Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1983, Page 28
28
DV. MANUDAGUR19. SEPTEMBER1983.
Nauðungaruppboð
annaö og síðasta á fasteigninni Kirkjuvegi 35 í Keflavík, þingl. eign
Björns Ragnarssonar, fer frám á eigninni sjálfri aö kröfú Trygginga-
stofnunar ríkisins og Jóns G. Brlem hdl. miðvikudaginn 21.9. 1983 kl.
10.30.
Bæjarfógetinn í Keflavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu á fasteigninni Garðavegi
3, neðri hæð í Keflavík, þingl. eign Aðalsteins Aðalsteinssonar, fer
fram á eigninni sjálfri að kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl., Jóns
G. Briem hdl., Guðjóns Ármanns Jónssonar hdl. og innheimtumanns
rikissjóðs miðvikudaginn 21.9.1983 kl. 10.00.
Bæjarfógetinn í Keflavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu á fasteigninni Miðgarði 2
í Grindavík, þingl. eign Netagerðarinnar Möskva sf., fer fram á eign-
inni sjálfri að kröfu Iðnlánasjóðs, Guðjóns Ármanns Jónssonar hdl. og
Hafsteins Sigurðssonar hrl. föstudaginn 23.9.1983 kl. 14.15.
Bæjarfógetinn í Grindavík.
Nauðungaruppboð
sem augiýst hefur verið í Lögbirtingabiaðinu á fasteigninni Presthús í
Garði, þingl. eign Ásgeirs Hjálmarssonar, fer fram á eigninni sjálfri
að kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl. fimmtudaginn 22.9.1983 kl.
16.45.
Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á fasteigninni Bræðratungu í Grindavík, þingl. eign
Ásu Árnadóttur, en tal. eign Sigurðar Óla Sigurðssonar, fer fram á
eigninni sjálfri að kröfu Hafsteins Sigurðssonar hrl., Jóns G. Briem
hdl., Vilhjálms Þórhallssonar hrl., Tómasar Þorvaldssonar hdl. og
Tryggingastofnunar ríkisius föstudaginn 23.9. 1983 kl. 15.30.
Bæjarfógetinn í Grindavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á fasteigninni Ránargötu 10 í Grindavík, þingl. eign
Jóhannesar Eggertssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Vil-
hjálms H. Vilhjálmssonar hdi., Veðdeildar Landsbanka tsiands,
Tryggingastofnunar ríkisins, Skúla J. Pálmasonar hrl. og Búnaðar-
banka íslands f östudaginn 23.9. 1983 kl. 14.00.
Bæjarfógetinn i Grindavik.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á fasteigninni Hólagötu 25, neðri hæð í Njarðvík,
þingi. eign Sæmundar Jóhannessonar, fer fram á eigninni sjálfri að
kröfu Jóns Finnssonar hrl., Skúla J. Pálmasonar hrl., Vilhjálms H.
Vilhjálmssonar hdl., Jóns G. Briem hdl., Ásgeirs Thoroddsens hdl.,
bæjarsjóðs Njarðvíkur, Veðdeildar Landsbanka tslands og innheimtu-
manns ríkissjóðs fimmtudaginn 22.9.1983 kl. 14.30.
Bæjarfégetinn í Njarðvík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á fasteigninni Kirkjubraut 22, efri hæð í Njarðvík,
' þingl. eign Skúla Magnússonar o.fh, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu
Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl., Gísla Kjartanssonar hdl., Ásgeirs
Thoroddsens hdl., Jóns G. Briem hdl. og Jóns Ingólfssonar hdl.
fimmtudaginn 22.9.1983 kl. 14.00.
Bæjarfógetinn í Njarðvík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á fasteigninni Hafnargötu 16, efri hæð norðurendi í
Keflavík, þingl. eign Jóhanns Gunnarssonar, fer fram á eigninni
sjálfri að kröfu Jóns G. Briem hdl. f immtudaginn 22.91983 kl. 10.45.
Bæjarfógetinn í Keflavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu á fasteigninni Hjallavegi
5E í Njarðvík, þingl. eign Halldóru Hjartardóttur, fer fram á eigninni
sjáifri að kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl. og Guðjóns Ármanns
Jónssonar hdl. fimmtudaginn 22.9.1983 kl. 11.30.
Bæjarfógetinn í Njarðvík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 71., 74. og 84. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á
eigninni Heiðarlundi 7, Garðakaupstað, þingl. eign Stefáns Snæbjörns-
sonar, fer fram eftir kröfu Landsbanka tslands og Gísla Baldurs
Garðarssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 22. sept. 1983 kl.
14.30.
Bæjarfógetinn í Garðakaupstað.
77/ hægri við girðinguna er landið búið aO vera MOaO i 30 ár, en til vinstri ófriOað i 1100 ár. VíOirinn kom upp
viO friOunina. En afhverju hólt barOiO ekki áfram aO blása upp þeim megin sem alltaf var beitt?
Dr. Stefán Aðalsteinsson:
HUGVEKJA
UM HROLLVEKJU
Það var heillar opnu hrollvekja sem
birtist ÍDV þriöjudaginn 13. september
1983.
Leikarar í hrollvekjunni voru fimm.
Með aðalhlutverkið fór Baldur Her-
mannsson með myndavélina og
pennann. Fjórar sauökindur á beit
léku aukahlutverk.
Baksviðið var flakandi rofa-
barðahringur.
Hrollvekjan sýndi réttarhöld.
Ákærði var sauðkindin.
Ákærandi, sækjandi og dómari var
Baldur Hermannsson.
Gleymst hafði að tilnefna verjanda
fyrir sauðkindina, enda sennilega talið
óþarft. Dauðadómur hafði greinilega
verið talinn sjálfsögð úrslit áður en
réttarhöldin hófust. Réttarhöldin voru
fyrst og fremst nauðsynleg formsins
vegna til að draga fram skýra ákæru
og kynna sönnunargögnin svo aö
enginn yrði í vafa eftir að dóminum
hefðiveriðfullnægt.
Það er „ógnvaldur óbyggðanna”,
sauðkindin, sem er ákærð fyrir visvit-
andi aðför að landinu, gróðurmoldinni
og rofabörðunum sérstaklega.
Hlustum á nokkur ákæruatriði.
„Utan girðinganna er tíðarfarið ná-
kvæmlega hið sama og innan þeirra,
en þar er blessuð sauðkindin fyrir,
glorsoltin og óseðjandi og eirir engu
sem á vegi hennar verður. ”
Afleiðingin lætur ekki á sér standa:
„ ... upp úr þessum helheimi
sauðfjárræktarinnar standa rofa-
börðin á við og dreif eins og steyttir
hnefar hinnar deyjandi móðurmold-
ar.”
Það er ekki verið að tvínóna við
hlutina:
„Rofabörðin eru síðustu vígi móöur-
moldarinnar, en sauðkindin hættir
ekki við hálfnaö verk. ”
Svolitlar vomur koma einu sinni á á-
kærandann. Það er þegar hann spyr
sjálfan sig hvort köld veðrátta geti átt
einhvern þátt í gróðureyðingunni. En
hann hristir af sér óvissuna og er
fljótur að kveða upp úrskurð um það
atriði:
„Versnandi tíðarfar á enga sök á
eyðingulandsins.”
Þaö er meira að segja kveðið fast að
orði:
„Reynslan sannar að fái gróður
landsins að þrauka óáreittur, þá er það
ekki ofverkið hans að harka af sér vos-
búðogkulda.”
Vömum verður lítt eða ekki við
komið. Að vísu kemur fram á einum
stað, aö þegar kindin nuddar sér utan í
rofabörðin til aö herða á eyðingunni,
þáséþað:
.....ekki þó af neinni meðfæddri
fólsku, heldur til þess eins að klóra sér
þar sem hana klæjar.”
En þetta dugar kindinni skammt,
því að þegar hún veit af gróðri uppi á
rofabörðunum:
„... þá skilur blessuð kindin að
ekki má við svo búið standa en ræðst á
barðið og glefsar af græðgi í stráin.”
Það er ekki nema von, að ákærand-
anumhitniíhamsi:
.....eitt andartak er þessum á-
gætismanni skapi næst aö búast til bar- ‘
Þetta land er búiO aO beita samfellt vetur eftir vetur undanfarin 200 ár. Mest er beitt á hávaOana, sem
standa lengst upp úr snjó. i öllum lægOum i þessu landi eru grafningar meO rofabörOum, en börOin eru
undir snjó á myndinni. Hvernig gátu grafningarnir undir snjónum orOiO til án þess aO gróOurþekjan á holt-
unum færi líka?