Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1983, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1983, Blaðsíða 33
DV. FIMMTUDAGUR 21. JULI1983. 33 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Eltthvafl fyndið nýsagt, og auðvitað skellihiegið. Séð yfir samkomuna i GarðahoM, en alls voru um eitt hundrað manns meattir. Skandinavískum bömum skemmt Norrœna félagid í Gardabœ hélt samkomu í Garðaholti sem er sam- komuhús þeirra Garðbœinga þann 14. síðastliðinn fyrir börn frá Dan- mörku og Svíþjóð. Börnin voru hingað komin á vegum C.I.S.V. (alþjl. sumarbúðir barna) og norrœnnar samvinnu. Samkoman var haldin þegar sœnsku börnin voru að fara aflandi brott en þau dönsku að koma, en börnin dvelja hér í tvœr vikur. Að móttökunni lokinni, sem var aðeins fyrir börnin, var kvöldvaka og var á henni mikið sungið og hvert land kom með stutt atriði og stjórnuðu íslensku fararstjórar barnanna, þeir Björg- vin Fr. Magnússon, Stefán Guðmundsson og Pálmar Olason sam- komunni, en alls voru um 100 manns þar samankomnir. Á samkomu þessari þakkaði Jóna Bjarkan formaður fararstjórum og auk þess Vilbergi Júlíussyni, forsvarsmanni C.I.S. V., fyrir vel unnin störf. CURTIS GIFTISIG EKKI! Sviðsljósið sagði fró því fyrir skömmu að hann Tony Curtis væri að þvi kominn að gifta sig, í fjórða skipti, og það var sko ekkert ábyrgðarlaust slúður, heldur var þetta komið frá gamla grallaranum s jálf um. Sagt var í umræddri grein aö hann og vinkonan hún Andrea Savio ætluðu aö fara til Nice og gifta sig þar og eyða brúð- kaupsdögunum, en títtnefnt og hvim- leitt babb kom í bátinn, nefnilega það að þau giftu sig ekki. Sviðsljósiö lagði sig í líma við aö reyna að afla nánarí upplýsinga en ekki tókst þaö svo við neyðumst til að láta þetta hanga í lausu lofti, í bili, þangað til áreiðan- legar fréttir berast, því hér er sann- leikurinn settur ofar öllu. Tony og Andrea allt annað an sœl é svip. Feliz i fyrsta og siðasta skipti i hringnum. Hinn heppni óheppinn Sumir menn standa ekki undir viðurnefnum sinum, og hann Fern- ando Feliz var einn af þeim. Fernando var kallaður „hinn heppni" i heimabæ sínum á Spáni. Stærsti draumur hins unga atvinnuleysingja var að verða viðurkenndur sem mikill nautabani og stökk hann dag einn inn í hringinn er nautaat var í fullum gangi, svona rótt til þess að sýna að hann væri betri en El Cordobes. En raunin varð sú að hann var ekki betri en El gamli þvi El er ennþá lifandi en hinn heppni er dauður. Málið var nefnilega það að eftir einungis nokkurra sekúndna sprikl i hringnum hafði nautið betur og ekki leið á löngu þangað til Fernando var allur. Afleiðing dauða þess heppna urðu þær að nokkrum ötum var aflýst, en annars gengur allt sinn vanagang. SvansBakkablandid í Bjarnarfirði myndir frá Listavöku í Strandasýslu Ha/ffrfður SfgurOorOóttír og Magnús Rafnsson íheimasömdum kafía úr „RagnhHdur fmr að fíjóta meOhún er fátæka unga stú/kan, sem er nýbúfn e0 tesa eina ástarsögune og dreymir um rfddarann á hvfta hest- inum. Hann er riki bóndasonurinn aO gera hosur sínar grænar fyrir henni. ÞaO er ekki auOvelt fyrir hana aO gera upp á millí hans og nýja hóraOslæknisins. DV-mynd: HörOurÁsgeirsson. SvansBakkablandiO. Frú vinstri: Ólafur Inglmundarson og Haltfriöur SigurOardóttír, bændur á Svanshóii, GuOrún Bachmann, Leifur Hauks- son, Magnús Rafnsson ogArnlín Óledóttir, bændurá Bakka. DV-mynd: HörðurÁsgeirsson. Á Listavöku Strandamanna ný- verið tóku ungir bændur á tveimur bæjum í Bjamarfirði sig saman og með skömmum fyrirvara settu þeir saman tveggja tíma dagskró með upplestri, söng og leik. Efnið var að stórum hluta sótt í kveöskap og rit- verk íslenskra kvenna, en sumt heimasamið. öll dagskráin var helguð konum og fléttaö saman gamni og alvöru. Bændumir voru frá bæjunum Svanshóli og Bakka og kölluðu sig SvansBakkablandið.en dagskrá sína „Ragnhildur fær aö fljóta með.” Var hún frumflutt í Arnesi í Trékyllisvík mónudagskvöldið 27. júní og síðan endurtekin á Boröeyri, Hólmavík og , Laugarhóli í Bjarnarfirði, alls staöar ' við stórgóðar undirtektir. Hópurinn fékk ýmislegt aðstoðar- fólk til liðs við sig, þar á meðal nokk- ur böm. EnnfremurKristínuBjarna- dóttur leikkonu fró Reykjavík, sem þessar vikumar dvelur á Ströndum og veitir forstööu sumarhóteli á Laugarhóli. Á listavikunni var margt gert fyrir bömin. Þannig var útileikhúsið Svart og sykurlaust fengið frá ‘Reykjavík og flakkaði um sýsluna og skemmti víða. A Jónsmessukvöld var kynt myndarlegt bál á Hólmavík og þar lét leikhópurinn sig ekki vanta. -ihh.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.