Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1983, Blaðsíða 2
2 DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. JUNI1983. Jóhanna fær alla til að brosa. Svo mikil var hrifning flugfrayjanna hjá Flugleiðum þegar hún flaug vestur tH ísafjarðar að engu munaði að hún yrði tekin í hópinn. Hór er hún hjá húsbónda sínum á ísafirði, Torfa Ein- arssyni lögregluvarðstjóra. D V-mynd: Kristján. ■ Æh Hosby-hús viðurkennd af Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins Hosby-hús á Akureyri hafa nú, fyrst innfluttra einingahúsa, fengið viðurkenningu frá Rannsóknastofn- un byggingariönaðarins um að þau standist gildandi gæðakröfur um byggingar. Félagsmálaráðuiieytið gaf út í mars síðastliðnum reglugerð um breytingu á gildandi byggingar- reglugerð og varðar hún innflutning verksmiöjuhúsa (eininga- eða málm- grindarhúsa). I reglugerðinni segir aö þegar um er að ræða innflutning slíkra húsa skuli byggingarfulltrúar og byggingamefndir krefja hlutað- eigandi innflytjendur um vottorð frá Rannsóknastofnun byggingariðnað- arins um aö þau standist þær gæða- kröfur sem gerðar eru samkvæmt gildandi lögum og reglugerð um byggingar. Jón Sigurjónsson, verkfræðingur hjá Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins sagði, að vegna takmark- aðs mannafla hefði byggingaeftirlit- ið ekki haft tök á að rannsaka þau einingahús sem inn eru flutt. Tími hafi því verið kominn til að setja um- rædda reglugerð. ,,Hún breytir í sjálf u sér engu heldur byggir á reglu- gerð þeirri sem áður var í gildi. Hér er reynt að tryggja að húsin muni örugglega uppfylla ákvæði hennar,” sagöi Jón. Innflutningur einingahúsa hófst ekki að marki fyrr en í kjölfar Vest- mannaeyjagossins er mikið var reist af þeim í Reykjavík og víðar. Síðan hefur nokkuð verið flutt inn af þeim og eiga þar í hlut 7—10 aðilar. Jón Sigurjónsson sagöi að húsin væru jafnan hönnuð fyrir aöstæður í fram- leiðslulandinu og eru mörg þeirra frábrugðin hinum íslensku einkum hvað varðar þol á vindálagi. Hosby- hús á Akureyri, sem getið var í upp- hafi, er stærsti innflutningsaðili ein- ingahúsahérálandi. -PÁ Selurinn Jóhanna: Komin til ísafjarðar Selurinn Jóhanna, sem heilsaði svo skemmtilega upp á þá í Kópa- voginum fyrir skömmu, er nú komin til Isafjaröar en þar mun hún gista þangað til hún getur bjargað sér sjálf. Þeir Eövarö Árnason og Valdimar Jónsson, lögreglumenn í Kópavogi, sendu Jóhönnu litlu meö Flugleiða- vél vestur á laugardagskvöld. Mun sú litla strax hafa unnið hug og hjörtu flugfreyjanna hjá Flugleiðum en henni mun þó ekki hafa veriö boð- iðstarfhjáfélaginu. Sáer annast Jóhönnu fyrir vestan er Torfi Einarsson lögregluvarð- stjóri. „Henni heilsast ágætlega, en er þó örb'tið hvumpin enda að venjast nýju fólki,” sagði Torfi í gær. Við sjá- um hér á myndinni hvar Jóhanna skellir sér í gott bað eftir flugferðina vestur. -JGH ALRAMMAR - FORM3 380301-5 380302-3 380303-1 420x420 mm 380307-4 420x594 rrim 594x840 mm 380308-2 500x700 mm 380306-6 700 x 1000 mm 380309-0 380304-0 380305-8 epcil hf. Síðumúla 20. Sími 91-36677. Lykiarnir afhentir. Það voru eiginkonurnar sem mættu og tóku við þeim. Taiið fró vinstri: Hermann Ragnarsson, forstjóri Húsaness sf., Kristin Kristjánsdóttir, Guðný Kiara Sigurðardóttir, Ragnheiður Reynisdóttir og Einar Baxter, formaður stjórnar verkamannabústaðanna. Og þannig líta verkamannabústaðirnir útað utan. í þeim eru þrjár íbúðir. DV-myndir: Heiðar Baldursson. Vogar: Flutt inn í fyrstu verkamannabústaðina Frá Helðari Baldurssyni, fréttaritara DVíKeflavík: Fyrstu íbúðir í verkamannabústöð- um, sem byggðar hafa verið í Vogum, voru afhentar eigendum föstudaginn 10. júní. Er hér um raöhús að ræða meö þremur íbúðum. Verktaki ibúðanna var Húsanes sf. í Keflavík. Það hef ur gengið mjög vel að byggja bústaðina því byrjað var á þeim í fyrravor og byggingartími er þvíeittár. Ibúðirnar voru afhentar fullgerðar og þessa dagana er verið að ganga frá lóðunum í kringum húsin. Gatan sem þau standa við nefnist Leirdalur og er í nýjuhverfi í bænum. Þess má geta að lokum að nú eru 619 íbúar í Vogum. Fjölgaði um fimm ný- lega er fimm manna fjölskylda flutti í þorpið. -JGH LEITAÐ VAR AÐ ÞREMUR STÚLKUM —sem láðist að láta vita af sér Lögreglan á Isafirði, Patreksfirði og í Búðardal gerði í fyrrinótt, aðfara- nótt sunnudags, leit aö þremur stúlk- um á fólksbíl sem óttast var að eitt- hvað hefði hent. Stúlkurnar komu svo í leitimar á Bolungarvík í gærmorgun og voru þær þar í góðu yfirlæti. Atvik voru þau aö stúlkurnar voru á leiö vestur og ætluðu að gista á bæ i Reykhólasveit og jafnframt að láta vita af sér þegar þangaö kæmi. Þær hættu við að gista í Reykhóla- sveitinni og héldu áfram sem leið ló til Bolungarvíkur. Ekki hugkvæmdist þeim að láta vita af ferðum sínum. Það var faöir einnar stúlkunnar sem hringdi í lögregluna á Isafirði og lýsti yfir áhyggjum sínum. Rétt áður en stúlkurnar komu í leit- irnar var búið aö hafa samband við Slysavarnafélag Islands vegna leitar aðstúlkunum. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.