Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1983, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1983, Blaðsíða 18
18 DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. JUNI1983. Viðskipti Viðskipti Viðskipti Viðskipti Frestun á greiðslu fasteignalána: Tæpra 4000 króna meðaltalslækkun — hjá Húsnæðisstofnun og stærstu lífeyrissjóðum en vegur þyngra í lánum banka og sparisjóða Húsnæöisstofnun ríkisins, viöskipta- bankarnir og sparisjóöir hafa auglýst eftir umsóknum um frest á greiöslum verðtryggðra íbúöalána. Er þaö gert í samræmi viö bráðabirgöalög ríkis- stjómarinnar þar aö lútandi. Lífeyris- sjóöir, sem fengu tilmæli um þaö frá ríkisstjórninni, jafnhliða bráöabirgöa- lögunum, aö veita lántakendum form- legan frest, hafa ekki tekiö afstööu til málsins. Ljóst viröist, aö frestun á greiöslum afborgana, vaxta og veröbóta, sem nemur 25% af greiöslum á einu ári, hefur engan veginn afgerandi þýöingu fyrirneinnþannhúsoiganda, sem hefur verulega þunga greiösiubvröi vegna fasteignar sinnar. Þá er átt við það sem viökomandi skuldar hjá Hús- næðisstofnun ríkisins og lífeyrissjóði. Varöandi skuldir hjá bönkum og spari- sjóöum getur gegnt ööru máli. Þau lán eru yfirleitt til mun skemmri tíma og hlutfallsleg greiðslubyrði því mun hærri á hverju ári. Samkvæmt athugunum DV eru algengustu árgreiöslur af meöallánum bæði hjá Húsnæðisstofnun og stærstu lífeyrissjóðum 12 til 15 þúsund krónur. Frestur á greiöslu 25% yröi þá 3.000 til 3.750 krónur. Frestsgreiöslumar bætast síðan viö til greiöslu á árinu eftir að upphaflegum lánstíma er lok- ið. Eru þær með fullum verðbótum og vöxtum. Þeir sérfræöingar, sem DV ræddi viö vegna þessa máls voru sammála um, aö frestun á greiöslum í samræmi við bráöabirgöalögin væri í sjálfu sér- góöra gjalda verö. Hún heföi þó tæpast nein afgerandi áhrif fyrir þá sem lentu í einhverjum verulegum greiðsluerfiö- leikum. Eina raunhæfa lausnin væri al- menn lenging á lánstíma lána til fast- eignakaupa. Slíkt væri höfuðsnauösyn og hlyti aö koma í kjölfar verðtrygg- ingarlána. „Craft- liner” fyrir saltfisk? Suðurlandið, eitt skipa Nesskips hf., kom í fyrri viku með 150 tonn af svo- kölluðum „craftliner” frá Portúgal en það er hráefni í pappakassa sem hér eru framleiddir í Kassagerð Reykja- víkur hf. Hér er um tilraunasendingu aö ræöa en Portúgalar hafa mikinn áhuga á aö flytja þetta efni í meiri mæli hingað. Mun ársnotkun Kassageröarinnar vera 3000 til 3500 tonn af „craftliner”. Aö sögn kunnugra mundi slikur innflutningur geta létt mikiö undir sölu okkar á saltfiski til Portúgal, sem er okkar aöalviðskipta- land á því sviði. Suðurlandið, sem að þessu sinni lestaði í Vicna do Castello í Norður-Portúgal, hefur mikið verið í feröum þangaö á undanförnum árum. DV-mynd Þó. G. Bankar og sparisjóðir: Sjá umþing- lýsingarogveð- bókarvottorð I gær hófu bankar og sparisjóð- ir í Reykjavík aö annast þá þjón- ustu fyrir viöskiptavini sína aö afla veöbókarvottoröa og annast þinglýsingar skjala hjá borgar- fógetanum í Reykjavík. Tilgangurinn er aö spara fólki tíma og fyrirhöfn. Fram að þessu hefur fólk þurft að fara fjórar ferðir til borgarfógetaembættis- ins ef veriö er aö taka fasteigna- tryggt lán. Þóknun fyrir þessa þjónustu mun vera 28 krónur fyrir útvegun veðbókarvottorös og 28 krónur fyrir umsjón með þinglýsingu. Ef reynslan af þessari nýju þjónustu verður góö er fyrirhugað aö taka upp sama fyrirkomulag viö öflun gagna hjá öðrum fógetaembættum. Samkvæmt athugunum þá mun ekki fjarri lagi að áætla aö á fyrra ári hafi lántakendur fast- eignatryggöra lána farið nær 15 þúsund ferðir vegna þeirra til borgarfógetaembættisins eins í Reykjavík. Kaupþing hf.: Fjárvarsla og greiðsluáætlanir fyrir almenning Á tímum veröbólgu og verðtryggöra lána á fólk oft erfitt meö aö gera sér grein fyrir hvort þaö geti staöiö í skilum meö þær greiösluskuldbinding- ar sem hefur verið stofnaö til. Þróunin í efnahagsmálum hefur veriö með þeim hætti að ætla má aö margir horfi meö nokkrum ugg til næstu framtíðar og finni tíl þess að nokkuð skorti á heildaryfirsýn. Kaupþing hf. hefur nýverið hafið þá þjónustu að aöstoða einstaklinga og smærri rekstraraöila við gerö greiðsluáætlana. Greiðsluáætlanirnar gefa yfirlit yfir mánaðarlegar og ár- legar greiöslur, bæöi miðað viö stöðugt verðlag og miðað við ákveönar verðbólguforsendur. Einnig má sýna greiðslurnar sem hlutfall af tekjum til aö gefa fólki hugmynd um greiöslu- byrði. Gerö greiösluáætlana ætti að létta óþarfa áhyggjum af fólki og hjálpar til viö aö svara þeirri spurningu t.d. hvort launin í desember muni hrökkva fyrir afborgununum og vöxtum í þeim mánuöi, auk þess sem þær geta upplýst fólk um greiðslubyröi af verötryggöum lánum. Auk þess hefur Kaupþing hf. nýveriö tekið upp þá þjónustu sem kölluð er fjárvarsla. Á fólk þess þá kost i ávaxta fjármuni sína á vegum fyri tækisins og er geröur um þaö sérstaki samningur. Margir Islendingar vinn langan vinnudag og hafa þá jafnfran dágóöar tekjur. Vegna tímaskorts o ókunnugleika velja þeir þó ekki ával heppilegustu ávöxtunarleiöina. Or þi hyggst Kaupþing hf. bæta með him nýju þjónustu. Þóknun fyrir fjárvörslu er 200 krón fast gjald á ári aö viðbættum 0,07% i inneign á vörslureikningi síðasta da hvers mánaðar. Jón H. Magnússon framkvstj. hjá Hafskip hf. Jón Hákon Magnússon hefur tekiö viö starfi framkvæmda- stjóra markaös- og flutninga- sviðs Hafskipa hf. Hann lauk námi i stjórnmálafræði og blaöamennsku frá Mackallest- er College í Minnesota í Bandaríkjunum árið 1964. Stundaði um árabil blaöa- mennsku, aöallega á dagblaö- inu Tímanum. Á árinu 1970 starfaði Jón fyrir Hjálparstofn- un kirkjunnar á SaoTome viö hjálparstörf í Biafrastyrjöld- inni. Frá 1972 til 1978 var hann fréttamaður hjá Sjónvarpinu en þá tók viö framkvæmda- stjórastarf hjá Vökli hf. þar til síðla nýliöins árs. Jón Hákon, sem er 41 árs aö aldri, var síöan um nokkurra mánaða skeiö fulltrúi framkvæmdastjóra Slippfélagsins í Reykjavík en tók viö hinu nýja starfi 24. þessa mánaðar. Viðskipti: OlafurGeirssonog GissurSlgurAsson. Páll Bragi Kríst- jónsson framkvstj. hjá Hafskip hf. Páll Bragi Kristjónsson tók hinn 24. þessa mánaðar við framkvæmdastjórastarfi fjár- mála- og rekstrarsviös Haf- skipa hf. Hann er 39 ára að aldri og viöskiptafræðingur að mennt. Stúdentsprófi frá MR lauk hann áriö 1964. Á árunum 1967 til 1971 var hann fulltrúi framkvæmdastjóra Almenna bókafélagsins. 1972—1974 var Páll Bragi síöan framkvæmda- stjóri Hjálparstofnunar kirkj- unnar. 1974 til 1978 stundaði hann nám við viðskiptaháskól- ann í Árósum. 1978 til hausts 1981 starfaöi hann hjá IBM en varð síðan deildarstjóri skipu- lags- og hagdeildar Hafskipa hf. og síöan fjármálastjóri sama fyrirtækis frá miðju síöasta sumri og þar til hann tók viö hinu nýja starfi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.