Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1983, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1983, Blaðsíða 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. JUNI1983. 11 BER AÐ TEUA HEINESEN DANA? Frá Eðvarð T. Jónssyni, fréttaritara DVíFæreyjum: „Norðurlönd eiga tvo mikla sagna- meistara í klassískum stíl. Annar er Halldór Laxness á Islandi. Hinn er William Heinesen og hann er Dani og býríFæreyjum.” Þessar upplýsingar mátti lesa í danska blaöinu Kristeligt Dagblad fyrir skömmu. Tilefnið er það að Heinesen hefur gefið konunglega ríkis- bókasafninu í Kaupmannahöfn allt handríta- og bréfasafn sitt. I þessu safni, sem er mikið að vöxtum, eru mörg óprentuð handrit, dagbækur skáldsins, bréf frá öðrum rithöfundum og margt fieira hnýsilegt. Þótt merkilegt megi virðast hefur þessi gjöf valdið litlu umtali í Fær- eyjum. Flest færeysku blöðin skrifuðu um hana í stuttu máli og athugasemda- William Heinesen: „Móðir min var dönsk og ég hef alltaf skrifað á dönsku. Færeyskan er fyrir mér „abstrakt” tungumál.” Húsavík: JOLAVEÐURIJUNI — kom ekki í veg fyrir opnun skólagarðanna Frá Ingibjörgu Magnúsdóttur, fréttaritara DV á Húsavík: Þrátt fyrir að ágætis kona hafi sagt: ,,Það er jólalegt hjá okkur núna,” í hríðinni sem gekk yfir 12. júní, létu þrjátíu galvaskir krakkar sig ekki muna um að koma þremur dögum síðar, eða 15. júní, í skóla- garðana og hefja sumarræktunina. Skólagarðamir eru í Haukamýr- inni sunnan við bæinn og er þetta f jóröa árið sem garðarnir eru rækt- aðir. En vegna vorharöinda var byrjað hálfum mánuöi seinna en venjulega. Börnin, sem eru á aldrinum frá 9 til 11 ára, byrjuðu á að sá radisum, spínati, næpum og salati. Mörg þeirra höföu verið þarna áður og sögðu þau við mig að þó gaman væri að setja niöur, væri nú enn skemmti- legraaðtaka upp. Auk þess aö hafa á undanfömum áram fariö með uppskeruna heim hafa þau einnig selt hana á úti- markaði. Fyrirhugað var daginn eftir að setja niður plöntur af hvítkáli, blóm- káÚ, grænkáli, steinselju, blómum og fleira. Plöntumar þurfti að sækja fram að Hveravöllum í Reykjahverfi og til þess þurfti að útvega vörubíl. Þegar svo leiöbeinendurnir, þær Þóra Guðnadóttir og Sigríður Sigur- jónsdóttir, komu sér saman um að biðja um laglegan nýlegan bil, meö ungum, sterkum og geðgóðum bíl- stjóra var ljóst aö sumarið var jú loksins komið. Eða það áh'tum við flest. -JGH. Húsviskir ræktunarmenn á fullu á fyrsta degi skólagarðanna. Vandað til sáningarinnar og uppskeran verður líka örugglega eftir þvi. Skólagarðarair eru nú f jórða árlð í röð í Haukamýri sunnan við bæinn. Málin rædd í Haukamýrinni. Hver hefur sinn sklka og eins gott að láta hendur standa fram úr ermum í upphafl ræktunartimabils. DV-myndir: Ingibjörg Magnúsdóttir. laust nema Dagblaðið sem fjallaöi um málið i sposkum tón. Dagblaðið færeyska segir meðal annars frá því að Heinesen hafi í hyggju að gefa út endurminningar sínar undir nafninu „Laterna Magica”. I blaðinu segir: „Bókin er byggð á gönguferð gamla mannsins ofan frá Varða (þar sem hann býr) niöur að höfn þar sem fley Karons bíður hans, tilbúiö að sigla með hann síðasta spölinn til dánarheima.” Konunglega ríkisbókasafnið lagöi mikiö kapp á að fá handritasafn Heinesens til Danmerkur. Carl Erik Bay ríkisbókavörður kom í heimsókn til Færeyja fyrir nokkrum áram og notaði þá hvem dag sem hann var í Þórshöfn til að tala um fyrir skáldinu, aö sögn Kristilegs Dagblaös. Þetta tókst og skjalasafnið er nú komið til Kaupmannahafnar þar sem unnið er að því að skrásetja það. Ljóst er að færeyskur almenningur lætur sér fátt um finnast þótt skjala- safn hins frægasta af núlifandi Fær- eyingum hverfi úr landi enda er hljóöara um Heinesen í Færeyjum en víða annars staðar á Norðurlöndum. Sjálfur dregur Heinesen enga dul á hvar hann telur rithöfundarheimkynni sín vera. Hann segir í Kristeligt Dag- blað: ,,Eg eralinn uppá dönsku. Móðir mín var dönsk og ég hef alltaf skrifaö á dönsku. Færeyska er fyrir mér „abstrakt” tungumál sem ég nota í blaðagreinum en ekki í skáldskapn- um.” I sama viðtali kallar Heinesen sig einn af erfingjum danska heims- veldisins — ,,en af imperiets gamle arvinge”. Samningar um gjöf Heinesen til Kaupmannahafnar hafa staðið yfir frá því hann varð áttræður (1980) en þá hafði Ríkisbókasafnið danska sýningu á handritum hans og bókum. I Kriste- ligt Dagblad segir að Heinesen hafi með þessari gjöf sýnt'svo ekki verði um villst til hvaða þjóðar beri að telja hann. -KMU. NYTT HEFTI KOMIÐ ÚT Urval MEÐAL EFNIS: EYÐ1LBGGU ’SSSÍF B\N í VÆ\Ð \mm\KÓ KJÖRINN FERÐAFÉLAGI - FER VEL í VASA - ÚRVALS EFNI Munið okkar hagstæðu greiðs/uski/má/a Opið: Mánud. —miðvd. ki. 9—18. Fimmtudaga kl. 9—20. Föstudaga kl. 9—22. Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Simi 10600 i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.