Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1983, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1983, Qupperneq 17
DV. LAUGARDAGUR 23. JULI1983. 17 FóIh veróur brjálað í þessari sturtu Nú eru elstu menn fyrir löngu hættir aö muna eftir annarri eins veöráttu og veriö hefur á Reykja- víkursvæðinu frá því að skólum lauk í vor og gengið var fellt til bjargar út- geröinni sem hefur ekki rekið upp bofs að undanfömu enda gæti það orðið hættulegt þar sem hundahald er bannað með lögum víðast hvar á landinu nema í sveitum og menn jafnvel settir í tugthúsið fyrir að hýsa elsta vin mannsins eða látnir borga sekt að öðrum kosti eins og skattsvikarar eru látnir gera í þau fáu skipti sem upp um þá kemst. Skattsvikarar ganga hins vegar alltaf lausir af því að það er ekki vitað til þess að þeir bíti börnin okkareða kúki á gangstéttar. Við þjóðveg 711 var mikið talaö um veður og þar voru allir veðiu-spá- menn, hver með sínum hætti, sumir fengu gikt í skrokkinn, það var örugg vísbending um að lægð væri á leið- inni, aðra dreymdi fyrir veöri og svo voru þeir sem kunnu vísur um veðrið og svona mætti lengi telja. Þótt ýmsir veöurspádómar við þjóðveg 711 rættust ekki var þó eitt næsta víst, ef menn spáöu því að nú kæmi hann á noröan, kom hann á norðan og þvi miður var noröanáttin oftansi þrálát. En það er svo skrýtið með þessa norðanátt að þegar hún er komin suður fyrir heiði er hún allt í einu orðin að sólskini í Reykjavík og við sem þoldum ekki þessa átt við þjóð- veg 711 söknumhennarhér. Við þessu er fátt að gera og þó þekki ég fólk sem tekur það til bragðs þegar sunnanáttin er að gera út af við það að kaupa sér sól á Spáni og afsakar þessa vafasömu fjárfest- ingu með því að það verði brjálað fyrr en seinna í þessari sturtu, eins og það kallar landið sitt, og vilji ekki gera sínum nánustu þann óleik að sitja uppi með sig í því ástandi því að nóg virðist á þá lagt að sitja uppi með það óbrjálað. Lengi vel maldaði ég í móinn og benti þessu fólki á það að við Islend- ingar heföum lifað við óbliö kjör á öllum sviðum mann fram af manni og það hefði einmitt verið veðurfarið sem gerði okkur að þeim hetjum sem við erum í dag og bætti því viö aö það væri ekki á færi neinna veifiskata að kaupa bensínlitrann á tuttugu og eitthvað krónur og níutíu aura og láta loka fyrir heita vatnið, raf- magnið og símann á tveggja mánaða fresti vegna þess að nú til dags eru það ekki þeir sem höggva mann og annan sem valdið hafa heldur þeir semerumeðhúfu. Hofuðfat virðist hafa dálítið einkennileg áhrif á fólk og ég býst við að það sé vegna þess hve fáir þurfa að bera það, það eru allir í nær- buxum en trúlega tæki enginn eftir því þótt einhver mætti brókarlaus í vinnuna, allir tækju eftir því ef einhver kæmi húfulaus. Þegar ég var átta ára fékk ég að fara í sveit og trúlega vegna þess að foreldrar mínir voru svo fegnir að losna við mig var mér leyft aö kaupa húfu. Þetta var falleg húfa, með skyggni, og þegar ég setti hana upp fannst mér ég vera lögga og sagði hverjum sem heyra vildi að halda kjafti, að öðrum kosti yröi hann settur inn. Þaö hélt náttúrlega enginn kjafti og enginn var settur inn. En húfan stóð fyrir sínu. Mér dettur þetta stundum í hug þegar kunningjar minir segja mér frá viðskiptum sínum við menn með húfur. Sumir kunna að bera þær, segja þeir, en svo eru aðrir sem láta húfuna stíga sér til höfuðs og hegða sér líkt og ég þegar ég var strákur og hálfviti, eins og Hannes gamli Jóns- son sagði stundum. Ég minntist hér í upphafi á hund sem vann sér það til óhelgi að eiga húsbónda sem var settur í tugthús. Hundur kenndur við hass á líka húsbónda enhannermeðhúfu. Alþingi kvatt Það hafa verið ortar margar vísur um það aö á Alþingi komi menn sér' saman um þaö eitt að koma sér aldrei saman um neitt og hafa þetta yfirleitt verið nokkuð góöar vísur, ef égmanrétt. I hugum okkar, atkvæðanna, er Alþingi stofnun og öfugt viö margar aðrar stofnanir, eins og t.d. gjald- heimtuna líkar okkur illa að þar skuli ekki vera fólk því að ég man ekki betur en við höfum kosið alþingismenn í lýðræðislegum kosningum forðum daga meö það í huga að þeir tækju sæti á þingi. Á hinn bóginn minnist ég þess ekki að Háaioftið Benedikt Axelsson við höfum nokkurn timann kosið einn néneinn tilaðsitjaígjaldheimtunni, en það er nú önnur saga. Nú hef ég ekki hugmynd um hve mikið gagn er í þingmanni sem situr heima hjá sér þótt ég hafi rök- studdan grun um að hann sé álíka mikils virði, varðandi það að stjóma þjóðinni, og uppþvottavél en á hinn bóginn er dæmalaust mikill friöur á öllum mörkuöum, meira að segja á vinnumarkaðinum. En kannski er ekki við öðru aö búast í þessu þjóðfélagi þar sem allir viröast á góðri leið með að verða að maskínum, búið að setja mann- gildið í tölvu og kallast útskrift þegar apparatið ælir því út úr sér og lætur þess getið í leiðinni að klukkan sé 10.47 rétt eins og það sé aðalatriðið í tilverunni. I upphafi I upphafi allt var hér skapað og ekki að neinu var hrapaö. Rauðahafið er rautt, það dauða er dautt, en enginn veit ennþá hver drap þaö. Það skiptir trúlega engu máli hver drap dauöa hafið en mér finnst öllu verra ef ríkisvaldinu finnst það sæmandi að greiða niður alls konar skripalæti en neita um leið fólki um örlitla fyrirgreiðslu sem hefur orðið fyrir því að eignast of mörg börn í einu. Þegar svo er komið finnst manni maskínuveldið orðið fullmikið. Kveðja Ben. Ax. EM í Wiesbaden: Leihur tslands við Evrúpumeistara Póllands Þegar þetta er skrifað hefur íslenska sveitin á Evrópumótinu í Wiesbaden vermt neðstu sætin um nokkurt skeið. Að sögn fýrirliðans hafa öll pörin spilað undir getu og haft mótbyr að auki enda þessi frammistaða ekki einleikin. Hafá ber samt í huga að sveitin hefur nú spilað við þær sveitir sem bestar verða að teljast í Evrópu um þessar mundir, s.s. Frakkland, Italíu, Pólland og England. Var uppskeran samtals 3 vinningsstig út úr þessum leikjum, sem er afleitt. En erfiður kafli er nú að baki og vonandi réttir sveitin við í seinni hluta mótsrns. XQ Bridge Stefán Guðjohnsen Núverandi Evrópumeistarar eru Pólverjar og í sjöundu umferð spilaði Island við þá. Guömundur Pétursson fyririiði stillti Guðmundi og Þórarni upp i opna salinn gegn Bryztora og Martens og gekk þeim þokkalega utan að þeir misstu game utan hættu sem þó lá upp í 12 slagi og Pólverjamir tóku. Félagar þeirra á hinu borðinu, Jón og Símon, héldu einnig þokkalega á spilunum enda skildu liöin aðeins 11 impar í hálfleik Pólver jum í vil, 31—20. Ekki var gæfan með í þessu spili. Norður gef ur/allir utan hættu. Landslið tslands í bridge sem nú stendur i strðngu i Wiesbaden. Norður Norður Suður Auðvitað getur Jón unnið spilið eins og það liggur. Hann tekur ás og kóng í laufi og kastar spaða, trompar sig heim á lauf, tekur trompin og spilar spaða á kónginn. Tíu slagir. En það er líka auövelt að tapa spilinu og einfaldlega með því að spila upp á tigulhjónin skipt sem viröist ágætur möguleiki nema í þessu spili. Einn niður og Pólverjar græddu 10 impa. En Jón og Símon tóku síðan slemmu sem Pólverjarnir misstu og svo kom þetta spil. Suður gefur/allir utan hættu. Vl.STl K A Á10865 'í' D104 ' 0 - + KG986 Nordur A G V AK9653 ( 0 D93 * 1053 Ausiur A D74 ^’72 í> G10652 + D74 SUDUR VenTUR A A97 V 87632 O 83 + G43 * K65 <?D 0 Á10965 + ÁK95 Austur + D1084 <?G O KD4 + D10872 SURUR + G32 ^ AK10954 O G72 + 6 1T 1H + K932 2 L 2H <?G8 2G 3T O AK874 3H 4H + Á2 P \ ' Þar sem Símon og Jón sátu, n-«, Eftir þessa sagnseriu ákvað gengu sagnir á þessa leið: Þórarinn í vestur að spila út spaöaás og meiri spaða. Þar með voru öll Suöur Vestur Norður Austur vandamál sagnhafa að baki og auðvelt 1T 2T*) 2H pass að renna heim tíu slögum. 2S pass 3 H pass I lokaða salnum varð Jón Asbjöms- 4 H pass pass pass son einnig sagnhafi í fjórum hjörtum I opna salnum gengu sagnir Pólverj- en Pólverjinn í vestur kaus að trompa annaþannig: út. *) Einhverjirlitir Austur spilaði út trompi, Símon lét áttuna og drap tíu vesturs með kóngn- um. Hann spilaði næst trompás og réðst síðan á tígulinn. Vestur trompaöi og spilaði laufi, einn niður. Á hinu borðinu var lokasamningur- inn einnig fjögur hjörtu en nú kom austur út með tígul. Þar með voru dagar varnarinnar taldir og Evrópu- meistararnir bættu 10 impum við í sinn dálk. 1 seinni hálfleik komu Jón og Sævar inn á fyrir Jón og Símon. Ekki höfðu þeir erindi sem erfiði — Pólverjarnir skoruðu látlaust — og þegar upp var staðið höfðu Evrópumeistaramir náð öllum vinningsstigunum en landinn slapp með núllið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.