Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1983, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1983, Blaðsíða 32
32 DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. JUNI1983. Baldur Jónsson, rektor Kennarahá- skóla Islands, lést 19. júní sl. Hann var fæddur á Meí í Skagafirði 31. október 1923, sonur hjónanna Jóns Eyþórs Jónssonar og Ingibjargar Magnúsdótt- ur. Baldur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1946. Hann nam íslensk fræði viö Háskóla Is- lands og lauk cand. mag. — prófi 1952. Hann stundaði framhaldsnám í nor- rænum þjóðfræðum viö Uppsalahá- skóla um eins árs skeiö og nam uppeld- is- og kennslufræði við Háskóla Is- lands. Baldur var konrektor 1967-75 og rektor frá 1975. Þá átti hann sæti í ótal nefndum og ráðum tengdu starfi sínu. Meðal ritstarfa hans má nefna þýðingu á bók Ivars Orgiand, Stefán frá Hvíta- dal. Maðurinn og skáldið, Rvík 1962. Eftirlifandi kona hans er Jóhanna Jóhannsdóttir. Þau eignuðust þrjú börn. tJtför Baldurs verður gerö í dag. KJÖRINN FERÐAFÉLAGI - FER VEL í VASA, VEL í HENDI, ÚRVALS EFNI AF ÖLLUTAGI. GRJOTGRINDURI Á FLESTAR TEGUNDIR BIFREIDA | F.igum á lager sérhannaðar grjót- grindur á yfir 50 tegundir Vilmundur Gylfason alþingismaður lést 19. júní sl. Hann var fæddur í Reykjavík 7. ágúst 1948, sonur hjón- anna dr. Gylfa Þ. Gíslasonar og Guð- rúnar Vilmundardóttur. Vilmundur iauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík 1968, B.A. prófi í sögu og bókmenntum frá Manchester-há- skóla 1970 og M.A prófi frá háskólan- um í Exeter 1972. Kennari við Mennta- skólann í Reykjavík frá 1972. Þingmað- ur Reykvíkinga frá 1978, dóms- kirkju- og menntamálaráðherra frá október 1979 til febrúar 1980. Hann var frum- kvöðull að stofnun Bandalags jafnað- armanna og formaður miöstjómar þess frá upphafi. Vilmundur lætur eftir sig eiginkonu, Valgerði Bjamadóttur og tvö ung börn. Utför hans verður gerðfráDómkirkjunniídagkl. 15. Elnar Ólafsson, Hraunbæ 102a, er látinn. Guðmundur Eyjólfsson læknir veröur jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 30. júníkl. 13.30. Sólmundur Ingibergur Kárason, Kirkjubraut 53 Höfn, Homafirði, verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju miðvikudaginn 29. júní kl. 13.30. Haukur Ólason vélstjóri, Akurgerði 4 Heykjavík, sem lést í brunanum um borð í Gunnjóni G.K. þ. 20. júní sl. verður jarðsunginn frá Bústaöakirkju ídag,þriðjudaginn28. júní, kl. 15. Þórður Ámundason, Efstalandi viö Nýbýlaveg, andaöist að kvöldi 24. júní- aö hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi. Sigurður Sigurðsson, Maríubakka, Fljótshverfi, lést í Landspitalanum aö' kvöldi 24. júní. Jósep Einarsson, frá Borgum, Skóg- arströnd, andaðist að Elli- og hjúkrun- arheimilinu Grund þann 26. júní sl. Harry M. Engel, lést á Hawai 26. júní sl. Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bakarameistari, andaöist 25. júní að Elliheimilinu Grund. Ástrós Þorsteinsdóttir, áöur Grundar- stíg 21 Reykjavík, lést í Landakots- spítala, sunnudaginn 26. júní. Aðalheiður Elsa Óskarsdóttir, Hábergi 3, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 29. júníkl. 13.30. Magnús Ingimundarson húsasmiöa- meistari, Reynihvammi 24 Kópavogi, verður ' jarðsunginn frá Kópavogs- kirkju miövikudaginn 29. júnikl. 15. Agnar G. Breiðfjörð forstjóri, Lauga- teigi 27, sem andaöist 19. júní, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 29. júní kl. 13.30. Ása Björg Ásgelrsdóttir, sem lést í Landspitalanum 18. júní, verður jarðsett frá Fossvogskirkju þriðju- daginn28. júnikl. 15. Slgurður Bjarnason skipstjóri, Brautarholti 3 Isafirði, verður jarðsunginn frá Fossvogskapeilu fimmtudaginn 30. júní kl. 13.30. Happdrætti Dregið í vorhappdrætti Krabbameins- félagsins Dregið var í vorhappdrætti Krabbameins- félagsins 17. júní. Fyrsti vinningurinn, Audi 100 bifreið, kom á miða nr. 95430, annar vinningurinn, Nissan Sunny Coupé GL, kom á miða nr. 148436 og bifreið að eigin vali fyrir 200 þúsund krónur kom á miða nr. 45067. Ferðir fyrir 30 þúsund krónur komu á miða númer: 12252,22753, 55419,57428, 70179,146305 og 154902. Krabbameinsfélagið þakkar landsmönnum veittan stuðning. Tapað - fundið ÚR í óskilum Or fannst á hitaveitustokkunum fyrir neðan Bústaðaveg fyrir tæpri viku. Upplýsingar í síma 35419 á kvöldin. Tilkynningar Tónleikar á Norðurlandi Páll Jóhannesson tenórsöngvari heldur tón- leika á fimm stöðum á Norðurlandi dagana 2.-9. júlí n.k. Hinir fyrstu verða laugardag- inn 2. júlí í Safnahúsinu á Sauðárkróki ki. 15. Sunnudaginn 3. júlí í Siglufjarðarkirkju kl. 17. Þriðjudaginn 5. júlí kl. 21 í félagsheimilinu Miðgarði, Varmahlíð. Fimmtudaginn 7. júli kl. 21. í félagsheimilinu v/Hafralæk í Aðaidal (Ydalir) og laugardaginn 9. júlí í Borgarbíói á Akureyri kl. 17. Píanóleikari er Jónas Ingi- mundarson. Þetta er önnur tónleikaferð Páls en sl. haust hélt hann nokkra tónleika og hlaut hvar- vetna frábærar móttökur áheyrenda og gagn- rýnenda. Páll stundar nú söngnám á Italíu hjá hinni heimsfrægu óperusöngkonu, professor Eugenia Ratti. A efnisskránni eru m.a. verk eftir Emil Thoroddsen, Pál Isólfsson, Karl O. Runólfs- son, Mozart, Beethoven, Giordano, Verdi, Puccini, o.fl. Utanríkisráðuneytið Sigurður Bjamason sendiherra afhenti þann 10. júní sl. Spyros Kyprianou, forseta Kýpur, trúnaðarbréf sem sendiherra Islands á Kýpur. Frá Rauða-kross deildunum á Vestfjörðum Vestfirðingar! Rauða-kross deildirnar á Vestfjörðum gang- ast fyrir orlofsdvöl aldraðra að Laugum i Sælingsdal dagana 11.—16. ágúst nk. Ferða- og dvalarkostnaður er kr. 3000. Þeir sem áhuga hafa tilkynni sig til stjórna viðkomandi deilda eða í síma 7770 fyrir 10. júlí. Trúnaðarbréf afhent Nýskipaður sendiherra Bangladesh, hr. Must- afa Kamal og nýskipaður sendiherra Chile hr. Leonidas Irarrázaval Barros, afhentu í dag forseta Islands trúnaðarbréf sín að viðstödd- um Geir Hallgrímssyni utanríkisráðherra. Síðdegis þágu sendiherrarnir boð forseta Islands að Bessastöðum ásamt fleiri gestum. Sendiherra Bangladesh hefur aðsetur í Stokkhólmi, en sendiherra Chile í Osló. Reykjavík, 16. júní 1983. Leiðrétting I helgardagbók sem fylgdi blaðinu síðastlið- inn föstudag stóð að blómasýning sem nú stendur yfir í menningarmiðstöðinni við Gerðuberg í Breiðholti væri opin til 8. júlí. Það er rangt. Hið rétta er að sýningunni lýkur 3. júli og leiðréttist það hér með. Knattspyrnuskóli Breiðabliks Knattspymudeilri Breiðabliks mun stanria fyrir knattspyrauskóla í sumar á Smárahvammsvelli í Kópavogi. Verður skól- anum skipt í tvennt og hefst fyrri hlutinn 4. júli en sá selnni 18. júli. Kennari verður Kristján Halldórsson (Sissi) og er öllum knattspyrnuáhugamönn- um, strákum og stelpum, 12 ára og yngri, vel- komlð að taka þátt í skólanum. Þátttökugjald er 300 kr. og er Innritað i sima 41985 á mUli 11 0gl2tUl. júli. KnattspyrnudeUd BreiðabUks. „Eagle in flight" komið út Nýtt tölublað af riti Amarflugs, Eagle In FUght, er komið út. Rit þetta, sem er gefið ÖU- um farþegum Amarflugs í mUlilandaflugi og auk þess dreift víða erlendis í kynningarskyni og til viðskiptavina félagsins, er 52 síður að stærð og prýtt fjölmörgum litmyndum. Meðal efnis á ensku eru greinar um Vigdísi forseta, skemmtanaUf á Islandi, leitina að „guUskip- inu, Corda, þjónustutölvu Amarflugs, Islend- inga séða frá sjónarhóli útlendings, sögu og starfsemi Amarflugs og útsýnis flug þess fyr- ir ferðamenn, svo og um íslenskar pönnukök- ur með tilheyrandi uppskrift, en af efni á is-. lensku má nefna veganesti tU þeirra sem eru í sumarleyfi erlendis, greinar um Schiphol flugvöll og f jaUgöngur í Sviss. Fjölmargar lit- myndir eru í blaðinu eftir ljósmyndarana Sig- urð Þorgeirsson og Bjöm Rúriksson, auk annarra. Meðal höfunda efnis eru OU Tynes, Asgeir Tómasson, Mik Magnússon og Sig- hvatur Blöndahl. Blaðið er prentað i Prent- smiðjunniOdda. Ferðalög Útivistarferðir Mlðvlkuri. 29. júni kl. 20. Selför á Almenninga. Létt ganga fyrir alla. Verð 130 kr. og frítt fyrir böm. Brottför frá Bensínsölu BJ3.I. (I HafnarfU-ði v/kirkju- garð)Sjáumst. Helgarferðlr 1.—3. júli 1. HúsafeU. Tjaldgisting. Sundlaug. Göngu- ferðir t.d. í SurtsheUi. 2. Elriksjökull. Tjaldgisting. 3. Þórsmörk. Gist i nýja Otivistarskálanum í Básum. Gönguferðir f. aUa. Sumarleyfi: 1. Norður-Noregur, Tromsö. Göngu- og skoð- unarferðir frá Tromsö. Odýrt flug. 2. Horastranriir-Homvík. 15.—23. júlí. 3. Horastranrilr-Aðulvik. 15.—23. júli. 4. Aðalvík-Lónafjörður-Homvík. 15.—23. júli (B). Upplýsingar og farseðlar á skrifstofunni Lækjargötu6a,s: 14606 (símsvari). Sjáumst. Otívlst. Breiðfirðinga- félagið í Reykjavík efnh- til skemmtiferðar föstudagmn 8. júU kl. 20.00 frá Umferðarmiðstöðinni. Farið verður í Þórsmörk. Upplýsingar og sætapantanir í símum 41531, 52373 og 50383. Pantanir þurfa að hafa borist í síðasta lagi sunnudaginn 3. júli.Stjómm. Afmæli 70 ára er í dag Jeremias Kjartansson, Þórdísarstöðum Eyrarsveit, nú til heimilis að Grundargötu 44 Grundar- firöi. 75 ára er í dag, 28. þ.m., Magnás Magn- ússon íramkvæmdastjóri, Laufási á Eyrarbakka. Hann er að heiman. 70 ára er i dag, 28. júní, Oddgeir Bárðarson i Rssi, Hæöargarði 32 hér i Rvík. Hann hefur verið starfsmaður Ræsis frá því fyrirtækið tók til starfa fyrir liðlega 40 árum. Á ýmsum sviðum framfara og félagsmála hefur hann látið til sín taka. Má nefna aö hann var í hópi þeirra sem stóðu að stofnun Tjaldaness-heimilisins. Hann hefur látiö sig skipta hagsmuna- og baráttu- mál Verslunarmannafél. Reykjavíkur. Mun hafa setið hvert einasta VR-þing frá því byrjað var að halda þau, eftir að félagiö varð að stéttarfélagi versl- unar- og skrifstofufólks. Kona Odd- geirs er Kristín Kristjónsdóttir. Af- mælisbamið ætlar að taka á móti gest- um í Oddfellowhúsinu miili kl. 16 og 19 í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.