Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1983, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1983, Blaðsíða 19
DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. JUNI1983. 19 Tölvuvinnsla á f jórðungsmóti hestamanna Mikift helur mætt á þeim mönnum sem hafa sklpulagt Melgeröismelamótið og hér sjást nokkrir þeirra i brekkunni iyrir framan nýja hringvöUinn. Frá vinstri: Rain Ambjörnsson mótsstjóri, Ævar Hjartarson framkvæmdastjóri mótsins, Stefán Bjaraason gjaldkeri, Björa Jónsson formaður stjórnar Melgerðismefa og Gunnar Egilsson formaður stjóraar framkvæmdaraefndar. DV-mynd: E.J. Framkvæmdum vegna fjóröungs- móts á Melgerðismelum í Eyjafirði er að mestu lokið. Norðlendingar hafa unnið mikið starf i sambandi við svæðið og hafa gert það eitt af bestu svæðum fyrir hestamótshald hér á landi. Mótið verður haldið dagana 30. júní — 3. júli og eru Norð- lendingar viðbúnir komu nokkurra þúsunda gesta. Sú nýjung verður tekin upp að tölvur verða notaðar við stigaútreikning og verður nokkrum skjám komið fyrir í brekkum fyrir mótsgesti. Er þetta í fyrsta skipti sem tölvur eru notaðar viðslikthérálandi. Undanfamar vikur hefur maður gengið undir manns hönd við stækkun og lagfæringu á Melgerðis- melasvæöinu. Nýr hringvöllur, 300 metra langur hefur verið byggður og eru þá þrír hringvellir á Melgerðis- melum. Byggð hafa verið skýli fyrir dómara og ritara og eru það fyrstu skýlin sem sérstaklega hafa veriö hönnuö fýrir þess háttar starfsemi. Einnig hefur verið byggt lítið hús fyrir kynbótadómnefnd og er það nefnt manna á milii Kelerí, en eins og hestamenn kannast við þá er Þorkell Bjarnason (Keli) hrossa- ræktunarráðunautur yfirdómari í hrossaræktarmálum. Veitingahús staðarins hefur verið stækkað og er nú um 400 fermetrar að stærð. Auk þess er 30 hesta stóöhús í góðu ásig- komulagi. Hagar fyrir sýningarhross verða inni á mótssvæðinu á bökkum Eyja- fjarðarár og er hólfinu skipt i nætur- hólf og daghólf. Feröahestar fá aftur á móti inni í svonefndum Rauðhúsa- hólfum. Byriað verður aö taka á móti hrossum þriðjudaginn 28. júní. Aðstaöa fyrir tjöld er góð en einnig er hægt að fá svefnpokapláss í Hrafnagilsskóla sem er um það bil 10 kílómetra frá mótssvæðinu. Hjá Hrafnagili er annar dansstaða móts- ins, Laugarborg, en þar verða dans- leikir föstudags- og laugardagskvöld en einnig í Sólgarði. Flugleiðir munu bjóða mjög hagstæð gjöld i sambandi viö mótið og er hægt að fá innifalda gistingu i Hrafnagilsskóla. Þar er sundlaug sem verður opin móts- dagana. Á mótssvæðinu verður al- menn veitingasala en einnig verður opin sérstök verslun meö nýlendu- vörur svo og vörur fyrir hestamenn. Sett verða upp leiktæki fyrir böm þannig að foreldrar geti slappað af á meðan á sýningum stendur. Uppboð verður á folöldum af þekktum kynjum og rennur ágóði til væntan- legs landsliðs sem fer með hesta á Evrópumót í hestaíþróttum í Þýska- landi sem haldið verður seint í sumar. Sýnd verða tæplega sextíu kyn- bótahross, þar af 9 stóðhestar. 42 gæöingar keppa í hvorum flokki, A og B, og sami fjöldi unglinga. Tölvur verða notaðar í fyrsta skipti á Islandi við stigaútreikning og verður nokkrum skjám komið fyrir á áhorf- endasvæði. Áhorfendur fá þá að sjá jafnóðum hvaða 16 gæðingar eru í efstu sætunum og er ekki aö efa að spenningur verði mikill undir lokin. Má jabivel búast við að þeir kepp- endur sem síöastir eru í sýningar- hring með hesta sína gefi hestinum lausari tauminn en ella. Tæplega f jörutíu manns hafa verið samankomnir á Melgerðismelum undanfarin kvöld í sjálfboðavinnu við að gera svæðið sem fullkomnast og vona Norðlendingar að það skili sér í mikilli aösókn. E.J. W fr.S:. ■■■ ' A WBm ■ ■llM r ■' f i m 8». -v. v y-j f M sölumet fleiri litir Nauðungaruppboð sem auglýst var i 1., 7. og 10. tölublaði Lögbirtmgablaðsins 1983 á eign- inni Ásbúð 102 Garðakaupstað, þingl. eign Bjarnar Kristjánssonar, fer fram eftir kröfu Landsbanka tslands og Baldurs Guðlaugssonar hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 1. júlí 1983 kl. 13.45. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 123. og 127. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 og 4. tölublaði 1983 á eigninni Víðir, Mosfellshrcppi, (úr landi Hrisbrúar), þingl. eign Eygerðar Ingimundardóttur, fer fram eftir kröfu Veðdeild- ar Landsbanka tslands og Brynjólfs Kjartanssonar hrl. á eigninni sjálfri f östudaginn 1. júli 1983 kl. 15.45. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. ÞVOTTEKTA TÚPUPENNAR í 88 litum sem öllum má blanda saman til aö mála á hvað sem er. Jafnauðveldir í notkun og venjuiegir kúlu- eða tússpennar. Póstsendum. FÖNDURSTOFAN, KEFLAVÍK Hafnargötu 68A — Simi: 92-2738. Tjöld og viðlegubúnaður í miklu úrvali Sérstaklega bendum við á: Tjaldborgartjöldin Góðir litir gleðja augað. Falleg áferð og frábær ending Hrauns, húsamálningarinnar frá Málningu h.f., hefur stuðlað að vinsældum hennar. Enda margfaldaðist salan á s.l. ári. Hraun hefur sýnt og sannað fram- úrskarandi eiginleika; — við höf- um dæmi um rúmlega 10 ára end- ingu. Hraun er sendin akrýlplast- málning, sem sparar vinnu: Betri ending og færri umferðir. Ein um- ferð af Hrauni jafngildir þrem um- ferðum af venjulegri plastmáln- ingu. Nú bjóðum við ennþá meira litaúr- val í Hrauni en áður. Lítið á lita- kortið og fáið aliar upplýsingar hjá umboðsmönnum okkar. HRAUN SENDIN AKRÝLPLASTMÁLNING MMmálningl, sem eru sérhönnuð fyrir íslenskt veðurfar. GÚÐ GREIÐSLUKJÖR TÓmSTUnDflHÚSIÐ HF Laugauegi 164-Reukiauil: 5=21901

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.