Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1983, Blaðsíða 8
DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. JUNI1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Arafat leyfist aö koma aftur til Sýríands Yasser Arafat, leiötoga PLO, verður leyft aö snúa aftur til Sýrlands á næst- unni, eftir því sem forsvarsmenn Palestínuaraba í Damaskus segja. — Mun George Habash, einn aðalforingi róttækari aflanna innan PLO, hafa tekiö loforö af Al-Assad Sýrlandsfor- seta um það. Habash mun hafa borið orö á milli og reynt að koma á sáttum en frá sýrlensku stjórninni hefur ekkert heyrst opinberlega um deilu hennar viö Arafat síðan Sýrlandsforseti veitti Arafat á föstudaginn nokkurra klukku- Flugmaðurínn fómaðisér eftir árekst- ur í lofti Sjö fórust og átta slösuðust þegar herþota hrapaði á hús eitt í Biberach í V-Þýskalandi eftir árekstur í lofti við litla einkaflugvél. Meðal þeirra sem fórust voru flug- maður herþotunnar og báðir menn- irnir í einkaflugvélinni en fjórir hafa fundist látnir í húsarústunum. Eldur kom upp í þrem húsum og er óttast að fleiri kunni aö leynast í brakinu. Sjónarvottar segja að flugmaður Mirage-herþotunnar hafi látið ónot- uð tækifæri til þess að skjóta sér í fallhlíf úr þotunni og barist við að stýra laskaöri þotunni framhjá byggingunum. Stórverslanir og mikil efnaverksmiðja eru aðeins nokkur hundruö metra frá þeim stað sem þotan kom niður. Einkaflugvélin hrapaði niður í nærliggjandiskóg. stunda frest til þess að verða á brott úr landi. Með þessu er staðfest aö Sýrlendingar muni ekki hindra að leið- togi PLO fái að snúa aftur til aðalbæki- stöðva manna sinna í Norður- og Austur-Líbanon sem Sýriand hefur á valdi sínu. Menn geta sér til að Habash hafi ekki einn náð að friða Al-Assad. Líklegt þykir, að leiðtogar annarra arabaríkja hafi á bak við tjöldin beitt áhrifum sinum við Sýrlandsforseta og hugsan- lega einnig ráðamenn í Moskvu. Arafat, sem var vísað úr landi eftir að hann sakaði hemámslið Sýrlend- inga í Líbanon um að hafa lagt uppreisnaröflum innan PLO lið, hefur dregið úr árásum sínum á Sýrlands- stjóm síðan. Áberandi þótti hvemig kvað við annan tón í ræðu sem hann flutti í Prag í Tékkóslóvakiu á laugar- daginn en þar hjuggu menn einnig eftir því aö Arafat kallaði Sovétríkin „góöanvin”. Arafat átti í gær viðræður viö Habib Bourguiba, forseta Túnis. I yfirlýsingu að viðræðunum loknum sagði Arafat að Sýrland og Palestínuarabar yrðu að standa saman og gegn Israel. — Arafat Arafat umkringdur lifvörðum, en hann hefur á sér meiri vara þessa dagana en nokkru sinni fyrr. mun hitta í Túnis Javier Perez de Cuellar, framkvæmdastjóra Sam- einuðu þjóðanna, en heimsækja síðan Marokko og Alsír. Bushí „Við munum ekki senda neina bandaríska hermenn til Mið-Ameríku. Við viljum aðeins beita okkur fyrir lýð- ræðis- og efnahagslegri þróun þar,” sagði Geroge Bush, varaforseti Banda- ríkjanna, meðal annars á fundi meö fréttamönnum í Stokkhólmi í gær. Þar var hann í þaula spurður um stefnu Bandaríkjanna í Mið-Ameríku. Bush kom til Stokkhólms í gærmorg- un á ferð sinni um Evrópu og átti ítar- legar viðræður við Olof Palme for- sætisráðherra. Báðir sögðu þeir að fundinum loknum að viðræðumar hefðu verið mjög gagnlegar. Þó hafði þá greint á um hversu heppileg stefna Bandarikjanna í málefnum Mið- Ameríku er. Það var einmitt gegn þeirri stefnu sem þúsundir Svía mót- mæltu á Sergeltorgi í Stokkhólmi í gær. Allt fór þó friðsamlega fram. Miklar öryggisráðstafanir voru gerðar í sambandi við heimsókn Bush og auk þrjú hundruð sænskra lögreglu- manna, sem gæta eiga öryggis hans, eru 40 bandarískir lífverðir í fylgd hans, en þetta öfluga gæslulið átti náðugan dag í gær. Gunnlaugur A. Jónsson/ Lundi. S.Þ.-MENN ÁNÆGÐIR MEÐ KOMMÚ NISTAFJÖLMIÐLANA — en gagnrýna vestræna f jölmiðlun Bush varaforseti á ferð um Evrðpu og senn væntanlegur til tslands. Lögð hefur verið fram skýrsla þar sem fjölmiðlar á Vesturlöndum eru gagnrýndir fyrir rangfærðar fréttir af sameinuðu þjóðunum en lof borið á ríkisfjölmiðlana í kommúnistaríkjun- um. Skýrsla þessi hefur verið gefin út á vegum Sameinuðu þjóðanna þrátt fyrir að framkvæmdastjórinn hafi sjálfur látið í ljós efasemdir um niður- stöðurhennar. Skýrsluhöfundar sökuðu vestræna fjölmiöla um að veita ekki starfl Sam- einuðu þjóðanna næga athygli og enn- fremur fyrir að ganga ekki nægilega úr skugga um hvort gagnrýni ætti rétt á sér þegar gagnrýnisskrif væru birt um Sameinuðu þjóðirnar. En blaðamönnum kommúnistafjöl- miðlanna var hrósaö fyrir að flytja reglulega fréttir af Sameinuðu þjóðun- um og frásagnir þeirra sagðar styðja tilraunir S.Þ. til þess að efla alþjóðlegt samstarf. Javier Perez de Cuellar fram- kvæmdastjóri lét þau orð falla, þegar uppkast af skýrslunni var lagt fram i fyrra, að þessi niðurstaða væri „ótrú- leg” og að höfundarnir, sem ekki eru nafngreindir, sýndu dómgreindar- skort. — Þegar skýrslan var gefin út á dögunum lýsti framkvæmdastjórinn því yfir að höfundarnir væru ekki á hans vegum og túlkuðu ekki hans skoðanir en hann væri ekki einræðis- herra og vildi ekki hindra þá í að gefa út niðurstöður þeirra. Stálu fót- boltanum Knattspymuleikur í Cordoba í Argentínu var stöðvaður eftir að áhorfendur höfðu stolið fjórum knöttum hverjum á eftir öðrum. Dómarinn gafst upp þegar f jórði boltinn, sem lent hafði í áhorfenda- þvögunni, skilaði sér ekki aftur. Flautaði hann leikinn af. Þama áttust við Belgrano og San Vincente-félagið. FLÓÐATJÓNIÐ MEIRA ENIND- LANDSSTJÓRN RÆÐUR EIN VIÐ Indira Gandhi, forsætisráðherra Indlands, hefur skorað á Indverja alla aö sameinast í aðstoð við bágstadda í vesturfylkinu Gujarat sem er nú undir- lagt flóðum. — Þúsundir manna hafa misst heimili sín en vitað er um nær 430 dauðsföll og óttast um aðra 420 til við- bótar. Flóðin hafa valdið meiri usla en fellibylurinn í vetur sem gekk yfir á sömu slóðum og varð yfir 500 manns aö bana. A Junagadh-svæðinu, þar sem land liggur lægst í þessu fylki, er vatn sums staðar fimm metra djúpt þar sem þurrt var áður. Þar er talið að um 130 þúsund íbúar smáþorpa séu einangrað- ir af flóðunum. Gandhi forsætisráðherra flaug yfir flóðasvæðin í gær og tók sér einnig ferð á hendur landveginn um sum flóöa- svæðin. Sagði hún eftir ferðina að tjón- ið væri svo ofboðslegt að ríkisstjórnin ein gæti ekki lagt til þá aöstoð sem þyrfti. Fréttir greina frá því að yfir 60 þús- und nautgripir hafi drepLst í flóðunum og að spjöll hafi orðið á um 50 þúsund húsum, auk svo tjóns á uppskeru og ýmsum mannvirk jum. Þyrlur hersins reyna að varpa mat- vælum og hjálpargögnum til þeirra þúsunda sem ekki verður komiö til hjálpar með öðrum hætti enn sem kom- iðer. Tæplega þrjú þúsund þoip hafa orð- ið rafmagnslaus og hundruð kiló- metra af vegum héraðsins hafa skolast burt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.