Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1983, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1983, Blaðsíða 34
34 DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. JONI1983. DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL ím- Á æf ingu hjá Skotfélagi Reykjavíkur: Skotiö að mexb kanskrí fyrírmynd 2>/,-zrpm * Færiö er fjörutíu metrar. Eg hleð riffilinn rólega, eitt skotiö af ööru rennur í magasíniö uns öll fimm eru komin á sinn rétta staö. Tímavöröur- inn gefur merki um aö hleöslutíma sé lokiö, það má skjóta. Eg grip riffilinn, vinstri höndin heldur undir hann, sú hægri er á gikknum. 1 kikinum sé ég appelsinugult skotmarkiö, formað eins og kjúkling, og svartur miöunarkross- inn ber akkúrat i markiö. Eg miöa aðeins til hægri við það, því þaö er strekkingur og vindurinn getur hæg- lega boriö kúluna af leið. Eg dreg djúpt andann, anda svo helmingnum aftur frá mér en held restinni niöri í mér. Fjórar sekúndur líöa, tíminn viröist standa kyrr. Ofurhægt dreg ég gikkinn aö mér og finn örlítinn titring er kúlan þýtur í átt aö skotmarkinu meö hljóö- hraöa. Snöggur hvellurinn rýfur kyrrð- ina og síöan annar minni. „Kjúklingur- inn” er úr jámi en ekki af holdi. Ég horfi í nokkrar sekúndur á „kjúkling- inn” liggja í valnum og ánægjutilfinn- ing grípurmig. Eg hitti. Hún er merkileg þessi kennd sem blundar í öllum, veiðimennskan. Þótt sumir vilji ekki viðurkenna tilvist hennar gerir hún alltaf einhvern veg- inn vart viö sig. Að kasta steini í flösku er á margan hátt sami hluturinn og aö skjóta hreindýr. I bæöi skiptin er hittn- in aöalatriðið þó óneitanlega ekki það eina sem máli skiptir. Flestallar íþróttir eru á einhvem hátt tengdar veiöimennsku, að mati breska mann- fræðingsins Morris Desmond. Spjót- kastari sem kastar spjóti sínu 90 metra er í raun réttri aö fá útrás fyrir veiöi- mennskueöh sitt. Spjótiö er hans vopn, aö kasta sem lengst er verkefni hans, veiðin er gullmedalían. Sama má segja um knattspymu, boltinn er vopnið, markið bráöin. En hvergi veröa tengsl íþróttar og veiðimennsku jafnnáin og í skotfim- inni. Þá er skotiö á mark af misjafn- lega löngu færi, allt frá 40 metra upp í 500. Stundum er skotmarkið veifa eöa dós, stundum litlir hringir á blaöi meö punkti í miðjum innsta hringnum, stundum lítil dýr, steypt í járn. Hrúturí 100 metra fjaríægð Fyrir ári kom Skotfélag Reykja- víkur sér upp nokkrum skotbökkum meö þessum járndýrum á æfingasvæöi félagsins í Grafarholti. Dýrin eru af fjórum stæröum og er þaö minnsta, kjúklingur, í 40 metra fjarlægð, svínið er í 60 metra fjarlægð, kalkúninn í 77 metra fjarlægð og lengst í burtu er hrúturinn, 100 metra frá skotmannin- um. Vegalengdir þessar miöast við 22 kalíbera riffil en eru lengri ef um stærri riffla er aö ræöa. Æfingar þessar eru kailaöar silhou- ette-æfingar og njóta mikilla vinsælda meöal félaga í skotfélaginu. Tvisvar í viku, á fimmtudagskvöldum og eftir hádegi á laugardögum, eru skipu- lagðar æfingar og þá er skotið á dýrin svo rýkur úr byssuhlaupunum. Mót eru svo haldin annaö slagiö. Æfingar þessar náöu fyrst vinsæld- um í Bandaríkjunum fyrir rúmiega 20 árum og hafa síðan áunniö sér fastan sess hjá skotfélögum víða um heim. Sagan á bak við þær er dálítið skemmtileg. I upphafi þessarar aldar geisaöi borgarastyrjöld í Mexíkó. Helsti foringi byltingarmanna var náungi aö nafni Pancho Villa, sem margir munu þekkja úr þeim aragrúa kvikmynda er geröar hafa verið um þetta timabil. Pancho Villa og stuön- ingsmenn hans geröu sér oft dagamun og slógu upp dýrlegum veislum og meðal skemmtiatriöanna var að skjóta kjúklinga, svín, kalkúna og hrúta. Eini munurinn á skotfélagsæfingunum og þeirra skemmtan er sá aö mexíkan- arnir skutu á lifandi dýr en ekki járn- dýr. Með tímanum frétti fólk í suðvest- urfylkjum Bandarikjanna af þessu tómstundagamni Mexíkananna og tók aö apa þessa iöju eftir þeim. En siöan komu dýraverndunarfélög og samtök reiðra bænda til sögunnar og skytteríið lagöist af. Þó ekki lengi. Einhverjum datt þaö snjallræöi í hug aö búa til af- steypur af dýrunum og aftur fóru byssumenn aö skjóta á sína kjúklinga og svin. ErriffiUinn róttur? Og nú eru Islendingar farnir aö haga sér líkt og Pancho Villa. Það er þó ekki sama stjórnleysið yfir æfingum þeirra og leik Mexikananna. Islendingarnir Skotfimi Sveinn Agnarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.