, er maður les framleiöslu- tölur frá Noregi. Áætlaöar gjaldeyristekjur Norð- manna af fiskirækt (laxi) eru um 1000 milljónir norskra króna, eða 3800 milljónir íslenskar krónur á þessu ári, samkvæmt skýrslum Norinform. Utflutningur þessi kemur frá 400 fiskræktarstöðvum, en framleiðsla þeirra á laxi og silungi eykst um 50% á ári. Þetta skeður, þótt sárafá ný leyfi hafi verið gefin fyrir nýjum stöðvum, en menn bíöa í röðum, eftir að fá leyfi til þess að hef ja laxarækt. Þó er búist við að á næstunni muni fjöldi nýrra leyfa verða gefinn út, þannig að nýjar stöðvar munu bætast við á næsta ári og næstu árum. Einnig mun tegundum fjölga, og m.a. er ráðgert aö hefja ræktun á merkilegum sjávarfiskum, eins og lúöu og kola, ef ekki undirmálsfiskin- um þorski. Það er haft eftir yfirmanni sölu- samtaka laxabænda, aö árið 1985, verði gjaldeyristekjur Norömanna af fiskirækt um það bil 5700 milljónir íslenskra króna, en þetta sagði hann á fiskiræktarráðstefnu í Englandi í mars síöastliðnum. Þetta eru stórar tölur, einkum í landi, þar sem verið er í útvarpinu aö segja frá 17 löxum í Hvítá, komnum á land; og að selur hafi étið lax í Stóru- Laxá, 50 — 60 kílómetra inni í landi. Sami forstjóri upplýsti það, að áriö 1983 muni Norðmenn framleiða um 15.000 tonn af laxi og um 4000 tonn af silungi. Þetta mun aukast í 25.000 tonn árið 1984, þ.e. báðar tegundirnar saman, og árið 1985 mun þessi framleiðsla nema 30.000 lestum, en það er svipað magn og leyfður kvóti veiðiskipa á síld fyrir Suðurlandi var fyrir nokkrum árum. Og til marks um afköstin, þá eru nú veiddar 8—9000 lestir af laxi í Atlantshafinu. Þar af munu Islend- ingar berja upp á flugu og maök, eöa með öörum hætti um 2—300 tonn. Þetta eru geysi athyglisverðar tölur að lesa rnn fyrir Islendinga, þar sem búiö er aö sanna að unnt er aö rækta fisk á Islandi. Og þær eru einnig áhugaverðar fyrir þá er kaupa sér veiðileyfi á stöng fyrir 7000 krónur á dag, eða meira. Það er lengi vitað, að Islendingar halda upp á lýrikk, Hér eru laxveiðar í sjó bannaðar með lögum, og þær alfarið í höndum þeirra, er fara að siðum enskra lorda og einkaþotumanna, er minna á siöuð einvígi aðalsmanna fyrri alda, í Evrópu, er einkum létu líf sitt fyrir smámuni og stóra æru. Við lifum á erfiðum tímum, þar sem ráðamenn leita að nýjum úrræðum, sem er lífsnauðsyn, áður en allt lánstraust er rokið út í veður og vind. Mjög margir líta nú til nýrra álsamninga og til mikillar orkusölu. En væri ekki rétt, áður en sá fugl gleði og peninga ofrís, að kanna hvort ekki sé rétt að hyggja frekar að fiskirækt. Allar stórar fiskveiðiþjóðir kapp- kosta fiskirækt. Til dæmis Japanir, Rússar og Kínverjar. Við erum þvi ekki einvörðungu að notfæra okkur norska, — já eða færeyska hugmynd þarna, heldur alþjóðlega. Ráðamenn ættu þegar að kanna, hvaða þekking er fyrir í landinu og hvaða mögu- leikar eru þegar fyrir hendi, og ef þeir menn hafa rétt fyrir sér, er ritað hafa opinberlega um þessi mál — ellegar hafa þegar skilað framleidd- um laxi, þá ætti þetta að geta orðið búgrein sem irni munar í landi, þar sem oft er svo örðugt að greina milli skáldskapar og atvinnu. Lýrikk í laxveiðum, með réttum flugum, búnaöi og æru, eru af hinu góða. Líka ánamaðkadorg, eða veiðar með fleskbitum, þótt þær vita- skuld séu ekki jafn göfugar og flugu- veiöar, sem verið hafa munaður hertoga og prinsa um aldir. En það sem Island vantar er framleiðsla, sem gefur af sér gjaldeyri, og útvegar vinnur, eða störf, eins og það heitir víst á nútíöarmáli. Jónas Guðmundsson, rithöfundur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.