Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1983, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1983, Qupperneq 40
TÚIMÞÖKUR FYRIR ALLA. Áratuga reynsla tryggir gæðin. LANDVINNSLAN S/F. Pöntunarsímar: 78155-17216(99)5127. ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ1983. 27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA33 SMÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 Útför Vilmund- ar í dag Otför Vilmundar Gylfasonar, alþingismanns og fyrrum ráðherra, verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík kl. 15 í dag. Það er sr. Karl Sigurbjömsson sem jarðsyngur. Skákmótið íBela Crkva: Jón L ef stur Jón L. Ámason er nú í efsta sæti á skákmótinu í Bela Crkva ásamt heimamanninum Martinovich. Þeir hafa báöir 8,5 v. en á hæla þeim koma Marianovic og Grikkinn Skembris með 8,0 v. Margeir Pétursson hefur 7,5 v. ásamt fleirum, Karl Þorsteins hefur 7 v, Jóhann Hjartarson 6 v. og biðskák, Elvar Guðmundsson 5 v. og biðskák. 8. umferð mótsins var tefld á laugar- daginn og felldi þá Jón efsta manninn,' Rakic. Á sunnudaginn gerði hann jafn- tefli við Martinovic og í gærdag vann hann heimamanninn Urosevic eftir skamma viðureign. Jón hafði svart í enska leiknum, náöi undirtökunum og bauö andstæöingnum upp á eitrað peð, sem hann snæddi með bestu lyst en það varð hans banabiti f yrr en varði. 10 umferðum er þá lokið en þrjár eru eftir og ráðast úrslitin á fimmtu- daginn. Að þessu móti loknu mun Jón halda áleiðis til Belgrad og tefla þar á sterku móti í júlímánuði. -BH. Ferðaskrifstofan Flugferðir: Hefurfengið tilskilin leyfi „Ferðaskrifstofan Flugferðir hefur nú fengiö öll tilskilin leyfi og þar með komið sínum málum í lag,” sagði Ölafur Steinar Valdimarsson, skrif- stofustjóri í samgönguráðuneytinu, í viðtali við DV. Ferðaskrifstofan hafði verið kærð til ráðuneytisins, eins og DV greindi frá nýlega. Hafði hún ekki tilskilin leyfi til rekstrarins en augiýsti þó eins og svo væri. Eigandi hennar, Eyþór Heiðberg, sem jafnframt rak ferðaskrifstofuna Isleiðir, taldi að um sama fyrirtælki væri að ræða þótt rekið væri undir tveim nöfnum. Þar sem Isleiðir hefðu lejdi til ferðaskrifstofurekstrar næðu þau einnig til Flugferða. „Eigandinn hefur nú látið skrá umrædda ferðaskrifstofu undir heitinu Flugferðir-Sólarflug,” sagði Olafur Steinar. „Hann flutti leyfi Isleiða yfir á Flugferðir-Sólarflug en lagði þess í staölsleiðir niður.” -JSS. LOKl Gjöfin veldur nú nokkurri ágjöf. i Málverkið af Hrafnseyri: Spurning um skattf relsi og fjárveitingu vegna bókmenntaverðlaunanna Sem kunnugt er afhenti forseti Is- lands minningarsafni Jóns Sigurðs- sonar á Hra&iseyri við Arnarfjörð málverk af staðnum, sem Sveini Bjömssyni forseta var gefið á sínum tíma. Málverkið var flutt til varðveislu að Hrafnseyri, í tengslum við safnið þar, en ekki gefið þangað. Að sögn' Halldórs Reynissonar forsetaritara var þetta gert tii að minna á þau tengsl sem eru á milli Hrafnseyrar og forsetaembættisins. Um þetta var haft fullt samráð við fulltrúa afkom- enda Sveins Björnssonar. „Myndin er áfram í eigu embættis- ins en varðveitt við þetta safn, sem heyrir undir Hrafnseyrarne&id. Sú nefnd heyrir undir forsætisráðu- neytið. Ráðuneytið fer svo með fjár- mál forsetaembættisins, svo þarna eru tengsl ó milli. I raun er því verið aö flytja verkið af einu búi yfir á annað, sama eiganda. Það má iíka koma fram, að málverkið er til varð- veislu á staðnum en ekki endilega á sjálfu safninu,” sagði forsetaritari. Varðandi bókaverðlaun forsetans, sem tilkynnt var um í síöustu viku, vekur athygii að lagaheimild virðist skorta fyrir skattfrelsi verð- launanna. Dr. Gunnar G. Schram, prófessor í stjórnskipunarrétti, sagði i samtali í morgun að samkvæmt stjómskipunarrétti þurfi Alþingi að samþykkja skattfrelsi. Varðandi verðlaunin sjólf sagði dr. Gunnar að forseti þyrfti samþykki róðherra til stjómarathafna. Tíminn hefur þaö eftir heimildum sínum í morgun að svo hafi ekki verið gert i þessu tilviki en Steingrímur Hermannsson for- sætisróðherra segir i samtali við blaðiö að hann muni enga athuga- semd gera í málinu, þó ekki hafi verið farið eftir ströngustu reglum. Varðandi verðlaunaupphæðina sjálfa kemur fram að hún verður að koma inn í f járlög, þar sem ekki er hægt að ákveða útgjöld úr ríkissjóði, nema á fjárlögum. Ekki reyndist unnt að ná sambandi viö Albert Guðmundsson fjórmólaróðherra út af máli þessu í morgun. PÁ/SþS. Mætturíslaginn Nu stendur söfu- og þjónustukeppni Dagbfaðsfns- Vfsfs og Vfkunnar sem hmst. Þar er keppt um tuttugu og fímm míða i ævintýraferð tfl Kaupmannahafnar. Svona kappar, eins ogþessi á myndinnf ogþeir semberaút, safna sór með þvi œvintýra- miðúm sem verður dregið úr þríðjaógúst. DV-myndE.Ó. Eldvarnir í Qunnjóni GK 506: Afborgun húsnæðislána: Frestun kostar flesta 528 kr. Engar kröfur um reykskynjara „Þetta virðist ganga hljóðlega fyrir sig. Það hafa engin vandamál komið upp,” sagði Jóhannes Jensson, skrif- stofustjóri í veðdeild Landsbankans, um frestanir á afborgunum húsnæðis- lána. Sem kunnugt er gefst þeim einstakl- ingum sem fengið hafa verðtryggð lón úr Byggingarsjóði verkamanna og Byggingarsjóði ríkisins kostur á að fresta fjórðungi afborgunar. Er það samkvæmt bráðabirgðalögum ríkis- st jórnarinnar f rá því í maílok. i vistarverum Fyrirhugaö er að Rafmagnseftir- iit ríkisins og nefiid á vegum bruna- máiastjóra rannsaki mb. Gunnjón GK 506 í dag en í sjóprófum sem fram fóru síðastliðinn föstudag var þess óskað að kannað yrði hvort kviknað hefði í út fró rafmagni. Lög- regiuvörður er enn um skipið, sem liggur við bryggju í Njarövík. Samkvæmt upplýsingum fró Sigl- ingamálastofiiun ríkisins var Gunn- jón byggður samkvæmt reglum frá Det norske veritas og Siglingamóla- stofnunar Islands. Hvað eldvamir í skipinu snertir voru þær samkvæmt reglum Siglingamálastofiiunar. I þeim voru ekki gerðar kröfur um reykskynjara í vistarverum og göng- um. I reglunum er hins vegar ákvæði um brunaslöngur, brunadælur, neyðarútganga, handslökkvitæki og eldfimefni. -JGH Fresturinn nær til lána sem gjald- falla á timabilinu 1. mai 1983 til 30. apríl 1984. Þeir sem þegar hafa greitt 1. maí-afborgunina geta fengið fjórð- ung hennar endurgreiddan. Þeir sem enn skulda þá afborgun verða fyrst að gera upp sin vanskil áöur en þeir fá frest. Vanskilamenn geta þó frestað f jórðungi dráttarvaxtanna. Fyrir að breyta hverju lóni þarf að greiða 176 krónur. Algengast er að einstaklingar séu með þrjú lán þannig aðkostnaður þeirra verður 528 krónur. — Sjá einnig viðskipti ó bis. 18. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.