Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1983, Blaðsíða 15
DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. JUNl 1983.
15
Menning Menning Menning
sama stQ, ef marka má nafniö: An
Indecent Obcession.
Bók Robbins fæst bæði hjá Snæ-
birni og Eymundsson, en bækur
McCulloughs eru uppseldar í bili i
síðamefndri verslun.
Hreinrœktaðar
njósna- og spennusögur
Höfundar eins og Fred Forsyth og
Ken Follett, Jack Higgins og Wilbur
Smith eru allir mjög vinsælir fyrir
njósna- og spennusögur.
Kvikmyndirnar Dagur sjakalans
og Odessa-skjölin eru báðar byggðar
á sögum eftir Forsyth. Nýjasta bók
hans heitir The Devil’s Altemative.
Efni hennar er nokkuð einkennandi
fyrir þennan flokk: Leiðtogar CIA og
KGB eru stjarfir af skelfingu og
grípa til örþrifaráða meðan málin
þróast þannig að ekkert nema tveir
elskendur geta bjargað heiminum
frá algjörri tortimingu af völdum
kjarnorkustyrjaldar.
Nafnið á nýjustu bók Jack Higgins
er líka tengt kölska gamla: Touch
the Devil... Segir höfundur að það sé
upphaf á írsku máltæki sem þýðir
eitthvað svipað og að rétta f jandan-
um litla fingurinn — hann tekur alla
höndina. Söguefniö: Rússar ráða sér
hryðjuverkamann til að afla gagna
um nýjasta eldflaugakerfi NATO.
Hetjan sem reynir að hindra hann er
skáld, grúskari, og þrautreyndur
manndráparí sem bæði hefur tekið
þátt í Vietnamstyrjöldinni og barist
með irska uppreisnarhernum.
Margar bækur Higgins hafa verið
þýddar á íslensku, til dæmis örninn
er sestur. Sama gildir um Ken
Follett. Nýjasta bók hans, The Key
to Rebecca, gerist í Kairo í seinni
heimsstyrjöldinni þegar átök Breta
og Þjóðverja um Norður-Afríku
standa sem hæst.
Sögur Wilbur Smiths gerast
sunnar í Afriku, i Rhodesíu og þar
um kring. Nýjasta bók hans er The
Angels Weep og er hún framhald af A
Falcon Flies og Men of Men.
Hernaöarátök og ástir.
„Iceland's fiery,
native liquor"
Ofangreindar bækur fást flestar
bæði hjá Snæbirni og Eymundsson,
ásamt mörgum öðrum bókum sömu
höfunda.
Þá má Nevil Shute ekki gleymast.
Sjónvarpsþættirnir Borg eins og
Alice voru byggðir á sögu hans. Nýj-
ustu bækumar eru Lonely Road og
The Rainbow and The Rose. Annar
traustur höfundur er Len Deighton.
Hans nýjasta skáldsaga heitir Good-
bye Mickey Mouse. Hún gerist að
miklu leyti i háloftunum, innanborðs
í P-51 Mustang, eins hreyfils-orrustu-
flugvél sem mikið var notuö af
Bandarikjamönnum í seinasta striðl
Einn flugmannanna er kvæntur
fagurri konu, Victoríu, sem fieiri
elska en hann...
Loks má nefna að skáldsagan Lace
eftir bresku blaöakonuna Shirley
Conran (ekki leikkonuna MacLaine)
hefur selst grimmt hjá Eymundsson
síðustu daga. Þar segir frá fjórum
konum, sem einsetja sér að komast
langt í lífinu. Sögusviðið er hjá al-
þjóðlegu glansliöi þar sem nógir eru
peningarnir, frægðin og völdin.
Hjá Snæbimi má finna spennusögu
sem gerist á Islandi. Höfundurinn
heitir meira að segja Kilian,
Michael. Bókin heitir The Valkyrie
Project — on the brink of mega-
terror. Rússar hafa fundið upp ger-
eyðingarvopnið Valkyrie og hið
fagra og strjálbyggða Island verður
fyrir valinu til átaka við Bandaríkin.
Hversu trúleg hún er skal ósagt látið,
en á fyrstu blaösíðu leitar skitugur
pólskur togari til strandar undan ill-
viðri og vekur ekki grunsemdir hjá
gömlum fiskimanni sem er að fara út
í skemmu að sækja sér „brennivin,
Iceland’s fiery native liquor,” sem
hann hefur falið fyrir konu sinni. Hún
er bindindismanneskja og félagi í
stúku...
Framhaldið kemur i ljós á
næstunni. ihh.
Bandaríkjunum á þessu tímabili.
Bandarískir jassmenn kunnu vel að
meta þessa sænsku kollega sina og
jassáhuga Svia og komu títt til Sví-
þjóðar til að spila og taka upp hljóm-
plötur með sænskum jassmönnum.
Meðal þeirra vom Stan Getz, Lee
Konitz, Lionel Hampton, Charlie
Parker og Gerry Mulligan.
I seinni tíð, eða eftir 1963, fóru að
gerast þær breytingar sem getið er
um hér að ofan. Rafurmagnað popp
tröllreið öllum útgáfufýrirtækjum,
öldurhúsum og tónleikasölum og
opinberir plötuútgefendur uröu aö
hlaupa undir bagga með sænskum
jassi.
Ekki hœtt að spila
Fáir sænskir jassmenn (og konur)
fengu tækifæri til að spila utan Sví-
þjóðar, ég tala nú ekki um í Banda-
Hljómplötur
Aðalsteinn Ingólfsson
rikjunum. Meðal örfárra undantekn-
inga voru hinn magnaði trombón-
leikari Eje Thelin og söngkonan
Monica Zetterlund.
Þessi lægð þýddi samt ékki að
Svíar hættu að spila jass eins og
glöggt kemur i ljós á safnplötu sem
Caprice gefur út og kallast „Ara-
tugurinn 1970—80 í sænskum jass”. A
henni er að finna öll stilbrigði — Peps
Blues Band syngur hreint blús,
Nannie Porres kvintettinn flytur hið
klassiska lag „Willow weep for me”,
þarna eru stórbönd og dixiebönd með
dynjandi útsetningar (t.d. hið bráð-
friska Umeá Big Band með Benny
Bailey) og grúppur með Don Cherry
og Ornette Coleman að leiðarljósi
(BemtRosengren og Rena Rama) —
og svo auðvitað sænskir klassíkerar
eins og Gugge Hedrenius, Lars
Gullin og Ame Domnerus.
Jassí pakka
Með þessa plötu við höndina er
ekki aðeins hægt að fylgjast meö því
hvernig sænskur jass hefur þróast
heldur er hún sem kennslubók um
jass yfirleitt. Þetta só Caprice-út-
gáfan í hendi sér og þar sem Svíar
em miklir pedagógar í sér var tæki-
færið notað til að búa til „pakka”
með plötunni. I „pakkanum” em
auðvitað platan sjálf, tvöföld, ágæt
pappírskilja þeirra Jans Bruér og
Lars Westin „Jazz Musik,
Manniskor, Miljöer”, sem er saga
jassins fró upphafi og til vorra daga,
bæklingur um sænskan jass og
hljómsveitirnar á plötunni, og loks
greinargóð kennslubók um jass og
þróun hans frá baðmullarsöngvum
til tólftóna, ef svo má segja. Þetta
efni á brátt að nota i skólaútvarpi og
hver og einn getur haft af því not
sjálfur með aðstoð plötunnar. Fólk
getur svo gert hvað sem það vill:
hlustaö á plöturnar meö ánægju og
látið allt prentað mál lönd og leið eða
nýtt sér hvort tveggja. Báöir em
kostirnirgóðir.
Eftirsóttur jassmaður
Svo er hægt að fara í framhalds-
nám með þvi að hlusta sérstaklega á
einstaka jassmenn. Caprice hefur
einmitt gefið út nýtt verk eftir hinn
þekkta trombónleikara E je Thelin en
það nefnist „Polyglot” eða „Margra
tungutal”.
Thelin er einhver þekktasti jass-
leikari Svía í seinni tíð. Hann byrjaði
með hljómsveit bandaríska trommu-
leikarans Joe Harris og lék þá bebop
jass. Upp úr 1960 stofnaði Thelin
sjálfur kvintett sem vakti mikla at-
hygli og lék á öllum helstu jasshátíð-
um Evrópu um árabil. Fransk-
bandaríski saxófónleikarinn Barney
Wilen lék í hljómsveit hans, og síðar
gekk Thelin sjálfur í Sextet George
Russell. A ámnum 1967—1982 bjó
Thelin í Austurríki og lék þá aðallega
með píanóleikaranum Joachim Kiihn
en þess á milli var hóað í hann til að
spila i alþjóölegum jassböndum:
George Gruntz Concert Jazz Band og
Gil Evans European Group. Síðan
1980 hefur mestur tími Thelins farið í
leik með slíkum hljómsveitum, svo
og tónsmíðar.
Vönduð Ijóðræna
„Polyglot” skrifaði Thelin 1980—81
að beiðni sænska útvarpsins og er að
upptöku þess kom fyrir Caprice fékk
Thelin nokkra vini frá öðmm löndum
til aö leika sólókafla verksins með
sér, — til að leggja áherslu á hinn al-
þjóðlega blæ þess. Þarna eru valin-
kunnir menn: bandaríski trompet-
leikarinn Tom Harrell, hollenski
píanó-, orgel- og hljóðgervilssnill-
ingurinn Jasper Van’t Hof og hinn
eldklári breski saxófónleikari Alan
Skidmore.
Thelin, sem þekktur er fyrir óm-
stríða og oft ágenga tónlist, kemur
hér á óvart með fíngerðri ljóðrænu,
dempuöum sólóköflum og „þétt-
skrifuðum” köflum fyrir hljómsveit-
ina. En engum þeim sem hlustað
hefuráfyrriplöturThelins (m.a.Eje
Thelin Groiq), CAP 1091, Bits &
Pieces, Suecia PS 9) þarf að koma á
óvart hið vandaða handbragð sem er
á þessari tónlist, hvemig hún hefst,
vex, dafnar og bítur í skottiö á sér á
endanum.
AI/Lundi
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 123. og 127. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 og 4.
tölublaði 1983 á eigninni Hlíðarbyggð 19 Garðakaupstað, þingl. eign
Einars Kristbjömssonar, fer fram eftir kröfu Búnaðarbanka Islands
og Kristins Sigurjónssonar hrl. á eigninnl sjálfri föstudaginn 1. júlí
1983 kl. 14.00.
Bæjarf ógetinn í Garðakaupstað.
FERÐABLAÐ
um ferða/ög innan/ands
kemur út
fyrir vers/unarmannaheigi,
iaugardaginn 23. jú/í.
A UGL ÝSENDUR!
Þeir sem hafa áhuga á að aug/ýsa vörur sínar og
þjónustu í næsta ferðablaði vinsamlegast hafi
samband við auglýsingadeild DV, Síðumúla 33,
sími 27022, virka daga kl. 9—17, sem fyrst, eða
I SÍDASTA LAGIFIMMTUDAGINN 15. JÚLÍ.
Auglýsingadeild,
Stðumúla 33.
Simi 27022.
INNKAUPASTQFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
óskast í bifreiðar og tæki er verða til sýnis á eftirtöldum stöðum dagana
29. jum, 30. júní og 1. júlí 1983.
í birgðastöð Vegagerðar ríkisins við Grafarvog: Volvo L-485 vörubifreið árg. 1961
Volvo L-485 vörubifreið - 1961
Volvo F-85 vörubifreið — 1966
Scania LS 76 dráttarbifreið árg. 1967
Caterpillar veghefill 12E — 1963
ABG vegþjappa 4,6 tonn - 1965
Hiab Foco 550A bílkrani Dragskófla Hlutar í Caterpillar D7E jarðýtu U-tönn. Skekkt tönn — 1965
i birgðastöð Vegagerðar ríkisins Borgarnesi: B.M. 116 veghefill árg. 1966
i birgðastöð Vegagerðar ríkisins Akureyri A. Barford MGH veghefill árg. 1971
A. Barford MGH veghefill - 1971
Dynapac CH32 vegþjappa 3,3 tonn - 1961
Frámokstursbúnaður af Priestman Lion - 1967
i birgðastöð Vegagerðar rikisins Reyðarfirði Bröyt x2 vélskófla - 1967
Við bílaverkstæði flugmálastjóra Reykjavíkurflugvelli
Bedford vörubifreið m/vörugeymi - 1942
Bedford dráttarbifreið - 1942
Caterpillar jarðýta m/skóflu - 1958
Caterpillar grafa - 1958
Í tilraunabúi rikisins Skriðuklaustri Ursus C335 dráttarvél árg. 1978
I Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri Borgartúni 7, þriðju-
daginn 5. júlí 1983 kl. 16 að viðstöddum bjóðendum.
Réttur áskilinn að hafna tilboðum, sem ekki teljast viðun-
I andi.