Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1983, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1983, Blaðsíða 30
30 _ ___ DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. JONI1983. Séö úr hlíðum Valahnúks yfir Skagf jörðsskála og kvíslar Krossár. Skálinn er i mynni Langadals sem er gróðursæll og skógi vaxinn. Ferðafélag lslands hefur nú lokið gagngerum endurbótum á Skagf jörðs- skála, húsi félagsins í Þórsmörk. Hefur aöstaöa þeirra sem þar gista meö því stórbatnað og ýmsir mögu- leikar opnast fyrir ferðamenn sem voru varla fyrir hendi áður. Einkum er auöveldara nú en áður að dvelja lengur, búa í skálanum og njóta þeirra þæginda sem þar eru. Helstu breytingar á Skagfjörðsskála eru fólgnar í því að loftið var lækkaö um 40 sentimetra. Fyrir breytinguna var flatsæng enda á milli niðri og einnig gátu um 20 manns legið á flat- sæng uppi. Nú hefur húsið verið hólfað niður og komið fyrir tveim 4ra manna klefum og einum 6 manna klefa uppi. Þar er líka hægt að liggja á dýnum á gólfinu í sérstökum herbergjum. Niðri er eldunaraðstaða og vistarverur hús- varða og setustofa ásamt stóru herbergi fyrir gesti. Nýja setustofan veitir áður óþekkta möguleika á kvöld- vökum og öðrum samkomum án þess að trufla sofandi fólk. Þar eru sæti fy rir milli 30 og 40 manns. Suðurendi Skagfjörðsskálans var aö mestu endumýjaöur og húsið allt ein- angrað og klætt innan meö fallegri viðarklæðningu. öll hitalögn var einnig endurnýjuð og obiar, skipt um eldhúsinnréttingu og gluggar lagaðir eðasettirnýir. Breytingin á skálanum þýðir að svefnplássum fækkar lítillega eða úr rúmlega eitt hundraö í um áttatíu. Húsiö er hins vegar allt miklu vist- legra og með setustofunni fæst staður þar sem fólk getur sest niður og snætt mat sinn. Áður þurfti hver að borða á sinni koju. Það var arkitektastofa Ormars Þórs sem hannaði breytingamar á skálan- um. Byggingameistari var Ástþór Runólfsson en formaður byggingar- nefndar Magnús Þórarinsson. I fyrra unnu yfirleitt 5 manns að verkinu. Ferðafélagiö hefur 3 húsverði í Skag- fjörðsskála og er hlutverk þeirra að sjá um reksturinn á húsinu og hafa eftirlit meö Langadal, þar sem skálinn er, og svæðinu þar í kring. Til þeirra er mjög æskilegt að fólk leiti sem ætlar að njóta fegurðar og kyrrðar Þórsmerkur. Gróður er þarna viðkvæmur og margt að varast. Leiöbeiningar em hverjum manni nauðsynlegar, ekki síst þeim sem k jósa aö sofa í eigin t jaldi. Fyrir tjaldgesti kostar aðeins 20 krónur á tjaldið og 15 krónur á hvern sem í því er. Fyrir þá sem velja skálann er verðið 100 krónur fyrir þá. sem ekki eru félagar í Ferðafélagi ls- lands en 60 krónur fyrir félagsmenn. I skálanum eru 2 olíueldavélar sem fólk getur notað. Þar eru einnig öll matar- áhöld, hnífapör og diskar. Allt þetta er hægt að fá lánað en aö sjálfsögðu ber’ hver jum og einum að þrífa eftir sig. Feröafélag íslands verður með helgarferðir í Þórsmörkina í sumar. Fariö er á föstudagskvöldum klukkan 20 til ágústloka. I september og októ- ber er farið á laugardagsmorgnum klukkan 8. Einnig veröa miðvikudags- ferðir í júlí og ágúst og er þá farið klukkan 8 og komiö til baka sam- dægurs. Sú fyrsta er miövikudaginn 29. júní. Hægt er að dvelja í Þórsmörk milli ferða, hálfa eöa heila viku, jafn- vel lengur. Þarna eru möguleikar til útiveru nánast ótakmarkaðir með stuttum eða löngum gönguferðum í stórbrotnu landi. Veðursæld þessarar paradísar islenskrar náttúru er rómuð. Há f jöll skýla á þrjá vegu. Það getur verið erfitt að komast í Þórs- mörk enda yfir ár að fara. Með gætni eru þeir erfiðleikar þó yfirstignir og Merkurf erð skilur eftir sig góðar minn- ingar. jbh. Nýja setustofan i Skagfjörðsskála er rúmgóð og sérlega vtstleg. Þar á vafalaust oft eftir að verða glatt á hjalla í Þórsmerkurferðum,, DV-myndir: JBH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.