Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1983, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1983, Page 31
DV. MIÐVIKUDAGUR 24. AGUST1983. 31 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Em vel og hress Kyrrsetumenn veröa méðlr viö þaö eltt aö heyra þær hetjusögur sem ganga af bandaríska hlauparanum Noel Johnson, þcim sem hijép ofan úr Brelðholti um daginn. Sagt er aö hann hafi farið i langan göngutúr eftir hlaupið og skellt sér síðan á gömlu dansana um kvöldið. Þar er sagt að hann hafi dansað eins og ungiamb fram eftir nóttu og gjarna viljað bjóða konu með sér upp á herbergi á eftir. Það er eins og spekingur sagði: „Alit er fertugum fært og svo verður það iéttara eftir því sem á líður”. Bregður nú nýrra við! t efnahagslegum ógöngum og orkukreppu hafa Trabant- eigendur á íslandi stofnað með sér samtök sem helta „Skynsemin ræður”. Ekki hefur áður borið á því að sá félagsskapur væri fjöiþjóð- legur, en það kann þó að breytast. Sú saga gengur nefnUega að fljótlega verði auglýstur tU sölu hjá Sölu- nefnd varnarliðseigna Trabant af árgerð 1983, keyrður 300 kUómetra. Hafi einhver Kaninn ákveðið að láta skynsemina ráöa hefur hann skipt um skoðun snarlega. Kemur þar nýr sáttasemjari? Það hefur vakið nokkra at- hygU að Þröstur Ólafsson, fyrrum aðstoðarmaður fjár- málaráðherra, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Dagsbrúnar. Það veldur lík- lega mestu um undrun manna yfir þessu hversu vel Þresti tókst að halda aftur af verkalýðsfélögum þegar hann var helsti samninga- Þrtfstw Óiafsson, er hann sittasemjari framtiðarinn- ar? maður ríkisins. Þótti hann þar traustur og óbifanlegur verjandi rikiskassans. En þegar Þröstur hefur starfað hjá Dagsbrún í nokkur ár verður hann kominn með dýrmæta reynsiu í kjarasamningum sem mörgum finnst að eigi að nýta. Þannig hafa heyrst þær raddir að Þröstur sé hinn augijósl kandídat í embætti sáttasemjara ríkisins í fram- tiðinni! Iðnaður áútsölu Iðnsýningin í Laugardals- höli, sem annars er hið merk- asta fyrirtæki, hefur tekið á sig einkennUega mynd að sumu leyti. tslenskar mat- vörur og sæigæti, sem og gos- drykkir, fást ýmist ókeypis eða á útsöluprísum í anddyri Hallarinnar. Raunar hefur orðið einhver misbrestur á gjafmildinni þegar birgðir hafa þrotið. En mörgum þykir þessi út- sala stinga í stúf við virðu- lelka hennar og tilgang og spyrja hvernig máiið sé hugs- að til enda. Hvort nokkur fáist tU þess að kaupa þessar vörur á réttu verði þegar það blasir svo við í búðum. Ef þá iðnrekendurnir verða ekki búnir aö gefa sig út á kaldan klakann þegar 50 þúsundasti gesturinn hefur ropað út sýn- inguna. Egill sterki „Nokkrar gosfiöskur sprungu” þegar síðasta gos- stríð kók og pepsí teygði anga sína inn á Iðnsýninguna í LaugardalshöU. Pepsi hafði tryggt sér bás á sýningunni í tima, en kók gleymt því. Þess vegna var áUtið að kók hefði ekki áhuga á henni. JC Vík sem annast veitinga- og sæl- gætissöluna leitaðl því tU pepsí um samninga. En þegar leið að sýningunni vöknuðu kókmenn af dvala og heimtuðu sinn „rétt”. Þeir voru svo heppnlr að einn bás losnaði óvart svo að það bjargaðist. Og í gegnum f élag sitt þrýstu þeir sér inn í veit- ingasöluna. TU þess að fuU- komna jöfnuðinn varð þá að bjóða Agli sterka með líka sem EgUsmenn þáðu i undran ogdjúpriþökk. Þess vegna er nú meira úr- val af gosdrykkjum i Höilinni en á nokkurri annarri sýn- ingu af þessu tagi fyrr því að þar hefur kók oftast ríkt í ein- veldi. ! Sandkornum i gær birtist greinarstúfur undir fyrir- sögninni „Framsókn hneyksl- uð”. Þar var sú saga sögð aö Guðmundur Bjarnason, þing- maður Framsóknar, heföi á fundi framsóknarmanna i Vík í Mýrdal lýst óánægju sinni með frammfstöðu Alberts í sjónvarpsþætti á föstudagskvöld, þar sem þeir Ragnar Arnalds leiddu saman hesta sina. Eitthvað hefur sú saga skoiast til á ieiðinni frá Vik tU Síðumúla þvi að Guðmundur mun þvert á móti hafa lýst ánægju sinni með frammi- stöðu fjármálaráðherra. Þetta leiðréttist hér með. Umsjón: Óiafur B. Guðnason. Kvikmyndir Kvikmyndir Bardagasvarðin á lotti í b-mynd Frankenheimars, émvigið sem nu ma sjá i Bíóhöllinni. Bíóhöllin, Einvígið: Utþvælt efni BfóhöKin, EINVÍGiÐ (The Challenge): Stjórn: John Frankenheimer. Handrit: Richard Maxwell, John Sayles. Aöalleikendur: Scott Glenn, Toshiro Mifuna, Atsuro Nakamura, Galvin Jung, Clyde Kusatsu, Sab Shimono, Kyioaki Nagai, Miiko Taka, Shogo Shimada, Kenta Fukasaku. Tónlist: Jerry Goldsmith. Framleiöandi: Robert L. Rosen, Ron Beckman. Það þarf ekki að eyða mörgum oröum á gæði þessarar myndar. Þau eru slök, alit að því hvert sem litið er. John Frankenheimer kemur hér fram á sjónarsviðið með eina af B- myndum sínum. Með The Callenge er hann augljóslega að reyna að gera ódýra en jafnframt vinsæla afþrey- ingu. Þaðteksthonumekki. Mistökin felast í efniviðnum. Bar- dagalist Japana og dulúðin, sem þar hvílir að baki, er orðið svo útþvælt efni til kvikmyndunar að furðu sætir að jafnágætir menn og Franken- heimer skuli ekki vera búnir að snúa sér að ööru f yrir margt löngu. Hefðbundnar leiöir eru farnar til að spinna efnisþráð The Challenge. Urvinnslan kemur ekki á óvart. Ahorfendur hafa horft upp á svipuð vinnubrögð í nær öllum öðrum bar- dagamyndum af japanska meiðinum. Sagan segir frá tveimur sverðum sem nefnd eru jafningjar (The Equals). Þau koma frá goðsagnar- héraöi í Japan og hafa þau haldið töfrum sínum og mætti í gegnum ald- irnar. Hlutur töfranna er hvaö maður getur gert með sverðunum í höndumsér. Árið er 1945 í Kyoto í Japan: Gamall stríðsmaður, að nafni Takeshi, undirbýr sig til að gefa elsta syni sínum, Yoshida, sverðin eins og siður hefur veriö í fjölskyldu hans í gegnum aldimar. Siðurinn er brotinn á sviksamlegan hátt af Hideo, yngri bróður Yoshida, en hann lætur myrða föður þeirra svo hann megi eignast sverðin. En Hideo týnir öðru sverðanna í bardaga í seinni heimsstyrjöldinni. Frá þessu atriði er hlaupið yfir næstu þrjátíu og fimm árin og fimm þúsund mílur yfir Kyrrahafiö. 1 Los Angeles 1981 kemur sverðið við sögu í lífi Rick nokkurs Murphy sem er þriðja flokks áflogahundur, án fjölskyldu og vina. Honum er falið það verk, gegn hárri greiðslu, að afhenda týnda sverðiö sem fundist hefur af tilviljun í Kaliforníu til Toshio sem er sonur Yoshida. En Rick er rænt og Toshia myrtur. Rick reynir að berjast á móti en örlög hans fléttast meira í kringum sverð- ið og við mennina sem svíf ast einskis að ná því. Það verður ævintýri sem breytir Rick úr flækingi í æfðan stríösmann. Það á fyrir honum að liggja í lok sögunnar að berjast við Hideo sverðbardaga um hvor bræðr- anna skuli fá varöveitt sverðin tvö. Þetta er söguþráðurinn og í sjálfu sér er hann hvorrki verri né betri en gengur og gerist um efnisinnihald þeirra mynda sem fjalla um bardaga og ofbeldi í einu og öllu. En sem fyrr segir er úrvinnsla hans ósköp hefð- bundin og fráleitt frumleg þannig að útkoman verður enn ein karate- myndin sem nær ekki að segja eða sýna neitt nema stundaræsing í besta falli. Helstur kosta myndarinnar er sá að kvikmyndavél og skærum er stundum beitt af svolítilli snyrti- mennsku sem gerir heildaryfirbragð hennar ekki eins tómlegt og annars væri. En þetta fær litlu bjargað. Kvikmyndin Einvígið nær ekki að rísa undir nafni góðrar bardaga- myndar þótt hún hafi alla tilburði til þess. Uppbygging myndarinnar er of fálmkennd, leikurinn alltof slakur og snauður og svo nær myndin að vera langdregin á köflum sem allajafna þykir ekki vera gildum slagsmálamyndum til góös. -Sigmundur Ernir Rúnarsson. Menning Menning Menning Kristinn Slgmundsson. Eyjótfur Melsted segir hann hafa tekið „áheyr- endurmeð trompi" 6 tónleikunum i Gerðubergi 22. ágúst síðastiiðinn. Á afmælisdögum sínum hefur Reykjavíkurborg gefið sjálfri sér og þeim öðrum, sem þess vilja njóta, gjafir í formi listflutnings. Hefur borgin að jafnaöi valiö sér góðar af- mælisgjafir, þá sérstaklega hvað tónlistarflutning snertir. Nú stytt- ist óðum í afmælið stóra, þegar tvö hundruð ár verða liðin frá því að Reykjavík af danskri konungsnáö fékk bréf upp á aö mega kallast kaupstaður. Því skyldu menn halda að heldur væri til sparaö, svona rétt fyrir stórhátíð. Eöa var það kannski óvart, að borgaryfirvöld gengust fyrir einhverjum stórkostlegustu söngtónleikum ársins uppi í Gerðu- ' bergi á Reyk ja víkurviku? Tekið með trompi Kristinn Sigmundsson tók áheyr- endur með trompi. Svo gjörsamlega að salarkrílið, sem óvart varð á sínum tíma aö tónleikasal, troðfyllt- ist. Margir urðu frá að hverfa og hann varð aö syngja aftur næsta kvöld. Þá dugði ekki minna en sjö hundruð fermetra salur í sömu bygg- ingu. Oinnréttaður, að vísu, og meira að segja ekki rykbundinn og með grasmottum í lofti til að hljóðein- angra nógu rækilega, enda ætlaður til varðveislu og lesturs bóka. En svoleiðis smámuni láta stór- söngvarar ekki á sig fá. Með sinni stórkostlegu rödd náði Kristinn að fylla þetta uppstoppaða gímald ómi, sem seint mun gleymast. Vitað var að Kristinn væri góöur þegar hann hélt utan til frekara náms í sönglist. En að einn söngvari tæki svo stór- stígum framförum á jafnskömmum tíma hafði mann varla órað fyrir. Hans mikla rödd hefur náð aö blómstra, ef svo má að orði komast. Átakalaust syngur hann aríur eins og Credo in un Dio úr Othello og þá ekki síöur Nemico della Patria, eða óvin föðurlandsins, úr óperu Gior- danos, André Chénier. Eða þá þann fræga Söng nautabanans úr Carmen. Best fannst mér samvinna Jónasar og Kristins í sönglögunum, bæði þeim íslensku og erlendu. Meðferð Tónlist Eyjólfur Melsted þeirra á þjóðlagaútsetningum Britt- ens var hreint frábær. Hlutverk pianistans við undirleik í óperuaríum er næsta vandasamt. Hann þarf að leika heila hljómsveit, oft í misgóðri samantekt. Hlutverki sínu skilaði Jónas vel, en hljómlaus salurinn og næsta veigalítið verk- færið, sem vart er til átaka búið, leiddu af sér að í fyrsta sinn greindi ég, undir lok tónleikanna, þreytu- merki i leik þessa dugmikla píanista. Ágóðum grunni byggt Hápunktur tónleikanna var fyrir mér að heyra hversu stórkostlega Kristinn fór með ,,Sönginn til kvöid- stjörnunnar”, úr Tannháuser og ,,Deh, vieni alla Finestra” (góða, komdu þér nú út að glugganum, eins og gárunginn sagði) úr Don Gio- vanni. I hvorugri þessara aría er nokkuð hægt að fela og útilokað að skýla sér á bak við neinar tækni- brellur. Þar stendur söngvarinn ber- skjaldaður og opinberar getu sína og kunnáttu. Kom þar gleggst í ljós að hann hefur á góðum grunni að byggja, syngur umfram allt hreint og af næmum skilningi á viðfangs- efni sínu. Það heitir óheppni, ef slíkur stórsöngvari, og fjölhæfur í þokkabót, verður ekki fastagestur á fjölum hinna stóru óperuhúsa innan skammstíma. -EM. Stórkost- legur söngur í Gerðubergi Tónleikar á vegum Reykjavíkurviku í Menningarmiðstöflinni við Gerðuberg 22. ágÚ8t Flytjendur: Krístinn Sigmundsson og Jónas Ingimundar- son. Á efnisskrá: íslensk þjófllög og sönglög og aríur eftir: Karl Otto Runólfsson, Árna Thorsteinsson, Benjamin Brítten, Charles Ives, Richard Wagner, Charles Gounod, Wolfgang Ama- deus Mozart, Umberto Giordano, Guiseppe Verdi og Georges Bizet.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.